Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2018, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2018, Blaðsíða 43
30.12. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 Bækur ársins Ljóðabylgjan er enn að rísa og við bætist bylgja smásagna og smáprósa. Konur voru mjög áberandi meðal höfunda á öllum sviðum, ekki síst þegar litið er til frumsaminna barnabóka. Árni Matthíasson nefnir þær bækur sem honum þótti skara fram úr. Í Ungfrú Ísland, eftir Auði Övu Ólafsdóttur, kemur Hekla til höfuðborgarinnar með handrit í farteskinu til þess að verða rithöf- undur, að verða skáld. Hún kemst þó fljótt að því að það sé bara karla að verða skáld, konur geta hæst náð að verða ungfrú Ísland, en ann- ars eiga þær að vera heima og sjóða kartöflur. Sögusvið bókar- innar er upphaf sjöunda áratugar- ins, en hefði eins getað verið upp- haf þess áttunda eða níunda, því svo hægt gekk að breyta þessari hugsun og enn er talsvert í land. Frásögnin er krydduð góðlátlegri kímni, en undir er dauðans alvara. Lestu líka Sextíu kíló af sólskini eftir Hallgrím Helgason og Krossfiska eftir Jónas Reyni Gunnarsson. Skáldsaga ársins Skarphéðinn Dungal er mykju- fluga sem býr í besta taðhaugi allra hauga sem rakið er í Sögunni um Skarphéðin Dungal. Texti Hjörleifs Hjartar- sonar er í senn léttur og skemmtilegur og djúpur og beittur. Myndir Ránar Flygenring eru svo hreinasta afbragð. Lestu líka Nærbuxnaverksmiðju Arndísar Þór- arinsdóttur og Ofurhetjuvídd Ævars Þórs Benediktssonar. Barnabók ársins Í ljóðabókinni Fræ sem frjóvga myrkrið yrkir Eva Rún Snorradóttir um al- menningsálitið, feðraveldið, sam- viskuna og „eitthvert annarlegt tilbrigði af sjálfinu sem skömm og sekt hefur frjóvg- að í myrkri og þögn“ eins og hún lýsir því. Gróteskar myndir birtast í ljóðunum, grát- legar og afkáralegar uppákomur sprottnar af feðraveldinu og kynjaskekkjunni sem gegnsýrir mannleg samskipti. Lestu líka Sálumessu eftir Gerði Kristnýju og Hrygg- dýr eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur. Ljóðabók ársins Stúlkan hjá brúnni hefst með því að ungur maður kemur auga á stúlkulík þeg- ar hann nemur stað- ar á Tjarnarbrúnni. Þetta er árið 1961 en fljótlega erum við komin til nútímans þar sem Konráð, lög- reglumaður á eftir- launum, tekur að sér að leita að ungri stúlku. Aðal Arnaldar Indriðasonar er per- sónusköpun, hann býr til trúverðugar per- sónur sem okkur er ekki sama um. Lestu líka Óvelkomna manninn eftir Jónínu Leós- dóttur og Svik Lilju Sigurðardóttur. Reyfari ársins Þó að ýmsir hafi glímt við Gleðileik- inn guðdómlega eftir Dante hefur ekki komið út heildarþýð- ing hans á íslensku fyrr en nú að bræð- urnir Einar og Jón Thoroddsen hyggjast gefa út heildarþýð- ingu á næstu árum – fyrsti hlutinn, Víti Dantes, kom út á dög- unum. Þýðingin er ekki bara afbragðsverk heldur líka afbragðsskemmtileg því Einar leikur sér með íslenskuna og er ófeimin við að sækja myndir og vísanir í gamla texta. Lestu líka Homo sapínu eftir Niviaq Korneliussen og Allt sundrast eftir Chinua Achebe. Þýðing ársins Ólafur Gunnarsson rifjaði upp kynni sín af Degi Sigurðarsyni í Listamannalaunum eins og greint er frá hér til hliðar, en rit- verk Dags eru gefin út í heild, eða svo gott sem, í bókinni Dagur Sigurðarson Ritsafn 1957–1994. Þetta er mikil bók, næstum 400 síður, og safnar á einn stað bókum og ritlingum sem mörg hver eru ófáanleg eða torfengin. Einar Ólafsson dregur upp mynd af Degi vini sínum í inngangi bókarinnar. Lestu líka Pilt og stúlku eftir Jón Thoroddsen og Nú brosir nóttin eftir Theódór Gunnlaugsson. Endurútgáfa ársins Í Listamannalaunum rifjar Ólafur Gunnars- son upp kynni sín af þremur listaönnum sem lifðu á jaðri lista- heimsins; Alfreð Flóka Nielsen, Steinari Sigurjónssyni og Degi Sigurðarsyni. Ólafur átti mikil samskipti við þá alla og segir af þeim óteljandi bros- legar sögur. Rauður þráður í gegnum bókina er það hvernig brennivínið eitraði líf þeirra. Lestu líka Helguleik, sögu Helgu Ingólfsdóttur og Sumartónleika í Skálholtskirkju eftir Kolbein Bjarnason og Geðveikt með köflum eftir Sigurstein Másson. Ævisaga ársins Tvöhundruðustu ártíð Jane Austen var fagnað fyr- ir tveimur árum og segja má að hún hafi aldrei ver- ið vinsælli en nú. Í bókinni Jane Austen og ferð les- andans beinir Alda Björk Valdimarsdóttir sjónum að því hvernig verk Austen og ímynd hennar hafa sett mark sitt á samtíma okkar. Lestu líka Flóru Íslands eftir Hörð Kristinsson, Baldur Hlíðberg og Þóru Ellen Þórhallsdóttur og Mosa á Íslandi eftir Ágúst H. Bjarnason. Fræðirit ársins Á síðustu árum og áratugum hafa jöklar Íslands dregist saman ár frá ári. Bókin Jökull eftir Ragnar Axels- son er óður til þessara stórmerku náttúrumyndana. Bókin segir sög- una frá því snjór fellur á jökul og þar til jakahröngl bráðnar í særóti. Myndirnar eru stórbrotnar, stór- kostlegar, og með þessar bók skipar Ragnar sér á bekk með fremstu ljós- myndurum heims. Lestu líka Svartmálm Hafsteins Viðars Ársæls- sonar og Ísland eftir Max Milligan. Ljósmyndabók ársins Í smásagnasafni Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Ástin Texas, eru ungar konur á valdi tilfinninga sem gætu verið ást eða hrifning eða löngun eða leiði. „[Þ]að get- ur kannski enginn verið viss um neitt,“ segir ein sögu- persónan sem er vissulega ekki viss um neitt, frekar en svo margar af þeim persónum sem bregður fyrir í bók- inni. Sé einhver viss, þá er ekki víst að það endi vel. Lestu líka Kláða eftir Fríðu Ísberg og Keisaramörgæsir eftir Þórdísi Helgadóttur. Smásagnasafn ársins

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.