Morgunblaðið - 27.12.2018, Síða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2018
✝ Henry ÁgústÅberg Er-
lendsson fæddist á
Jaðri í Vest-
mannaeyjum 15.
nóvember 1946.
Hann andaðist á
sjúkrahúsi á Spáni
8. desember 2018.
Henry var sonur
hjónanna Helgu
Åberg, f. 10.10.
1925, d. 22.11.
2005, og Erlends Eyjólfssonar,
f. 23.11. 1919, d. 28.12. 2000.
Hann átti tvær systur; Jónasínu
Þóru, f. 14.12. 1947, d. 25.1.
1948, og Jónasínu Þóru (Þóra),
f. 13.6. 1950, d. 20.7. 2013.
Henry kvæntist Þóru Sigríði
Sveinsdóttur, f. 27.9. 1948, hinn
kelsdóttur, f. 23.7. 1998. 2)
Helga Åberg, f. 7.10. 1970, bú-
sett í Vestmannaeyjum. Hún er
gift Ólafi Gunnarssyni og eiga
þau þrjár dætur, Þóru Fríðu
Åberg, f. 7.9. 1994, í sambúð
með Kristjáni Inga og eiga þau
tvær dætur, Emelíönu, f. 2015,
og Adríönu, f. 2018, Henriettu
Åberg, f. 29.12. 1997, og Arí-
önnu Ósk Åberg, f. 28.5. 2003.
Ólafur átti son úr fyrra sam-
bandi, Stefán Frey, f. 9.11.
1990. 3) Arnþór, f. 10.5. 1976,
búsettur í Reykjavík. Hann á
einn son, Henry Mána, f. 24.4.
2004.
Henry Ágúst lauk meistara-
námi í ketil- og plötusmíði, sem
er í dag skipasmíði. Henry var
með eigin rekstur meirihluta
starfsævinnar. Var hann einn af
stofnendum hljómsveitarinnar
Loga frá Vestmannaeyjum.
Útför hans fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
í dag, 27. desember 2018, og
hefst athöfnin klukkan 14.
19. nóvember 1967.
Þóra Sigga, sem
lifir mann sinn, er
dóttir hjónanna
Aðalheiðar
Maggýjar Péturs-
dóttur húsmóður
og Sveins Hjörleifs-
sonar skipstjóra.
Börn Henrys og
Þóru Siggu eru: 1)
Sveinn, f. 25.2.
1968, búsettur í
Reykjavík. Hann er kvæntur
Kristi Jo Kristinsson. Á hann
með fyrri eiginkonu Ívar, f.
19.5. 1997, og með Kristi Jo
Þóru Sigríði, f. 26.9. 2007. Hann
á tvö uppeldisbörn, Guðbjart
Þorkel Rúnarsson, f. 26.12.
1996, og Önnu Kristínu Hrafn-
Elsku pabbi, það er svo erfitt
að sitja hér og skrifa minning-
argrein um þig en ég veit að núna
að nú líður þér vel. Ég sakna þin
svakalega mikið en núna veit ég
að amma, afi og systur þínar tóku
vel á móti þér. Ég á erfitt með að
sofa því ég er alltaf að bíða eftir
að heyra í þér labba inn ganginn
uppi í bústað og bíð eftir að vakna
upp úr draumi og hitta þig, en ég
veit að það er ekki að fara að ger-
ast.
Í dag, 22. desember, komst þú
til Íslands með millilendingu í
Danmörku þangað sem þú átt
ættir þínar að rekja. Við sitjum
hér og rifjum upp góðu tímana
sem við höfum átt saman heima í
eyjum, uppi í bústað og úti á
Spáni þar sem þú elskaðir að
vera. Við erum að fara að búa til
rækjukokkteilinn sem þú gerðir
alltaf, vonandi verður hans eins
góður hjá okkur. Nú get ég ekki
hringt og spjallað við þig á hverj-
um degi og ég hugsa þá til þín á
hverjum degi en þetta er svo
sárt, ég sakna þín svo mikið,
elsku pabbi. Góða ferð en við hitt-
umst aftur þegar minn tími
kemur.
Við geymum allar góðu stund-
irnar okkar og rifjum þær upp á
erfiðum tímum.
Þín dóttir
Helga Åberg.
Jæja vinur, þá ertu farinn í
þína síðustu ferð í þessu jarðlífi
og þarft ekki oftar á startköpl-
unum að halda og nú er tímabært
að segja „Henrý heitinn“. Þær
urðu nú þó nokkrar ferðirnar
sem við félagarnir í Logum fór-
um saman og margar eru
ógleymanlegar.
Sá tími sem við vorum saman í
Logum var frábær, þú varst nú
hljómsveitarstjórinn í bandinu og
sást um alla hluti.
Mér er sérstaklega minnis-
stæð ferðin til Costa del Sol árið
1971. Siggi á Háeyri sá til þess að
við færum í þessa ferð og áttum
að spila á Spáni sem við og gerð-
um. Við spiluðum á diskótekinu
Barbarella og Kalli Guðmunds
eftirherma skemmti líka. Ég man
vel eftir þessu kvöldi, manstu, þú
varst í hvítum buxum og fórst
upp á bassaboxið og það varð
smá slys þegar þú hoppaðir nið-
ur. Eins þegar við spiluðum í
Coin, held ég að það þorp hafi
heitið. Engir túristar þar og þeg-
ar við fengum okkur að borða á
svæðinu sem útihátíðin var, þá
heyrði maður þegar verið var að
aflífa kjúllana og þeir komu á
diskana illa reyttir. Þú varst að
byrja að borða þegar risa fluga
flaug á vegginn við hliðina á
borðinu svo glumdi í og datt rot-
uð við hliðina á disknum. Þá
misstir þú lystina og þurfti nú oft
ekki mikið til þess.
Það eru nú ekki margir sem
geta státað af því að láta Herjólf
bakka tvisvar aftur að bryggju
eftir að hafa lagt af stað, en það
gerðir þú þegar sumir voru of
seinir um borð þegar við vorum
að leggja af stað á Spán og þegar
ég fór heim á Selfoss yfir jólin og
þurfti að mæta aftur á annan í
jólum til að spila í Höllinni, en
það var ófært fyrir flug og enginn
Herjólfur. En þú reddaðir því
auðvitað, þú hringdir í Andra
Heiðberg þyrluflugmann og
fékkst hann til að fljúga með mig
til Eyja á lítilli þyrlu. Það var
snarvitlaust veður og við gátum
lent í skjóli við flugturninn.
Svona varst þú Henrý minn,
sást til þess að allt gengi upp.
Það var alveg sérstaklega gott
og ljúft að spila með þér, þú varst
alveg dúndurgóður bassaleikari
og við náðum alveg sérstaklega
vel saman, við vorum sem einn
maður, litum aðeins hvor á annan
og vissum alveg hvað gera þurfti
til að vera bestir. Það er nefni-
lega svo, að trommur og bassi
eru bandið, svo einfalt er það nú.
Kæri vinur, ég veit að þú hittir
eða ert búinn að hitta Þór Valtýs
vin okkar og rótara og skilar
kveðju til hans frá mér og svo
eins og oft var gantast með,
„Rolling Stones fyrs“. Þá styttist
í að þú hittir goðin okkar þar líka.
Takk fyrir allt, vinur, ég votta
Þóru Siggu og fjölskyldu samúð
mína.
Ólafur Bachmann, Selfossi.
Fallinn er frá vinur og sam-
starfsfélagi, Henry Erlendsson
bassaleikari Loga frá Vest-
mannaeyjum. Við Henry höfum
spilað saman í Logum frá árinu
1967. Henry átti frumkvæði að
því að fá mig til liðs við Loga. Við
þekktumst auðvitað fyrir, allir
þekktu alla í Eyjum á þessum ár-
um. Henry var heimildasafnari af
guðs náð. Hann sat oft og klippti
greinar út úr alls konar blöðum
um Loga og aðrar hljómsveitir,
hann safnaði öllu fjölmiðlaefni
um Loga. Erfiðast var að fá sjón-
varpsupptökur, því höfundar-
réttarákvæði Sjónvarpsins voru
ströng.
Frændi Henrys var dagskrár-
stjóri á RÚV og leitaði hann til
hans um upptökurnar. „Því mið-
ur Henry minn, það er búið að
fleygja þessu.“ Þegar Hrafn
Gunnlaugsson varð dagskrár-
stjóri sá Henry sér leik á borði,
vel málkunnugur Hrafni, og bar
upp sama erindi. „Ekkert mál
Henry minn, þú mátt sækja
VHS-spólu til mín klukkan hálf-
sex á morgun.“ Hrafn var ekki
viðlátinn þann dag, en Henry vís-
að inn til framkvæmdastjóra sem
sat brúnaþungur við skrifborð
sitt og var tregur til að láta þetta
af hendi. Henry fékk samt spól-
una með fyrirvörum um höfund-
arrétt. Henry sat á þessu efni í
tvö ár, þegar hann loksins þorði
að fjölfalda það handa okkur.
Hrafn var rekinn úr starfi klukk-
an hálffimm þennan dag. Hvort
brottreksturinn var út af þessari
spólu vissum við ekki.
Það er varla til það samkomu-
hús á Íslandi sem hljómsveitin
tróð ekki upp í. Hljómsveitin spil-
aði á Spáni árið 1971 fyrir Ingólf í
Útsýn og svo var spilað víðar um
Spán í nokkrar vikur eftir það. Sá
tími hefur alltaf verið ofarlega í
minningu okkar.
Eitt af síðustu stóru verkefn-
unum var í janúar 2015 á Eyja-
tónleikum í Hörpu með öðrum.
Ári áður, á 50 ára afmælinu, buðu
Logar Vestmanneyingum á tón-
leika á goslokum í gömlu Höllina
(Betel). Henry hugsaði alltaf:
„The show must go on“, hvort
sem hljóðfæri var „rótað“ á
gúmmítuðrum eða dísillyfturum
til að spila undir Löngu. Henry
var með lausnir alls staðar.
Nokkrum árum fyrir 50 ára af-
mælið var hljómsveitin með við-
burð á goslokum, þar sem heiðr-
uð var minning Gölla, sem sungið
var um á fyrstu plötu Loga.
Hljómsveitin gaf legstein á gröf
hans. Í kirkjugarðinn mættu
1.500 manns, sóknarpresturinn
flutti ávarp og Logar fluttu
Minning um mann. Mögnuð
stund og falleg. Þetta verkefni
var Henry mjög kært og átti
hann einn hugmyndina að þessu.
Samband okkar Henrys var
náið og einlægt, þótt ekki hitt-
umst við oft utan hljómsveitar-
innar, en töluðum þess oftar sam-
an í síma. Vináttan bara dýpkaði
með árunum. Þrátt fyrir slaka
heilsu hin síðari ár kvartaði hann
aldrei. Undir mjúku og blíðu
skelinni var harður nagli, sem
með ósérhlífni leysti sín verkefni
fumlaust. Ég heimsótti þau hjón
Henry og Þóru Siggu á Spáni sl.
vor, þar sem þau bjuggu meiri-
hluta ársins. Áttum þar gæða-
stundir.
Kæri besti vinur, þín er sárt
saknað. Þú varst traustur hlekk-
ur í vinakeðjunni og passaðir vel
upp á vinskapinn alla tíð. Við
höldum svo áfram síðar hinum
megin.
Sendi Þóru Siggu, Helgu,
Sveini, Arnþóri og öðrum ætt-
ingjum innilegar samúðar-
kveðjur.
Guðlaugur Sigurðsson.
Henry Ágúst
Åberg Erlendsson
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Sigrún Óskarsdóttir,
guðfræðingur
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Vegna skertra rekstrarframlaga til kirkjugarða verður
afgreiðslutími skrifstofu Kirkjugarða Reykjavíkur-
prófastsdæma í Gufuneskirkjugarði styttur um
helming frá 2. janúar 2019.
Frá og með nýju ári verður skrifstofa KGRP í Gufunes-
kirkjugarði opin frá klukkan 9 til 13 alla virka daga.
Styttur opnunartími skrif-
stofu í Gufuneskirkjugarði
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir
Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi
og langafi,
SKÚLI GUNNLAUGSSON
Miðfelli 4, Hrunamannahreppi,
sem lést 16. desember, verður jarðsunginn
frá Skálholtskirkju föstudaginn
28. desember klukkan 13.
Sigríður Skúladóttir Bjarni Ásgeirsson
Grétar G. Skúlason Elísabet Sigurðardóttir
Móeiður Skúladóttir Sigurður Baldvinsson
Svanhildur Skúladóttir
Herdís Skúladóttir
Hildigunnur Skúladóttir Pálmi Pálsson
Kristjana Skúladóttir Freyr Ólafsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,
SIGURJÓN JÓNSSON,
vélvirkjameistari,
Austurströnd 12,
Seltjarnarnesi,
lést í faðmi fjölskyldunnar sunnudaginn 16.
desember. Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Aðalheiður S. Sveinsdóttir
Ásta M. Sigurjónsdóttir Valdimar Eggertsson
Hörður Sigurjónsson Randi Stina Rohr
Jón Sigurjónsson
Hreinn Sigurjónsson Hanna Erlingsdóttir
Aðalheiður Sigurjónsdóttir Erlendur J. Ólafsson
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna
andláts og útfarar eiginkonu minnar,
móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÞÓRU G. HELGADÓTTUR,
Víkurbraut 15,
Keflavík.
Hjartans þakkir til starfsfólks Hlévangs og heimahjúkrunar sem
önnuðust hana af virðingu og alúð. Guð blessi ykkur öll.
Njáll Skarphéðinsson
Hrafnhildur Njálsdóttir Björn S. Pálsson
Skarphéðinn Njálsson Jónína S. Birgisdóttir
Kristín Gyða Njálsdóttir Valdimar Birgisson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Hagaseli 38,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans
laugardaginn 15. desember.
Stefán Baldvinsson
Guðjón Örn Stefánsson Sigrún Gröndal
Baldvin Trausti Stefánsson Hilma Einarsdóttir
Hrafnhildur G. Stefánsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
SÓLVEIG KRISTINSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum við Hringbraut,
föstudaginn 21. desember.
Guðmundur Konráð Einarss.
Helga Einarsdóttir
Kristín Andrea Einarsdóttir Jóhann Ingibergsson
Berghildur Ýr Einarsdóttir Haukur Einarsson
Ásdís Erla Jóhannsdóttir, Sigrún Björk Jóhannsdóttir
Einar Aron Hauksson, Hilmir Nói Hauksson
Birkir Ísak Hauksson