Morgunblaðið - 10.12.2018, Page 20

Morgunblaðið - 10.12.2018, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2018 Elsku mamma okkar, amma og tengdamamma, INGIBJÖRG KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR síðast til heimilis á Mýrarvegi 115, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð fimmtudaginn 6. desember. Útför fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 12. desember klukkan 10.30. Jón Óli Ólafsson Sigurbjörg Óladóttir Kristín María Ólafsdóttir Sigurður Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn ✝ KristbjörnHauksson, Kiddi, fæddist í Reykjavík 10. júlí 1963. Hann lést 1. desember 2018 á Landspítalanum við Hringbraut eftir stutt veik- indi. Kiddi var sonur hjónanna Hauks Gunnars- sonar, f. 1937, d. 2017, og Grétu Óskarsdóttur, f. 1936. Systur hans eru Helga, f. 17.11. 1958, maki Þorsteinn Guðbjörnsson, og Margrét, f. 29.3. 1960, maki Hilmar Kristinsson. Systra- börn eru Grétar, Björg, Hildur Ýr og Íris Björk. Kiddi ólst upp á Seltjarnar- nesi, gekk í Mýrarhúsaskóla, Valhúsaskóla og Iðnskólann í Reykjavík þar sem hann nam húsa- smíði. Kiddi vann við viðhald fasteigna og unnu þeir feðg- ar lengst af saman. Kiddi var mikill dýravinur og voru hundar í sérstöku uppáhaldi hjá hon- um. Hann átti tvo hunda, fyrst er að nefna hann Frosta og svo Mikka. Áhugamál Kidda voru mörg, en í sérstöku uppáhaldi hjá honum voru fornbílar og flug- vélar. Útför Kidda fer fram frá Langholtskirkju í dag, 10. des- ember 2018, klukkan 13. Kiddi frændi var einstakur maður, hann hafði sérstaka sýn á heiminn og oft aðrar skoðanir á málefnum en margir aðrir og ekki hræddur við að láta þær í ljós. En hjartað í Kidda var stærra en gengur og gerist. Þeir sem voru þeirrar lukku aðnjót- andi að þekkja hann fengu yfir- leitt að njóta hjálpsemi hans í hví- vetna. Kiddi frændi var í mínum aug- um stórkostlegur maður sem ég hef alla tíð litið upp til. Hann var og er einn besti vinur minn og ég hefði ekki getað átt betri frænda og vin. Frændi var með eindæmum skemmtilegur og var aldrei leið- inleg stund í kringum hann. Þeg- ar minningarnar um frænda eru rifjaðar upp eru þær litaðar af gleði og sérstökum húmor. Tím- inn sem við bjuggum saman, óteljandi bústaðaferðir þar sem ég reyndi að útskýra Lord of the Rings fyrir honum á meðan við horfðum á en endaði alltaf á því að við mundum lítið eftir mynd- inni þar sem okkar fannst viskí í kakói svo gott. Allir bíltúrarnir þegar ég var krakki þar sem frændi var að taka myndir af gömlum bílum og gat svo þulið heila romsu af vitneskju um bíl- ana. Allar þessar minningar eru ómetanlegar. Kiddi frændi var gull af manni. Hann skilur eftir sig stórt skarð sem ekki er hægt að fylla. Hans verður sárt saknað. Ég lýk þessum orðum mínum á heilræði sem frændi gaf mér: „Síðasta fíflið er ekki enn fætt þannig að það þýðir lítið að æsa sig.“ Grétar Þorsteinsson. Elsku besti Kiddi frændi, ég trúi ekki að ég sé að kveðja þig. Þetta er allt svo óraunverulegt. Við sem áttum að eiga svo mörg ár til viðbótar þar sem við fífl- uðumst saman, drykkjum koníak og þú að kenna mér eitt og annað um lífið. En nú verð ég að hugga mig við allar góðu minningarnar. Frá því ég man eftir mér hefur þú verið stór partur af lífi mínu og mér. Ég man hvað ég elskaði að vakna við að heyra í þér frammi en þú varst eina ástæðan fyrir því að ég, svefnpurkan, nennti fram úr fyrir 11 um helg- ar. Ég man þegar við fórum í úti- legu saman og gistum í grænu þotunni, eins og við nefndum Citroën-inn þinn, eftir að þú sýndir mér, sposkur á svip, hvernig hann lyftist upp og mér fannst það svo töff – bara frændi minn átti svona bíl! Ég minnist einnig ófárra tíma í Vesturberg- inu hjá ömmu og afa þar sem þú hneykslaðir mömmu og ömmu með einhverjum af uppátækjum þínum sem voru öll gerð til að skemmta litlu frænkunum þín- um, en þú elskaðir að láta okkur hlæja. Það sem við dáðum frænda okkar. Þessar stundir hættu þó aldrei þrátt fyrir að við eltumst enda var alltaf stuð og stemning með þig á staðnum og á ég marg- ar góðar minningar um okkur saman þar sem alltaf var stutt í hláturinn. Með aldrinum fórstu að kenna okkur meira á lífið og ég er svo þakklát fyrir að þú sagðir okkur alltaf sannleikann, þó að við vild- um kannski ekki heyra hann á því augnabliki. En þetta gerðir þú einungis til að styrkja okkur og undirbúa okkur fyrir lífið. Þú varst nefnilega alltaf að passa upp á litlu frænkur þínar. Það er með sorg í hjarta sem ég horfi til framtíðarinnar því ég veit að ég mun aldrei aftur fá tíma með þér. Þú varst yndisleg- ur frændi og svo góður maður sem þóttist aldrei vera neitt ann- að en þú varst og tókst engan há- tíðlegan því fyrir þér voru allir jafnir. Meiri dýravinur þekkist heldur ekki þó víða væri leitað. Elsku frændi minn, þú munt ávallt eiga stóran stað í hjarta mínu en ég kveð þig nú með sár- um söknuði og þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman og allt sem þú hefur gert fyrir mig. Þín afmælisgjöf og litla frænka, Hildur Ýr. Ég trúi því ekki að ég sé að skrifa minningargrein um hann Kidda frænda. Ég bíð ennþá eftir því að einhver veki mig upp úr þessari martröð. Hann fór alltof fljótt frá okkur. Minningarnar sem á ég með Kidda einkennast af gleði, gríni og mjög miklum hlátri. Kiddi var yndislegur maður og ávallt til staðar þegar maður þurfti á hon- um að halda. Það var alltaf stutt í grínið hjá Kidda og það var svo skemmti- legt að vera með honum. Kiddi var mikill dýravinur og voru hundar þar í uppáhaldi. Ást okk- ar á hundum áttum við sameig- inlega og gátum við talað saman um hunda endalaust. Það er erfitt að horfast í augu við raunveru- leikann, að ég eigi aldrei eftir að sjá Kidda frænda aftur. Hann var svo góður við mig og mun ég ávallt telja mig heppna að hafa átt hann að. Hann var svo sann- arlega besti frændi sem hægt var að biðja um. Elska þig og sakna þín svo mikið, elsku Kiddi minn. Þín „litla“ frænka, Íris Björk. Við Kiddi ólumst upp á Nesinu en við kynntumst þegar við vor- um sex ára. Það var mikið brallað og oftar en ekki dró ég Kidda með mér í ýmis ævintýri. Mér er minnisstætt þegar við fórum eitt vetrarkvöld á dúfnaveiðar. Við Kristbjörn Hauksson ✝ Elísabet Þor-kelsdóttir fæddist á Brjáns- stöðum í Grímsnesi 14. nóvember 1918. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 20. nóvember 2018. Hún var yngst 10 barna hjónanna Halldóru Péturs- dóttur, f. 1. apríl 1877, d. 12. janúar 1957, og Þorkels Þorleifssonar, f. 18. júní 1868, d. 9. febrúar 1965. Bræður hennar voru: Jón, Guðleifur, Ásbjörn, Pétur, Þór- hallur og Sigurjón, en systur Lilja, Anna og Torfhildur. Hinn 17. apríl 1937 giftist hún Bjarna Einarssyni vél- smíðameistari, d. 5. ágúst 1978. Börn þeirra eru: 1) Þorkell læknir, f. 24. apríl 1941, eigin- kona hans er Ása Kristín Odds- dóttir, f. 14. apríl 1945. Börn þeirra eru a) Oddur Þór, f. 16. f. 10. apríl 1981. Eiginkona hans er Ragna Kjartansdóttir, f. 1980. Börn þeirra eru Bjarni Emil, f. 2009, og Jóna, f. 2016. c) Sverrir Pétur, f. 23. júlí 1984. Eiginkona hans er Álf- heiður Hafsteinsdóttir, f. 1987. Börn þeirra eru Hafsteinn Björgvin, f. 2015, og Kristjana Guðrún, f. 2018. 3) Ólöf Hall- dóra læknir, f. 16. apríl 1958, eiginmaður hennar er Stefán Kristjánsson læknir, f. 1. janúar 1960. Börn þeirra eru: a) Unn- ur Elísabet, f. 11. júní 1988. Eiginmaður hennar er Har- aldur Þórir Hugosson, f. 1988. Sonur þeirra er Hugo Steinn, f. 2016. b) Bjarni Kristján, f. 14. ágúst 1990, dóttir hans er El- ísabet Anna, f. 2015. Elísabet ólst upp hjá vanda- lausum og var einn vetur í Kvennaskólanum. Hún giftist Bjarna ung og sá um börn og bú. Í tugi ára prjónaði hún lopapeysur fyrir Íslenskan heimilisiðnað. Hún vann nokk- ur ár í Kjötbúðinni Borg og sá um heimilismatinn sem seldur var úr búðinni. Útför Elísabetar fer fram frá Fossvogskapellu í dag, 10. des- ember 2018, klukkan 15. Meira: mbl.is/minningar desember 1968. Eiginkona hans er Berglind Ósk Guð- mundsdóttir, f. 1968. Synir þeirra eru Ingimar Örn, f. 1994, og Valtýr Snær, f. 1999. b) Elísabet Gerður, f. 20. september 1973. Eiginmaður hennar er Hall- varður Einar Logason, f. 1973. Börn þeirra eru Viktoría Rán, f. 2006, og Ása Þóra, f. 2009. Áður átti El- ísabet Sóleyju Kristínu Harð- ardóttur, f. 1990. 2) Björgvin Ásbjörn læknir, f. 2. maí 1949, eiginkona hans er Kristjana Sigrún Kjartansdóttir læknir, f. 20. janúar 1949. Börn þeirra eru: a) Kjartan Bjarni, f. 9. júlí 1976. Eiginkona hans er Sylvía Kristín Ólafsdóttir, f. 1980. Börn þeirra eru Matthías Björgvin, f. 2009, og Kormákur Ólafur, f. 2012. b) Ingvar Orri, Elísabetu kynntist ég 1972 þeg- ar við Björgvin sonur hennar fór- um að vera saman. Elísabet var lagleg kona, sterklega byggð og hamhleypa til verka. Hún hafði sig ekki mikið í frammi en hafði samt ákveðnar skoðanir. Þegar elsti sonur okkar fæddist vantaði okk- ur gæslu fyrir hann tæplega þriggja mánaða. Elísabet, sem þá vann í Kjötbúðinni Borg, bauðst þá til að gæta hans og leysti þar með vanda okkar. Drengurinn var hjá ömmu í góðu yfirlæti þar til hann flutti til Svíþjóðar tæplega tveggja ára nær altalandi eftir fóstrið hjá ömmu og var þar lagð- ur góður grunnur að málþroska hans. Elísabet hafði ekki hugsað sér að fara að heimsækja okkur en lét þó af verða eftir hvatningu móður minnar og urðu þær sam- ferða í fyrstu ferðinni báðum til mikillar ánægju. Elísabet hóf aftur störf í Borg og vann þar þangað til hún tók að sér að gæta barna fyrir Ólöfu dótt- ur sína. Eftir að við komum heim úr framhaldsnámi var sunnudags- steik með börnum, barnabörnum, tengdabörnum og Lilju systur El- ísabetar nánast fastur liður. Auk þess nutu strákarnir mínir þess að fara í pönnukökur hjá ömmu sinni þegar pabbi þeirra og Keli voru að tefla heima hjá henni. Þeim fannst líka notalegt að fara stundum að læra hjá ömmu meðan hún var á Hrísateignum. Það er dýrmætt fyrir börn að fá tækifæri til að vera með og spjalla við ömmur og afa. Lífið var örugglega ekki alltaf auðvelt hjá stúlkubarni fæddu í Grímsnesinu yngst 10 systkina 1918. Ævistarfið snerist að mestu um uppeldi barna og held ég að hún hafi bara verið nokkuð sátt við árangurinn og mátti líka vel við una. Blessuð sé minning hennar. Kristjana S. Kjartansdóttir. Nú er amma Beta öll. Hún flutti með Ólöfu og fjölskyldu til Sví- þjóðar þegar hún og Stefán fóru í sérnám. Á þeim árum þótti mér einstaklega dýrmætt að hitta hana þegar hún kom til Íslands, því ég vissi að samverustundir okkar yrðu takmarkaðar. Amma flutti svo aftur til Ís- lands þegar Ólöf og Stefán klár- uðu framhaldsnám sitt. Við þær fregnir varð ungur drengur í Vesturbænum glaður, en fáeinum árum áður lést móðuramma mín og því fannst mér kærkomið að fá ömmu Betu heim. Þá urðu heim- sóknir á Hrísateig fastur liður í lífi mínu. Fyrst voru það vikulegar heimsóknir fyrir eða eftir píanó- tíma, þar sem við spiluðum saman og hún kenndi mér rommí. Einnig er vert að minnast þess þegar við bræður og frændur hittumst reglulega og horfðum á knatt- spyrnuleiki heima hjá ömmu. Í flestum þessara heimsókna varð ekki hjá því komist að fá nýbak- aðar og dásamlegar pönnukökur á Hrísateignum. Handtök ömmu voru svo snör að á þeim 10-15 mín- útum sem það tók mann að koma sér úr vesturbæ Reykjavíkur yfir á Hrísateig náði amma að hræra saman deig og baka u.þ.b. 10-15 pönnsur. Ótrúlegt. Nokkrum árum síðar var amma minn helsti stuðningsaðili er ég lærði fyrir stúdentsprófin heima hjá henni, en Hrísateigur- inn reyndist vera hinn fullkomni lærdómsstaður fyrir mig. Ekkert net. Rólegt umhverfi. Ömmudek- ur. Nærvera hennar hafði einstak- lega góð áhrif á mig, því suma daga og kvöld sat ég við lestur að henni fjarstaddri og tók fljótt eftir því að lesturinn gekk betur ef amma var heima. Örfáum dögum fyrir andlát hennar átti hún aldarafmæli. Ég og Ingvar bróðir heimsóttum hana af því tilefni og kvöddum í hinsta sinn. Það var ljúfsár stund, því á síðustu metrunum var elsku amma orðin heilsulaus, bæði and- lega og líkamlega. Þótt ég muni ávallt sakna ömmu minnar finnst mér gott að hún sé til hvíldar kom- in. Sverrir Björgvinsson. Það er skrýtið að hugsa til þess að nú þegar amma er farin þá skuli hún á einhvern hátt vera meira lifandi og nær mér en hún hefur verið í mörg ár. Mig hefur lengi grunað að líf okkar snúist talsvert meira um það sem við munum en það sem við upplifum í alvörunni. Sú tilfinning er aldrei sterkari en þegar flett er gömlu myndaalbúmi þar sem ein lítil mynd getur orðið uppistaða í því óljósa safni sem situr eftir innra með manni þegar maður horfir til baka og kallar ævi sína. Myndirnar af ömmu eru marg- ar í mínu albúmi og mér þykir vænt um hverja einustu. Af fyrstu myndinni man ég ekkert, enda er ég þá eflaust bara nokkurra vikna og greinilega að reyna að koma fyrir mér konunni sem heldur á mér og horfir á mig af takmarka- lausri ást og umhyggju. Fyrir mér markar þessi mynd í senn upphafið að sambandi okkar sem og allt sem á eftir kom. Hún minnir mig um leið á þær miklu fleiri stundir og augnablik okkar sem ekki var ætlað að nást á mynd. Inni í þeim er faðmlagið sem alltaf var þétt og hlýtt, koss- inn sem fylgdi í kjölfarið og kveðj- an um að allar góðar vættir fylgdu manni. Fyrir ömmu átti þessi kveðja eins vel við frá fyrsta skóla- deginum mínum allt til brúð- kaupsdagsins og augnabliksins sem við hittumst og ég var með nýfæddan son minn í fanginu. Þessi kveðja hafði alltaf tilskilin áhrif, enda varð ég aldrei svo hryggur eða kátur að ég færi ekki aðeins glaðari frá ömmu en ég kom. Amma hefði kannski ekki borið kennsl á margt úr albúminu okkar síðustu árin. Og nú er líklega kom- ið að mér að biðja góðar vættir að fylgja henni og að hún rati aftur til þeirra minninga sem hún hafði gleymt. Þangað til mun ég geyma þær og vitja þeirra sérhvern dag á öruggum stað innra með mér. Kjartan Bjarni Björgvinsson. Þegar ég var yngri kaus ég að fara allra minna ferða á hjóli. En það var varla í boði að hjóla til ömmu Betu. Hún bjó á Hrísateig í Laugardalnum en ég Vesturbæn- um. Til að komast oftar til ömmu lærði ég því á strætó. Blessunar- lega stoppaði leið 4 við Vesturbæj- arlaug og fór með mig næstum beinustu leið heim að dyrum hjá ömmu. Vagninn stoppaði á Lauga- læk og þar beið amma eftir mér með bros á vör. Þegar maður varð eldri þá lét amma mann fá lykla. Maður var nefnilega alltaf velkominn á heim- ili hennar – alveg sama þó að hún væri ekki sjálf heima. Ef mann grunaði að hún væri heima þá var bjöllunni hringt í von um að ljósið á ganginum myndi kvikna og hurðin fram á gang opnuð í kjöl- farið. Í gegnum dyragardínurnar sá maður svo ömmu sem brosti út að eyrum og var svo glöð að mað- ur væri kominn. Hún opnaði svo fyrir manni og faðmaði en var svo rokin aftur inn í eldhús til að koma í veg fyrir að pönnukakan sem var á pönnunni myndi brenna við. Við komum okkur svo saman fyrir inni í eldhúsinu og spjölluðum eða tók- um í spil. Eftir það fór ég svo að blaða í Andrésar Andar-blöðum á meðan amma prjónaði eða leysti krossgátur. Svona voru flestar heimsóknir til ömmu. Stundum breyttist handritið aðeins. Sér- staklega skemmtilegt var þegar pabbi og Keli frændi, synir ömmu, mættu einnig á svæðið. Þeir áttu auðvelt með að koma ömmu til að hlæja og stuðið varð því bara meira fyrir vikið – alveg þangað til þeir fóru að tefla. Þá var þögn og þeir vildu aldrei segja mér hver vann skákina – svarið var alltaf „Sigtryggur vann“. Amma hafði mikinn áhuga á öll- um íþróttum og það er sennilega fátt skemmtilegra en að eiga sam- eiginlegt áhugamál með ömmu sinni. Fyrir utan fréttir þá voru beinar útsendingar af íþróttavið- burðum uppáhaldssjónvarpsefnið. Til að geta sinnt þessu áhugamáli gerðist amma áskrifandi að Stöð 2 Sport og fyrir vikið urðu heim- sóknir mínar til ömmu enn tíðari. Þegar kom að enska boltanum voru menn eins og Guðni Bergs- son og Hermann Hreiðarsson í uppáhaldi hjá ömmu. Hún kunni sennilega að meta dugnaðinn og baráttuna sem einkenndi þá inni á vellinum. Ef amma hefði spilað fótbolta þá er hún pottþétt kona sem ég hefði viljað hafa í mínu liði. Hún var vinnusöm, ósérhlífin og skörp. Einhver sem myndi aldrei gefast upp. Fyrir um 10 árum var ég eins og oft áður að læra heima hjá ömmu og fann að henni var farið að hraka. Hún fann það líka og við töluðum um það. Hugræn og lík- amleg færni hafði versnað. Henni og öllum ættingjum hennar fannst þetta skiljanlega mjög óþægilegt. Sérstaklega í ljósi þess að amma var alltaf svo sjálfstæð, orkumikil og skörp. Hún gat gert allt sjálf og vildi ekki vera upp á aðra komin. Þann 14. nóvember varð amma 100 ára og heimsótti ég hana og kvaddi í síðasta skipti þann dag. Hún lést svo sex dögum eftir 100 ára afmælisdaginn og ég held að líkami hennar hafi hreinlega neit- að að gefast upp fyrr. Þó að amma Beta hafi fallið frá fyrir tæpum þremur vikum þá er ég búinn að sakna hennar í mörg ár. Hvíl í friði, elsku amma. Ingvar. Elísabet Þorkelsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.