Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2018, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.12. 2018 HEILSA Litið um öxl við áramót. Mörg skref aðbaki á liðnu ári. Flest þeirra gleymd ogþað er erfitt að greina einn dag frá öðr- um nema helst þá þar sem miklir atburðir urðu eða eitthvað alveg einstakt gerðist. Og það er eins með skrefin og ákvarðanirnar. Fæstar þeirra minnisstæðar. Og kannski sem betur fer. Rannsóknir sýna að meðalmaðurinn tekur um 35 þúsund ákvarðanir á dag eða um 2.000 ákvarðanir á hverri klukkustund í vöku. Það væri vont ef maður minntist þeirra allra um áramót. Örlagarík skref En sumar ákvarðanir eru þess eðlis að maður gleymir þeim ekki svo auðveldlega. Oftast tengist það röngum ákvörðunum. Stundum geta þær, þegar frammi fyrir þeim er staðið, virst léttvægar eða litlu skipta en þegar frá líð- ur kemur í ljós að hið þveröfuga átti við. Um þá staðreynd orti Árni Grétar Finnsson eitt sinn og eftirminnilega: Þörf er á varúð víðar en margur skeytir. Víxlspor eitt oft öllu lífi breytir. Þá áhættu samt allir þurfa að taka og enginn tekur mistök sín til baka. En rétt eins og rangar ákvarðanir geta haft mjög afdrifaríkar afleiðingar á það einnig við um hinar góðu og réttu. Almáttugur minn hvað þær eru fáar ákvarð- anirnar sem ég man frá liðnu ári. En ég man þó nokkrar og ein þeirra hefur orðið mér efni- viður í pistla hér á þessum vettvangi síðast- liðnar 17 vikur. Það var ákvörðunin um að snúa við blaðinu og taka heilsuna fastari tökum. Og við áramót er gott að rifja þetta upp. Horfa yfir farinn veg. Ekki aðeins að telja til kílóin sem horfin eru á braut eða lækkandi fituprósentu heldur einnig ákvarðanatökuna sem slíka og hvaða áhrif hún hefur haft. Í tengslum við þær vangaveltur hefur skotið niður í kollinn á mér, trekk í trekk, setningu úr Gróugaldri, fornri kviðu sem varðveitt er í Sæ- mundar-Eddu. Í sjötta erindi hennar er að finna orðin sem eru í fyrirsögn þessa pistils: „Sjálfur leið þú sjálfan þig.“ Hver taki ábyrgð á sjálfum sér Þótt efni kviðunnar sem slíkrar eigi ekki er- indi í umfjöllun um heilsu og líkamsrækt eiga þessi tilteknu orð einstaklega vel við. Þau minna reyndar á þá staðreynd að hver og einn einstaklingur ber ábyrgð á sér og sínum gjörðum, bæði í stóru og smáu. Í velferðar- samfélagi nútímans virðist oft skorta nokkuð á skilning á þeirri staðreynd og sífellt kallað eftir því að hið opinbera hlaupi til og „reddi málunum“. En þannig er það ekki og það á m.a. við þegar kemur að heilsu fólks. Vissu- lega hefur hið opinbera stóru hlutverki að gegna gagnvart þeim sem veikjast eða eiga við heilsubrest að stríða vegna öldrunar eða slysa. En við sem teljumst þokkalega heil- brigð höfum þá ábyrgð á eigin herðum að hlúa að eigin heilsu. Kostnaður heilbrigðis- kerfisins af lífsstílstengdum sjúkdómum á borð við sykursýki 2 og offitu fer sífellt vax- andi og þar eru á ferðinni vandamál sem þeir einstaklingar sem eru að kljást við þau hefðu getað, ef ráð hefðu verið í tíma tekin, komið í veg fyrir þjáningu sína og gríðarlegan kostn- að samfélagsins. Nýtt ár – alvöru tækifæri Það er stundum sagt vera klisja þegar fólk ræðir um áramótaheit og fyrirheit um að bæta þetta eða hitt í eigin lífi. En áramótin eru í raun mjög góður tími til þess að taka hluti til endurskoðunar og endurmats. Heilsan er í því sambandi upplagt viðfangsefni. Hver og einn þarf að leiða sjálfan sig af stað á þeirri braut. Og þótt ég hafi lagt af stað út á nýjar brautir nú í haust og einhverjum árangri náð, þá hyggst ég nýta áramótin til að endurstilla þá stöðu og vonandi gefst þá tækifæri til að ná markmiðum sem ég hef sett til skemmri og lengri tíma litið. Sjálfur leið þú sjálfan þig Áramótin gefa tækifæri til að horfa um öxl en einnig fram á veginn. Árangur liðins árs er kominn í hús og hann getur gefið fyrirheit um skrefin fram undan. En þar er líka að finna lær- dóm sem ætti að gera nýtt ár mjög spennandi. Nýtt ár og nýr dagur. Það er gott en ekki klisja að setja sér verðugt mark og mið við áramót. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ef orkuþörf mín fyrir hvern sól- arhring er í kringum 2.400 hita- einingar mun ég þurfa að inn- byrða 876 þúsund slíkar á árinu 2019. Ætli ég að hreyfa mig mikið mun sú þörf aukast en ef nýi sófinn dregur mig í óhófi að sér gæti þörfin minnkað. Ætli ég að léttast frekar þarf ég að hreyfa mig meira og velja orkuna rétt. En eflaust eru 876 þúsund hitaeiningar nærri lagi. Það hafði mjög jákvæð áhrif á átakið hjá mér að ég skyldi taka snjallforritið Myfitnesspal (Æf- ingafélagann) í mína þjónustu. Það hefur kennt mér að mæla betur það sem ofan í mig fer og fylgjast með inntökunni á hverj- um tíma. Og nú er það nýársheit að vera duglegri að nýta þetta forrit sem mest. Af þeim sökum leyfði ég mér þann munað að kaupa mér Premium-áskrift að því en það kostar ríflega 5 dollara á mánuði. Þá get ég betur greint það sem ég er að setja ofan í mig og þá hef ég einnig aukið að- gengi að upplýsingum sem for- ritið vinnur úr því sem ég skrái inn hvað varðar mataræðið. Markmiðið á nýju ári er að skrá allt sem ég læt ofan í mig og ef vel gengur gæti ég fengið heildstætt yfirlit yfir mataræðið á árinu 2019. Það væri gaman að geta sest niður eftir 365 daga og séð nokkuð óbjagað hvernig ég hef staðið mig yfir árið. Ég hvet fólk eindregið til að halda matardagbók af þessu tagi, með snjallforriti eða upp á gamla mátann. Það eitt og sér er hvetjandi og stuðlar að ár- angri. GAMAN AÐ FYLGJAST MEÐ FRÁ UPPHAFI Að mæla heilt ár 18. júlí síðastliðinn færði ég fyrst inn upplýsingar í Æfingafélagann. Pistill Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is ÞYNGD SKREFAFJÖLDI MATARÆÐI ÆFINGAR 92,9 kg 85,4 kg 85,3 kg Upphaf: Vika 15: Vika 16: 25.923 19.259 13.569 14.112 3 klst. 4 klst. HITAEININGAR Prótein 26,7% Kolvetni 36,4% Fita 36,9% HÁVAÐI SKAÐAR HEYRNINA ...líka flugeldar Verndaðu heyrnina á meðan þú hefur hana Bjóðum fjölbreytt úrval bæði af stöðluðum og sérsmíðuðum heyrnarsíum sem dempa hávaða og hlífa heyrninni án þess að breyta blöndun og tónblæ hljóðsins. VERÐ FRÁ 3.800 KR. Hlíðasmára 19, 2. hæð • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.