Morgunblaðið - 27.12.2018, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2018
Álfabakka 12, 109 Reykjavík • s 557 2400 • bjorg.is • Opið virka daga kl. 8-18
Dúkar, servíettur,
viskastykki, dýnuhlífar
& lök, sloppar & inniskór,
handklæði & þvottapokar.
Vörur fyrir heimili, veitingahús,
hótel og sjúkrastofnanir.
Kristnir menn um víða veröld fögnuðu fæðingu frels-
arans í vikunni. Sinn er siður í landi hverju og misjafnt
hve fyrirferðarmikið fagnaðarerindið er innan um
neysluna og annan jólafögnuð.
Víða voru kirkjur þó vel sóttar og söfnuðust tugþús-
undir til að mynda saman á Péturstorginu í Róm til að
hlýða á páfa flytja jólaávarp sitt, Urbi et Orbi. Sam-
kennd er einnig mörgum ofarlega í huga á þessum árs-
tíma og nýta margir hátíðina til að huga að þeim sem
minna mega sín. alexander@mbl.is
AFP
Söguleg Fæðingarkirkjan í Betlehem stendur þar sem kristnir telja Jesú-
barnið hafa fæðst. Þar er elsti samfelldi tilbeiðslustaður kristinna manna.
Kirkjan hefur staðið í núverandi mynd frá tímum Jústiníusar keisara á 6.
öld. Kaþólskur biskup Jerúsalemborgar þjónaði fyrir altari á aðfangadag.
Vatíkanið Frans páfi ávarpaði heimsbyggðina af svölum Péturskirkjunnar, einu sinni sem oftar, á jóladag. Inntakið
í ræðu páfa var ákall um bræðralag allra manna óháð þjóðerni, menningu, hugmyndafræði eða trú.
Jólunum fagnað um allan heim