Morgunblaðið - 27.12.2018, Side 12

Morgunblaðið - 27.12.2018, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2018 • Gamli lykillinn virkar áfram • Vatns- og vindvarinn Verð: 39.990 kr. LYKILLINN ER Í SÍMANUM Lockitron Bolt gerir snjallsímann þinn að öruggum lykli til að opna fyrir fjölskyldu, vinum eða öðrum gestum þegar þér hentar og hvaðan sem er. Þægilegt og öruggt. Þú stjórnar lásnum og fylgist með umgengni í símanum. Hægt er til dæmis að opna fyrir börnunum eða iðnaðarmönnum tímabundið án þess að fara heim eða lána lykil. Lockitron Bolt snjalllásinn fæst í Vélum og verkfærum. Sölumenn okkar taka vel á móti þér. Nú þegar áramótin nálgastverður okkur tíðrætt umáhættuna sem skapast um áramót vegna notkunar á flug- eldum. Bæði er um að ræða hættu á alvarlegum slysum en ekki síður af mikilli mengun. Umræða um þessa áhættu er síður en svo bund- in við Ísland og eru flugeldar bann- aðir víða. Mörg okkar eru viðkvæm fyrir breytingum á loftgæðum og finna fyrir einkennum til dæmis frá lungum. Það á einkum við þá sem þjást af langvinnum lungnasjúk- dómum eins og lungnaþembu eða astma. Þá eru margir með skerta sjón, heyrn eða hreyfigetu og eiga því hugsanlega erfiðara með að forðast slys þegar eldur er borinn að flugeldum. Einnig er meðhöndl- un flugelda undir áhrifum vímu- gjafa varhugaverð vegna skertrar athygli þar sem slysahætta eykst. Langt yfir heilsuverndarmörkum Mengunin um áramót er mikil og margföld á við svifryksmengun aðra daga. Samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands er svifryksmengun í Reykjavík um áramótin um 500 míkrógrömm á rúmmetra þegar við skjótum upp flugeldum sem alla jafna er yfir 600 við brennur lands- ins. Allt yfir 50 míkrógrömm á rúmmetra er yfir heilsuverndar- mörkum. Í svifryki geta einnig ver- ið þungmálmar líkt og blý, kopar, sink og króm en þungmálmar í miklu magni eru ekki heppilegir heilsu manna. Fjölmargir lungnasjúklingar leita á bráðamóttökur og á heilsugæsl- una um og eftir hver áramót vegna einkenna svifryksmengunar. Talið er að 5-10% landsmanna séu með lungnasjúkdóm sem er viðkvæmur fyrir svifryksmengun. Mengunin um áramót er það mikil að hún hef- ur áhrif að frískt fólk getur fundið fyrir áhrifum á öndunarfærin. Þetta er mikil umhverfisvá sem taka ber á. Þetta má líta á sem heilsuvernd og því þurfum við að taka á þessu máli án tafar. Á vef Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar kemur fram að stofnunin telur að loftmengun utan- dyra leiði 3,8 milljónir manna í heiminum til dauða árlega. Því smærri sem agnirnar séu þeim mun lengra niður í lungun fari þær og geti verið skaðlegri. Því eru lungun fyrst útsett þegar loftmengun eykst. Einnig er langvarandi meng- un talin geta leitt til hjarta- og æðasjúkdóma og hafa vísindamenn áhyggjur af minni fæðingarþyngd barna. Áfengi og flugeldar eiga ekki saman Samfara almennri flugeldanotkun fylgir mikið rusl og mengun, til dæmis er hávaðamengunin mikil sem getur haft áhrif á heyrn. Í reglugerð um skotelda, nr. 414/ 2017, er kveðið á um takmörkun á notkun þeirra. Þar eru skoteldar flokkaðir niður í fjóra flokka sem segir til um leyfi og notkunar- reglur. Nauðsynlegt er að kynna sér þessar reglur vel og er það mikilvægt heilsu okkar vegna að takmarka enn fremur notkun flug- elda þegar til lengri tíma er litið. Flugeldaslys eru algeng. Orðið hafa dauðaslys á Íslandi sem og í öðrum löndum sem rekja má til flugelda. Bruni og augnslys með varanlegum áverkum koma fyrir. Það er mikilvægt að reyna að koma í veg fyrir slys af öllum toga. Best er að nota ekki flugelda en ef við notum þá ber að:  hugsa vel um börnin okkar. Slys verða frekar hjá ungu fólki og börnum, sérstaklega drengjum,  huga vel að þeim stað sem skotið er af,  nota hlífðargleraugu,  fylgja leiðbeiningum,  hafa í huga að áfengi og flug- eldar eiga ekki saman,  vernda gæludýrin okkar,  huga að viðkvæmum ein- staklingum  hafa í huga að fólki sem er við- kvæmt í lungum ber að halda sig innandyra á meðan mesta meng- unin er. Notkun flugelda verði betur stýrt Það er öllum ljóst að notkun flugelda er í óhófi á Íslandi og hún hefur neikvæð áhrif á heilsu fólks. Um það efni er fjallað í nýlegri grein í Læknablaðinu sem ber yfir- skriftina Mengun af völdum flug- elda og áhrif á lungnaheilsu Íslend- inga (12. tbl. 102 árgangur 2018). Þar skrifa þau Gunnar Guðmunds- son lungnalæknir‚ Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor í umhverfis- verkfræði í Háskóla Íslands, og Þröstur Þorsteinsson, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði‚ um áhættuna af svifryksmenguninni og leggja til þá góðu hugmynd að stýra betur notkun flugelda t.d. með sýningum á vegum sveitar- félaga í stað núverandi fyrirkomu- lags. Þar sem notkun flugelda er enn leyfileg þurfum við að fara eins var- lega með þá og kostur er. Göngum því varlega um gleðinnar dyr, forð- umst slysin og drögum úr mengun okkur öllum til hagsbóta til skamms og langs tíma. Við heilsuvanda eða ef áhyggjur koma er hægt að hringja í símann 1700 þar sem hjúkrunarfræðingar svara allan sólarhringinn og geta aðstoðað eða vísað á réttan stað. Heilsugæslustöðin þín aðstoðar ef á þarf að halda en ef hún er lokuð er hægt að leita á vaktina en á höfuð- borgarsvæðinu er það Læknavaktin í Austurveri í Reykjavík. Við tökum á móti ykkur eða aðstoðum ef á þarf að halda og vísum áfram á sjúkrahús ef þörf er á. Morgunblaðið/Hari Áramót Flugeldaljósin fylla loftið í borginni en allur er varinn góður. Áramótamengunin er mikil og skaðleg Heilsuráð Óskar Reykdalsson, sérfræðingur í heimilislækningum og framkvæmdastjóri lækninga Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Mengun Svona var um að litast í hádeginu á nýársdag 2018 í Reykjavík. Grátt mengunarský lá yfir og ljóst mátti vera að reykur frá brennum og flugeldum skapaði skaðlegt ástand sem flestir eru nú sammála um að taka verði á. Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Fallegt var að líta til himins um jól- in þegar tungl var fullt og létt- skýjað. Með endurkasti frá sólu brá tunglið birtu vítt yfir landið svo vel þess virði var að staðnæmast og virða dýrðina fyrir sér. Það gerði blaðamaður Morgunblaðsins sem var á Mosfellsheiði síðdegis á Þor- láksmessu þegar hann tók myndina hér að ofan. Á líðandi ári var tungl- ið fullt alls þrettán sinnum, en 2019 gerist slíkt tólf sinnum. „Það verður alveg sérstaklega fallegt um að litast á nýárdags- morgun þegar tunglið verður ná- lægt Venusi á morgunhimninum,“ segir Sævar Helgi Bragason stjörnufræðingur í samtali við Morgunblaðið. Nýtt tungl á himni kemur næst fram hinn 6. janúar kl. 1.29 að nóttu og verður fullt aðfaranótt 21. janúar kl. 5.17. Því svo fylgir tungl- myrkvi sömu nótt sem hefst klukk- an 2.37, nær hámarki klukkan 5.12 og lýkur klukkan 7.48. Þetta er eini almyrkvi á tungli sem sést frá Ís- landi árið 2019 og fyrsti almyrkv- inn sem sést frá Íslandi síðan 28. september 2015. Myrkvinn 21. jan- úar er jafnframt fyrri tunglmyrkv- inn af tveimur á árinu, en 16. júlí verður deildarmyrkvi ekki sést á Ís- landi. sbs@mbl.is Tunglið verður nærri Venusi á nýársdagsmorgun Máninn brá birtu vítt yfir landið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Máninn Horft til himins af Mosfellsheiði á Þorláksmessu. „Stóð ég úti í tunglsljósi,“ þýddi listaskáldið Jónas Hallgrímsson í ljóðinu Álfareiðin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.