Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2018, Blaðsíða 38
Hver er hinn seki?
Den skyldige bbbbn
„… handritshöfundar afhjúpa sannleikann í mátulegum skömmtum og beina athygli áhorfandans
listilega frá honum þegar þörf er á.“ HSS
Útey 22. júlí bbbbn
„… sterk áminning um þann hrylling, sem hryðjuverkamenn á valdi haturs og öfga hverju nafni
sem þær nefnast geta látið af sér leiða.“ KB
Í greipum ógnarverksins í Útey
Dauði Stalíns bbbbm
„… hin fínasta gamanmynd, sér í lagi fyrir þá sem hafa gaman af
svörtum húmor eða fólk sem hefur áhuga á sögu Sovétríkjanna og
20. aldarinnar.“ SGS
Kankvísir Kremlverjar
A Star Is Born bbbbm
„... falleg, skemmtileg, sorgleg og dramatísk og þó að hér sé auð-
vitað sama gamla sagan á ferðinni, bókstaflega, er það saga sem á
alltaf erindi við áhorfendur.“ HSS
Stjörnuskin og -hrap
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.12. 2018
LESBÓK
Kvikmyndir ársins
Margar framúrskarandi kvikmyndir voru sýndar á árinu 2018. Einn af kvikmyndagagnrýnendum Morgunblaðsins, Helgi Snær
Sigurðsson, valdi tíu – og nokkrar til viðbótar – af þeim bestu sem frumsýndar voru hér á landi á árinu og gagnrýndar í blaðinu.
Kona fer í stríð bbbbb
„Kvikmyndatakan er frábær, handritið er svakalega vandað og tónlistin er dásamleg, allt við
kvikmyndina er í raun til fyrirmyndar.“ BH
Ævintýraleg upplifun
A Gentle Creature bbbbm
„Kvikmyndatakan er stórkostleg, í orðsins fyllstu
merkingu, endurtekið lá við að ég gripi andann á lofti, ég
var svo hrifin.“ BH
Veran blíða
Mæri bbbbn
„… spurningin um hver Vore og Tina séu og hvað
verði um þau heldur manni föngnum frá upphafi til
enda.“ HSS
Hver eru þau?
Roma bbbbb
„… höfundur einsetur sér að gera klassíska lista-stórmynd. Hún er uppfull af milljón-dollara mó-
mentum sem fá áhorfendur til að grípa andann á lofti.“ BH
Vinátta kvenna
Loveless bbbbm
„Straumurinn er þungur og drunginn alltumlykjandi, magnaður
upp af listilegri kvikmyndatöku [...] útsýni út um regnvotan glugga
segir meira en þúsund orð.“ HSS
Í ástlausum heimi
Cold War bbbbn
„Frá fyrstu mínútu er ljóst að mikil bíóveisla er fram-
undan, myndin er tekin í svarthvítu og undurfalleg á að
líta.“ HSS
Ást í köldu stríði
OG ÞESSAR LÍKA
Eftirfarandi kvikmyndir
komust einnig á blað
yfir þær bestu á árinu:
The Post, Styx, Suspir-
ia, Mission: Impossible –
Fallout, Lof mér að
falla, Andið eðlilega,
Black Panther, og
Happy End.
GAGNRÝNENDUR
HSS: Helgi Snær Sig-
urðsson, BH: Brynja
Hjálmsdóttir, SGS: Stef-
án Gunnar Stefánsson,
KB: Karl Blöndal.