Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2018, Blaðsíða 41
Umbra útgáfutónleikar í Listasafni Íslands.
bbbbm
Flytjendur: Alexandra Kjeld, Arngerður
María Árnadóttir, Guðbjörg Hlín Guð-
mundsdóttir og Lilja Dögg Gunnarsdóttir
auk Kristófers Rodriguez Svönusonar. 12.
apríl 2018.
Ljóst er að áreynsluleysi, jafnvægi, vinátta og
traust ríkir meðal meðlima bandsins. Hljómbreið
altrödd Lilju Daggar sem og óhvikult fas gefur
Umbru sterk sérkenni. Annað kennimerki er
hljóðfæraleikur Arngerðar Maríu sem spilar á lítið
og fornt, að sögn fágætt, ferðaorgel með angur-
værum hljómi sem og keltneska hörpu. (IB)
Í dagsljósið
Budapest Festival
Orchestra, hljóm-
sveitarstjóri Iván
Fischer, einleikari
Dénes Várjon.
Eldborg í Hörpu.
bbbbb
Verk eftir J.S.
Bach, Beethoven
og Rachmaninoff.
17. janúar 2018.
Einstök sýn Fisch-
ers og nálgun á hvort heldur tónverk eða hljóm, leik-
gleði og leiðsögn, er stórbrotin upplifun líkt og tón-
leikagestir fengu að heyra […] Samheldni og þéttleiki
eru orð sem koma upp í hugann svo gerlegt sé að lýsa
þessum makalaust samhenta anda og bræðralagi […]
Nú er komin á hefð hjá hússtjórn Hörpu að færa
okkur heimsklassahljómsveitir […] hafi þau þakkir
fyrir, að hafa flutt inn til landsins með ærinni fyrirhöfn
stærðarinnar sinfóníuhljómsveit af nánast yfirnáttúru-
legum gæðum sem á sér fáa, ef þá nokkra líka, í heim-
inum! (IB)
Afburðaviðmið
Útgáfutónleikar Víkings Heiðars Ólafssonar
píanóleikara, Eldborg í Hörpu. bbbbb Verk
eftir J.S. Bach og Beethoven. 14. október 2018.
Dagskipunin var öðrum þræði að brjóta á bak aftur
múra, normin, helgisiðina kringum klassíska tónlist og tón-
leika; að undirstrika erindi tónlistar við samtímann, svo úr
varð ein allsherjar alltumlykjandi excel-heimsmynd með
tilheyrandi afleiðum og andhverfum falla svo við reiknings-
skil mátti skilja að tónlist Bachs er ekki klassísk heldur
samtímalist; Bach er stærri en Bach! (IB)
Fríríkið Bach
Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar, einleikari:
Hélène Grimaud á píanó, Stjórnandi: Santtu-
Matias Rouvali. bbbbm
Verk eftir Richard Strauss, Beethoven og
Sibelius. 18. mars 2018.
… man undirritaður ekki í fljótu bragði eftir annarri eins
snerpu. Ofursamtaka strengjahljómurinn var smellandi
þéttur í heilsteyptri gæðablöndun við glampandi lúðralöll
og kliðfagran tréblástur. Hið magnaða samspil krafts og
mýktar var sannarlega fyrirmynd til eftirbreytni og lýsti
norrænum metnaði á heimsmælikvarða …
Þetta var eftirminnileg heimsókn. Þó eyða mætti mörg-
um orðum í nákvæmari útlistun á flutningi Gautaborgar-
anna nægir að segja að túlkun þeirra var stórkostleg. Hvílík
spilamennska – og hvílíkir kostagestir! (RÖP)
Sænskir kostagestir
30.12. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41
Klassískir tónleikar ársins
Gagnrýnendur blaðsins sem fjalla um klassíska tónlist, Ríkarður Örn Pálsson og Ingvar Bates, upplifðu á árinu fjölbreytilegar
óperusýningar og tónleika ólíkra hljómsveita, kóra og flytjenda. Þetta eru viðburðirnir sem þeir telja hafa staðið upp úr.
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands
með Mótettukór Hallgrímskirkju og
einsöngvurunum Christiane Karg og
Sasha Cooke í Eldborg í Hörpu
bbbbb
Sinfónía nr. 2. eftir Mahler. Stjórn-
andi: Osmo Vänskä. 6. júní 2018.
„… frá upphafi [var] auðheyrt að hér fór
ósvikin upplifun af æðstu sort – meistaraverk
í meistarahöndum sem naut sín til botns í
óvenju innlifaðri meðferð hljómsveitar allra
landsmanna, svo verði jafnvel að leita nokkur
ár aftur í tíma eftir öðru eins […] hlust-
endum risu hvað eftir annað hár og sperrtust
eyru í einhverjum stórbrotnasta flutningi sem
ég man eftir í Hörpu, og jafnvel frá síðustu
árum Háskólabíós …
Sem sagt: frábær spilamennska í alla staði.
[…] náðu þær Karg og Cooke að skila
sínu af stakri vandvirkni, og framlag hins
stækkaða Mótettukórs Hallgrímskirkju var
eftirminnilegt fyrir jafnt dulúðugt upphaf sem
sigri hrósandi niðurlag í trúverðri tónun efsta
dags – svo vægt sé til orða tekið. (RÖP)
Meistaraverk í meistarahöndum
Brothers, ópera eftir Daníel Bjarnason. Íslenska óperan í sam-
starfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands og Jósku óperuna. Hljóm-
sveitarstjórn: Daníel Bjarnason. Leikstjórn: Kasper Holten.
Listahátíð í Reykjavík í Hörpu 19. júní 2018. bbbbm
Uppfærslan á Brothers var fyrst og síðast framúrskarandi vel og
fagmannlega flutt í alla staði […] Stórathafnamaðurinn Daníel Bjarnason
er orðinn sér-fenómen í tónlistarheiminum […] Tónlistin í Brothers –
þéttofinn innblásinn vefur, fullur af tjáningu og þján – stendur hæglega
ein og óstudd. Maður eiginlega gapir yfir þessari ótrúlegu framleiðslu,
þessum þroska og afköstum í hæstu hæðum hjá einum manni, og ekki
eldri manni! (IB)
Óperuhelvíti
Sinfóníuhljóm-
sveit Norður-
lands, einsöngv-
arar, Hymnodia,
Kammerkór
Norðurlands og
Barna- og ung-
lingakór Hall-
grímskirkju
fluttu Matteus-
arpassíu eftir J.S. Bach í Hallgríms-
kirkju. bbbbn
Hljómsveitarstjóri: Hörður Áskels-
son. 30. apríl 2018.
Eftir stendur magnþrunginn og eftirminni-
legur viðburður sem […]mun sitja í minningu
margra þeirra sem fylltu Hallgrímskirkju
þennan fagra en tilfinningaþrungna dag. (IB)
Himnaríki á
jörðu
Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands, Eld-
borg í Hörpu.
bbbbm
Verk eftir Bern-
stein, Tsjajkovskíj
og Shostakovitsj.
Einleikari á fiðlu
Sayaka Shoji,
hljómsveitarstjóri
Klaus Mäkelä. 11.
október 2018.
Flutningurinn er án efa meðal þess eftirminni-
legra sem hljómsveitin hefur glímt við í seinni tíð
úr ranni Shostakovitsj.
Hljómsveitarstjórinn ungi hlýtur að teljast sér-
fenómen innan fagsins. Það er með ólíkindum að
einungis 22 ára maður búi yfir jafn mikilli einbeitni
og sjálfstrausti, og kunnáttu til verka líkt og hann
sýndi á tónleikunum… (IB)
Ráðasmiður
finnskur
Kammertónleikar Kammermúsíkklúbbsins í
Norðurljósum í Hörpu. bbbbm
Sigrún Eðvaldsdóttir, Bryndís Halla Gylfa-
dóttir og Domenico Codispoti léku tríó eftir
Brahms og Sjostakovitsj. 18. febrúar 2018.
Það kastaði exótískum tólfum í lokaþættinum um
rússneskt gyðingastef og kraftbirti í senn þrúgandi
kringumstæður almenns samtíma og persónulega
áþján snillingsins undir harðstjórn Stalíns. En líka mús-
íkalska innsýn sem hlaut að heilla alla upp úr skónum í
drífandi innlifun þeirra þremenninga. (RÖP)
Mölur og ryð
Kammer-
tónleikar í
Salnum.
bbbb
Ásdís Valdi-
marsdóttir á
víólu og Mar-
cel Worms á
píanó fluttu
verk eftir
Mendelssohn, Weinberg, Kattenburg og
Sjostakovitsj. 20. janúar 2018.
… innbyggð hljómfegurð hljóðfærisins skil-
aði sér að fullu þetta kvöld í magnaðri tjáningu
Ásdísar, er spannaði nærfellt alla hugsanlega liti
og kenndir með jafnt dramatískri spennu og
snerpu sem syngjandi angurværð, leiftrandi
gáska og nærri draugalegri dulúð … (RÖP)
Sál strengja
og anda