Morgunblaðið - 27.12.2018, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.12.2018, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2018 HOLMEGAARD Kampavínsglös 32 cl Verð 2.190,- stk. + Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is Kampavínglösin fást hjá okkur + + IITTALA ULTIMA THULE Kampavínsglös 18 cl Verð 6.450,- 2.stk. RITZENHOFF Kampavínsglös 20 cl Verð 2.550,- stk. IITTALA ESSENCE Kampavínsglös 21 cl Verð 4.750,- 2.stk. ICQC 2018-20 Yfir 50 þúsund manns hafa skrifað undir yfirlýsingu þess efnis að fyrirtækið Disney hafi gerst sekt um nýlendustefnu og þjófnað með því að fá einkarétt á því að nota setninguna „hakuna matata“ sem margir kannast við úr teiknimynd- inni Lion King, Konungi ljónanna, á ýmsan varning sinn. Orðin tvö þýða „ekkert vandamál“ og eru úr sva- hílí, tungumáli sem talað er í Kenía, Tansaníu, Úganda og Lýðveldinu Kongó. Í yfirlýsingunni er Disney beðið að afnema einkaréttinn sem það sótti um vegna endurgerðar á Kon- ungi ljónanna sem sýnd verður næsta sumar. Setningin varð upp- haflega fleyg árið 1982 í vinsælu lagi kenísku hljómsveitarinnar Them Mushrooms, „Jamob Bwana“, eða „Halló, herra“. 12 ár- um síðar varð hún hins vegar heimskunn í Konungi ljónanna og síðar var gerður söngleikur eftir teiknimyndinni. Lagið í teikni- myndinni, „Hakuna matata“, sömdu Elton John og Tim Rice. Vandamál Úr Konungi ljónanna þar sem finna má lagið „Hakuna matata“. Disney sakað um nýlendustefnu og rán Mortal Engines er fanta-síubókaflokkur eftirPhilip Reeves sem hef-ur átt miklum vinsæld- um að fagna. Nýlega kom út íslensk þýðing á fyrstu bókinni undir titl- inum Vítisvélar. Fyrsta bókin kom út árið 2001 og vakti athygli fyrir góðan söguheim og varð undir eins lykilrit innan gufupönksins (e. steam-punk). Gufupönk er fagur- fræðileg stefna í myndlist, kvik- myndum, tölvuleikjum, bókmennt- um, tísku o.fl. og gæti í sumum kreðsum flokkast sem lífsstíll. Gufu- pönkið gengur út á framtíðarsýn þar sem öll tækni er hliðræn og gufudrifin, ekki stafræn. Dæmigert gufupönkssögusvið er t.d. að ein- hverskonar heimsendir verði í kringum iðnbyltinguna, áður en stafræn tækni kemur til sögunnar, og því þróist öll tækni út frá gufu- vélinni. Tæknin í heimi gufupönks- ins er því framsækin og frumstæð á sama tíma. Kvikmyndin Mortal Engines byggist á fyrstu bókinni og gerist í heimi þar sem borgarsamfélög ákváðu að gerast færanleg í kjölfar alheimsstyrjaldar. Borgir eru ekki lengur fastar á sínum stað, heldur keyra þær um slétturnar í risavöxn- um togbeltaborgarvélum sem líkjast skriðdrekum. Þó eru ennþá til svo- kallaðar „kyrrstöðuborgir“ sem eru fastar við jörðina og ríkir mikil fjandsemi milli þeirra og togbelta- borganna. Stærstu borgirnar haga sér líka eins og nýlenduveldi, þær ráðast á lítil þorp og bæi og innlima inn í sína risaborg. Í upphafi mynd- arinnar er grímuklædda aðalhetjan okkar, Hester Shaw (Hera Hilmars- dóttir!) stödd um borð í bæ sem er bölvaður draslaraskrjóður. Friður- inn er úti þegar hin risavaxna Lund- únaborg kemur aðvífandi og gleypir bæinn í sig, með Hester innanborðs. Á meðan á þessu stendur kynnumst við öðrum lykilpersónum. Thaddeus Valentine er nokkurs konar skip- stjóri Lundúna og afar virtur í sam- félaginu. Meðal þeirra sem líta upp til hans er hinn ungi Tom Nats- worthy, sem vinnur á þjóðminja- safni Lundúna. Hann sérhæfir sig í gömlum tæknibúnaði og safnar meðal annars gömlum vopnum. Hann útskýrir fyrir safngestinum Kathrine, dóttur Thaddeusar Val- entine, að undanfarið hafi vopna- búnaður sem hann hefur í vörslu sinni verið að hverfa með dular- fullum hætti, sem veit svo sannar- lega ekki á gott. Skömmu síðar verður ljóst að Hester á harma að hefna gegn Thaddeusi Valentine, sem er ekki allur þar sem hann er séður. Hinn saklausi Tom flækist inn í þetta allt saman og hann og Hester neyðast til að taka höndum saman til að berjast gegn hinum ýmsu ógnar- öflum. Þetta allt saman gerist á byrjun- araugnablikum myndarinnar. Það eru sífelldar vendingar í sögunni og það gengur heilmikið á. Fyrir vikið er myndin afar spennuþrungin en þetta sífellda hopp milli æsilegra at- riða er oft aðeins of mikið af því góða. Til þess að magna upp spennu er nauðsynlegt að tóna hana niður inni á milli. Handritið er raunar ekki nógu gott. Samtöl milli persóna eru oft í miklum útskýringartón og hafa litla skáldlega vigt. Vegferð hetjanna er líka ansi tilviljana- kennd, fólk er alltaf á sama stað á sama tíma að því er virðist af ein- skærri tilviljun, sem reynir ansi mikið á trúverðugleikann. Þá er mikið stuðst við endurlit, til að út- skýra enn frekar, sérstaklega bak- sögu Hester Shaw. Endurlit eru ágæt til síns brúks en hér eru þau of algeng og hálfhallærislega útfærð, með melódramatísku undirspili, hægmyndum og draumkenndri myndvinnslu. Í Mortal Engines er farið á mis við ýmis tækifæri. Hér er ansi spennandi persónugallerí, margar persónur vekja forvitni en þeim er fæstum gerð góð skil. Þær eru nokkuð flatneskjulegar og einfaldar. Illmennið Thaddeus Valentine hefði til dæmis mátt fá meira vægi, áhorf- endur fá litlar upplýsingar um hvers vegna hann hóf feril sinn sem vondi kall. Helstu undantekningarnar eru Anna Fang og Hester Shaw. Anna Fang, byltingarleiðtogi úr röðum kyrrstöðusinna, er óhemjusvöl per- sóna og vel leikin af Jihae. Hester Shaw er flóknasta og áhugaverðasta persónan í myndinni, og Hera Hilmarsdóttir á hrós skilið fyrir túlkun sína á henni. Það er vitaskuld meiriháttar árangur að landa aðalhlutverki í svo risavaxinni framleiðslu og þetta á vísast eftir að opna fleiri dyr fyrir Heru. Mortal Engines líður fyrir dæmigert hand- rit og letilega persónusköpun. Margt hefði mátt gera betur og myndin er ekki af sama gæðaflokki og myndir af svipuðu tagi eins og Hungurleikarnir og Stjörnustríð. Það má samt alveg hafa gaman af henni, á köflum er hún mjög spenn- andi, búningarnir eru skemmtilegir og sviðsmyndin fín, þótt tæknibrell- ur og myndvinnsla séu í meðallagi. Ég efast þó ekki um að myndin eigi eftir að falla í kramið meðal margra yngri áhorfenda sem hafa gaman að ævintýramyndum. Af þorpsskrjóðum og borgardrossíum Vítisvélar Líður fyrir dæmigert handrit og letilega persónusköpun. Margt hefði mátt gera betur að mati rýnis en Hera stendur sig þó vel í aðahlutverkinu. Laugarásbíó, Háskólabíó, Smárabíó, Borgarbíó og Sam- bíóin Egilshöll og Álfabakka Mortal Engines bbmnn Leikstjórn: Christian Rivers. Handrit: Fran Walsh, Philippa Boyens, Peter Jackson. Kvikmyndataka: Simon Raby. Klipping: Jonathan Woodford-Robinson. Aðalhlutverk: Hera Hilmarsdóttir, Ro- bert Sheehan, Hugo Weaving, Jihae, Leila George. 128 mín. Bandaríkin, 2018. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.