Morgunblaðið - 27.12.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.12.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2018 Töfrar eldamennskunnar byrja með Eirvík Eldhúsið er ekki bara herbergi, heldur upplifun Við hjá Eirvík trúum því að eldhúsið sé hjarta heimilisins. Innanhússarkítektar og sérfræðingar í heimilistækjum keppast við að hanna hágæða eldhús sem standast tímans tönn, með virkni, gæði og sveigjanleika að leiðarljósi. Eldhúsið er fjárfesting til framtíðar - tryggðu þér raunveruleg gæði á hagstæðu verði. Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15 Átta ára innflytjendapiltur frá Gvatemala lést aðfara- nótt þriðjudags eftir að hafa greinst með háan hita. Drengurinn var handsamaður ásamt föður sínum 18. desember síðastliðinn í El Paso í Texas eftir að þeir höfðu komið ólöglega inn í Bandaríkin á landamær- unum við Mexíkó. Vörður tók eftir sjúkdómseinkennum hjá drengnum á mánudagsmorgun og var hann færður undir lækn- ishendur. Drengurinn var greindur með kvef og gefið parasetamól, og síðar sýklalyf og íbúprófen þegar hann mældist með 39,4°C hita. Þegar leið á kvöldið virtist drengurinn rænulítill og var fluttur aftur á sjúkrahús en kastaði upp og missti meðvitund á leiðinni, að því er BBC greinir frá. Ekki tókst að koma drengnum aftur til meðvitundar og lést hann skömmu eftir miðnætti. Fyrr í mánuðinum lést annað barn sem komið hafði ólöglega til Bandaríkjanna. Jakelin Caal var sjö ára gömul og einnig frá Gvatemala. Landamæraverðir stöðvuðu för stúlkunnar og föður hennar í El Paso og þar lést hún á spítala 8. desember af völdum hás hita sem olli hjartaáfalli, bólgu í heila og lifrarbilun. Jakelin var borin til grafar á jóladag í heimabæ sín- um San Antonio Secortez í Gvatemala en faðir hennar er enn í haldi í Bandaríkjunum. ai@mbl.is Annað barn deyr í vörslu landamæravarða í desember AFP Leiðarlok Ástvinir kveðja Jakelin Caal litlu, sem fékk hita og lést í miðstöð fyrir ólöglega innflytjendur í Texas. Vladimír Pútín Rússlandsforseti greindi frá því á miðvikudag að her landsins mundi á næsta ári taka í notkun nýja gerð skotflauga sem gætu borið kjarnaodd og ómögulegt yrði að stöðva með hefðbundnum eldflaugavarnarkerfum. Skot- flaugin, sem fengið hefur nafnið Avangard, getur ferðast á marg- földum hljóðhraða, og á auðveldlega að geta breytt um stefnu á flugi til að forðast varnarbúnað. ai@mbl.is Rússar smíða kjarnorkuflaug sem nær margföldum hljóðhraða AFP Sprengja Pútín fylgdist með prófun á Avangard-flaug fyrr í vikunni. RÚSSLAND Leit að eftirlifendum stendur enn yfir í Banten- og Lampung-héraði í Indónesíu þar sem flóðbylgja skall á á laugardag. Á miðvikudag var stað- fest að 430 manns hefðu látið lífið í hamförunum og að a.m.k. 159 væri enn saknað. Þá eru nærri 1.500 slasaðir og um 21.000 manns hafa þurft að yfir- gefa heimili sín vegna þeirra skemmda sem flóðbylgjan olli og vegna hætt- unnar á annarri flóðbylgju. Mikið úrhelli hefur verið á svæðinu undanfarna daga og gert björg- unarsveitum erfitt um vik að athafna sig og koma vinnuvélum á vettvang. Að sögn Reuters þykir núna ljóst að flóðbylgjan hafi stafað af risaskriðu neðansjávar. Á svæði á stærð við 90 knattspyrnuvelli að hafa runnið af stað og framkallað fimm metra háa flóðbylgju sem skall á ströndinni 24 mín- útum síðar. Kerfi sem vara átti við mögulegum flóðbylgjum fór ekki af stað þar sem skriðan greindist ekki á jarðskjálftamælum. ai@mbl.is Úrhelli hamlar björgunarstarfi AFP Áfall Stúlka ber eigur sínar burt úr rústum heimilis síns á flóðbylgjusvæðinu. INDÓNESÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.