Morgunblaðið - 10.12.2018, Page 23
Árið 1954 fór Hrefna að vinna hjá
Fiskmati ríkisins þar sem hún starf-
aði til ársins 1961. Þá hafði hún
kynnst Kjartani, eiginmanni sínum,
og þau voru farin að búa saman.
Kjartan rak teiknistofu í 43 ár og
teiknaði þúsundir húsa.
Árið 1969 hófu þau hjón rekstur á
bílaþvottastöð, Bón- og þvottastöð-
inni í Sóltúni 3, en stöðina starf-
ræktu þau í 37 ár, og stjórnaði
Hrefna fyrirtækinu alla tíð ásamt
húsmóðurstarfinu: „Þetta var eril-
samt starf, ásamt því að hugsa um
heimilið. En þetta gekk allt saman
prýðilega. Þótt ég segi sjálf frá þótti
þetta mjög gott og vinsælt fyrirtæki
og sparaði mörgum tíma og fyrir-
höfn í gegnum árin, ekki síst fyrir
stórhátíðir.
Ég hafði gaman af að standa í
þessum rekstri, en ég þurfti að fylgj-
ast vel með veðurspám því bissnis-
inn fór alveg eftir veðráttunni.“
Árið 2006 hættu þau hjón allri at-
vinnustarfsemi, enda bæði að nálg-
ast áttrætt og kominn tími til að
njóta ellinnar eftir annasama ævi.
Hrefna var alla ævi hinn mesti dugn-
aðarforkur sama hvað hún tók sér
fyrir hendur. Þau áttu lengi lítið
sumarhús við Langavatn á Hólms-
heiði en þar undi Hrefna sér með
kettina sína: „Kjartan var nú ekki
síður kattavinur en hann hafði mest
24 villiketti í föstu fæði og það var
lagt á borð fyrir heimliskettina á jól-
um, enda fengu þeir einnig jólarjúp-
ur eins og aðrir fjölskyldumeðlimir.“
Hrefna og Kjartan fóru töluvert í
laxveiði en þeirra uppáhaldsár voru
Norðurá og Laxá í Kjós. Þau bjuggu
lengst af á Ægisíðu 98 í Reykjavík
en nú býr Hrefna í Seljahlíð, hjúkr-
unarheimili í Seljahverfi.
Fjölskylda
Hrefna giftist 22.12. 1961 Kjartani
Sveinssyni, f. 4.9. 1926, d. 27.9. 2014,
byggingartæknifræðingi. Foreldrar
hans voru Sveinn Jónsson, f. 3.7.
1896, d. 15.9. 1989, kaupfélagsstjóri
á Ólafsfirði og síðar starfsmaður
Verðlagseftirlitsins í Reykjavík, og
k.h. Guðný Pálsdóttir, f. 9.2. 1906, d.
24.1. 1997, húsfreyja á Ólafsfirði en
lengst af í Reykjavík.
Dætur Hrefnu og Kjartans eru:
Álfheiður, f. 23.10. 1963, skrifstofu-
maður, búsett í Reykjavík og á hún
einn son, Kjartan Guðmundsson f.
2001; Arndís, f. 7.8. 1965, aðstoðar-
framkvæmdastjóri, búsett í Reykja-
vík, gift Karli Demian frá Líbanon,
öryggisráðgjafa, en þau eiga þrjú
börn: Katrínu Hrefnu, f. 1996, Kar-
enu Tinnu, f. 1998, og Alexander, f.
2006.
Dóttir Hrefnu og Þóris Jónssonar
er Sigfríð, f. 23.4. 1953, fyrsti dýra-
hjúkrunarfræðingurinn hér á landi,
iðnrekstrarfræðingur og stofnandi
og eigandi fyrirtækisins Potta-
galdra, en hún á einn son, Kristján
Hrafn Bergsveinsson, f. 1988.
Systir Hrefnu er Erna Emilía, f.
21.12. 1931, húsfreyja í San Franc-
isco í Bandaríkjunum, og á hún tvo
syni.
Foreldrar Hrefnu voru hjónin
Emma Sigfríð Einarsdóttir, f. 14.7.
1909, d. 2.12. 2000, og Kristján Guð-
mundsson, f. 9.7. 1895, d. 20.11. 1958,
símamaður.
Úr frændgarði Hrefnu Kristjánsdóttur
Hrefna
Kristjánsdóttir
Guðný Pétursdóttir
vinnukona í Vertshúsi í Kolfreyjustaðasókn
Friðrik Sörensen
beykir í Kaupmannahöfn
Emilía F.P. Friðriksdóttir
húsfr. á Fáskúðsfirði
Emma Sigfríð Einarsdóttir
húsfr. í Rvík
Einar Ólafur Jónsson
skósmiður á Fáskrúðsfirði
Elísabet Sigurðardóttir
húsfr. í Núpshjáleigu og Sjólyst í Hálsaþinghá, S-Múl.
Jón „yngri“ Jónsson
skipstj. og b. í Núpshjáleigu
Jón Jónsson
tómthúsm.
og stýrim.
í Dúkskoti,
fórst með
ákarlaskipinu
eykjavík 1889
h
R
Oddur
Jónsson
afnsögum. í
Ráðagerði á
eltjarnarnesi
h
S
Þórður V.
Oddsson
héraðslæknir
í Borgarfirði
og heimilis-
læknir í Rvík
Óli H. Þórðarson fv.
framkvæmdastjóri
Umferðarráðs
Erla Jóhanna Þórðardóttir
sálfræðingur
Erna Emilía
Kristjánsdóttir húsfr.
í San Fransisco í
Bandaríkjunum
uðný Elísabet
Einarsdóttir
húsfr, á
Fáskrúðsfirði
GHrefna
Björnsdóttir
verslunarm.
í Grindavík
Birna
Sigurðar-
dóttir
auglýsinga-
stjóri í Rvík
Hrafn
Sigurðsson
fram-
kvæmda-
stjóri í Rvík
Kristín Einardóttir
fædd í Sauðanessókn, N-Þing.
Jón ,,yngri“ Ögmundsson
vinnum. í Desjarmýrarsókn
Hólmfríður I. Jónsdóttir
húsfr. á Fáskrúðsfirði
Guðmundur Jónsson
útgerðarm. á Fáskrúðsfirði
Sigríður Þorkelsdóttir
húsfr. í Dúkskoti
Jón Oddsson
tómthúsm. í Dúkskoti í Rvík
Kristján Guðmundsson
verkam. í Rvík
Dugnaðarforkurinn Hrefna Krist-
jánsdóttir, fv. framkvæmdastjóri.
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2018
SVALALOKANIR
Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar
og falla vel að straumum og stefnum
nútímahönnunar.
Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við.
Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er.
Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur
hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun.
Glerborg
Mörkinni 4
108 Reykjavík
565 0000
glerborg@glerborg.is
www.glerborg.is
2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG
FÁÐU TILBOÐ
ÞÉR AÐ
KOSTNAÐAR-LAUSU
Lárus Björnsson fæddist 10.desember 1889 á Réttarhóli íForsæludalskvíslum, A-Hún.
Foreldrar hans voru Björn Ey-
steinsson, f. 1849, d. 1939 bóndi þar
en lengst af í Grímstungu og seinni
kona hans, Helga Sigríður Sigur-
geirsdóttir, f. 1860, d. 1906.
Fjölskyldan fluttist árið 1899 að
Grímstungu og varð Lárusi það
snemma ljóst að þar vildi hann búa.
Grímstunga er stór jörð og landmikil
inn til heiðalandanna, Lárus tók við
búskapnum árið 1910, fyrst ásamt
bróður sínum, Þorsteini, en einn frá
1913. Hann rak eitt stærsta fjárbú á
landinu og átti og rak þrjár aðrar
jarðir, þó ekki samtímis.
Lárus lét til sín taka í sveitar-
stjórnarmálum og sat í hreppsnefnd
og skólanefnd. Hann sat í stjórn
Búnaðarfélags Áshrepps og var
heiðursfélagi þar. Hann var refa-
skytta í meira en 60 ár.
Um Lárus segir í minningargrein:
„Hann var mikið náttúrubarn,
heiðasækinn, veiðimaður, hestamað-
ur, kunni ógrynni af ferskeytlum og
tildrögum þeirra. Kvæðamaður var
hann góður og raddsterkur.“ Var
Lárus þjóðsagnapersóna í lifanda
lífi.
Lárus kvæntist árið 1915 Péturínu
Björgu Jóhannsdóttur, f. í Hvammi í
Vatnsdal 22.8. 1896, d. 23.7. 1985.
Börn þeirra voru Helga Sigríður, f.
1916, d. 1920; Björn Jakob, f. 1918, d.
2006, lengst af bóndi á Auðunar-
stöðum í Víðidal; Helgi Sigurður, f.
1920, d. 1939; Helga Sigríður, f. 1922,
d. 2016, húsfreyja í Þóromstungu í
Vatnsdal, síðar verkakona á Blöndu-
ósi; Ragnar Jóhann, f. 1924, d. 2016,
verkstjóri í Kópavogi; Grímur Heið-
land, f. 1926, d. 1995, bóndi í Gríms-
tungu, síðar vaktmaður í Reykjavík;
Kristín Ingibjörg, f. 1931, d. 2016,
húsfreyja á Bakka í Vatnsdal; Egg-
ert Egill fæddur 1934, d. 2007,
bæjarverkstjóri á Seyðisfirði.
Árið 1981 komu út æviminningar
Lárusar sem Gylfi Ásmundsson tók
saman.
Lárus Björnsson lést 27.5. 1987.
Merkir Íslendingar
Lárus
Björnsson
90 ára
Emma Benediktsson
Hrefna Kristjánsdóttir
85 ára
Anne H. Jóhannsdóttir
Kristín Jónsdóttir
Snorri Friðriksson
80 ára
Esther Valdimarsdóttir
Gréta Aðalsteinsdóttir
Guðný Helgadóttir
Marinó Jóhannsson
Þórunn Sólveig Einarsdóttir
75 ára
Fanney Björk Björnsdóttir
Halldóra Gróa Guðmundsd.
Kolbrún Ragnarsdóttir
Rögnvaldur Ólafsson
70 ára
Áslaug Jónsdóttir
Ásta Sylvía Rönning
Dominique Pledel Jónsson
Elín Bergljót Björgvinsd.
Hörður Stefán Harðar
Rúnar Halldórsson
Svanhildur Einarsdóttir
60 ára
Edward Richard Jaferian
Einar Hörður Sigurðsson
Finnbogi Kristjánsson
Friðbjörn Björnsson
Gerhild Hammer
Guðmundur Guðmundsson
Halldóra Viðarsdóttir
Hanna Halldóra Karlsdóttir
Haraldur Helgason
Harpa Katrín Sigurðardóttir
Hjálmar Sveinsson
Iðunn Árnadóttir
Jóna Margrét Guðmundsd.
Kjartan Sveinn Guðjónsson
Kristján Þ. Kristinsson
Lára Björnsdóttir
Margrét Stefánsdóttir
Ólafur Tryggvi Egilsson
Rannveig Runólfsdóttir
Steinunn Lindbergsdóttir
Valdimar Örn Ásgeirsson
50 ára
Adela Halldórsdóttir
Ásgerður Kristín Gylfadóttir
Gunnar Rúnar Erlingsson
Herbert Sizemore
Laufey Guðmundsdóttir
Magnús Ívar Guðfinnsson
Magnús Þorsteinsson
Ólafur Tryggvi Kristjánsson
Snjezana Pjevic
Sverrir Magnússon
40 ára
Aðalheiður Ó. Guðmundsd.
Ágústa Inga Hannesdóttir
Dagmar Dögg Þorsteinsd.
Ekaterina Shvetsova
Gissur Þórhallsson
Halldór Arnar Karlsson
Linda Ósk Svansdóttir
Mindaugas Damasevicius
Oanh Tuyet Thi Ly
Patrícia Garcés Da Costa
Pálmi Ívar Jóngeirsson
Snorri Snorrason
Steinar Örn Indriðason
Sölvi Tryggvason
30 ára
Ásgeir Thor Johnson
Berglind Tess ÓCallaghan
Berglind Þrastardóttir
Hildur Ýrr Aðalgeirsdóttir
Jón Sindri Jónsson
Jón Þór Arngrímsson
Krzysztof Galan
Leo Parel Alquizalas
Louise Steffensen Schmidt
Þorbjörg Erna Snorradóttir
Til hamingju með daginn
40 ára Ekaterina er frá
Yoshkarola í Rússlandi en
fluttist til Íslands árið
2014 og hefur alltaf búið í
Stykkishólmi. Hún er
sölumaður í Vínbúðinni
þar.
Maki: Krzysztof Kowalski,
f. 1976, frá Póllandi og
vinnur hjá BB og sonum.
Bæði Ekaterina og
Krzysztof eru íslenskir
ríkisborgarar.
Börn: Ksenia Lilja, f.
2008, og Kira Íris, f. 2014.
Ekaterina
Shvetsova
40 ára Aðalheiður er
Reykvíkingur en býr í
Kópavogi. Hún er vöru-
stjóri dagsferða hjá Kynn-
isferðum og er viðskiptafr.
með meistarapróf í ný-
sköpun og viðskiptaþróun.
Systkini: Vigdís, f. 1977,
Lára, f. 1987, og Melitta, f.
2009.
Foreldrar: Guðmundur
Þór Þórðarson, f. 1948,
uppfinningamaður, Vigdís
Ósk Sigurjónsdóttir, f.
1954, bús. í Rvík.
Aðalheiður Ósk
Guðmundsdóttir
30 ára Jón Þór er Dalvík-
ingur en býr á Akureyri.
Hann er sjómaður á skip-
inu Berlín hjá DFFU.
Systkini: Bylgja Gunnur,
f. 1987, Lísa Rún, f. 1992,
Ingi Þór, f. 1995, og Arn-
þór Ási, f. 2010.
Foreldrar: Arngrímur
Jónsson, f. 1960, véla-
maður hjá Íslenskum að-
alverktökum, bús. í Vog-
um á Vatnsleysustr., og
Guðný Gunnlaugsdóttir, f.
1964, bús. á Akureyri.
Jón Þór
Arngrímsson