Fréttablaðið - 11.03.2019, Side 2

Fréttablaðið - 11.03.2019, Side 2
Veður Áfram dálítil él austan til en rigning eða slydda sunnan til og þurrt norðan- og vestanlands. SJÁ SÍÐU 16 Aðalfundur landsamtakanna Spítalinn okkar verður haldinn þriðjudaginn 12. mars 2019 kl. 16.00 á Icelandair Hótel Natura Víkingasal 7. Dagskrá aðalfundar 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar lögð fram 3. Reikningar lagðir fram til samþykktar 4. Lagabreytingar 5. Ákvörðun félagsgjalds 6. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga 7. Önnur mál. Gestur fundarins verður Henrik Eriksen framkvæmdastjóri nýbygginga við Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn. Hann flytur erindi um byggingaverkefnið, áskoranir, lærdóm sem draga má af framkvæmdunum. Stjórnin. AÐALFUNDUR Það var fullt út fyrir dyrum á Laugardalsvelli frá morgni til kvölds í gær þar sem lokadagur Bókamarkaðarins fór fram. Þúsundir titla leituðu að eigendum og bókaþjóðin svaraði kallinu í leit að bókstaf legum reyfarakaupum. Bókaþjóðin hefur nóg að lesa næstu daga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK K JARAMÁL Talningu í atkvæða- greiðslu um verkföll hjá tilteknum hópum félagsmanna í Ef lingu lauk um hádegi í gær. Félagsmenn Eflingar samþykktu með yfirgnæf- andi meirihluta greiddra atkvæða boðun verkfalla meðal starfsfólks á hótelum, í rútufyrirtækjum og hjá Almenningsvögnum Kynnisferða, en þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Af 1.263 greiddum atkvæðum í öllum 7 atkvæðagreiðslunum voru 1.127 sem samþykktu boðanir, 103 greiddu atkvæði gegn og 33 tóku ekki afstöðu. Um 92 prósent þeirra sem afstöðu tóku samþykktu því verkfallsboðanirnar þegar allar atkvæðagreiðslurnar eru lagðar saman. Á kjörskrá voru samtals 1.710 ein- staklingar. Heildarkjörsókn nam um 35 prósentum og náði í öllum tilfellum 20 prósenta lágmarks þátttökuþröskuldi, að því er fram kemur í tilkynningunni. Sólveig Anna Jónsdóttir, formað- ur Eflingar, segir niðurstöðuna ekki koma á óvart. „Við erum afar ánægð með þátt- töku og framkvæmd atkvæða- greiðslunnar. Félagsmenn okkar eru á einu máli um að aðgerða sé þörf. Kröfur okkar eru sanngjarnar og félagsmenn eru tilbúnir að fylgja þeim eftir af krafti.“ Verk fa llsboðanir verða nú afhentar Samtökum atvinnulífsins og Ríkissáttasemjara. – oæg 92 prósent vilja verkfall Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK UM HVE RFISM ÁL Fossvogsskóla verður lokað eftir að skóladegi lýkur á miðvikudag. Farið verður í framkvæmdir vegna umfangs- mikilla skemmda af völdum lang- varandi leka. Fram kemur í til- kynningu frá Reykjavíkurborg að um sé að ræða varúðarráðstöfun á meðan gerðar verða endurbætur vegna loftgæðavandamáls. Kennsla fellur niður á fimmtudag og föstu- dag. Tólf vikur eru eftir af skólaárinu og er nú unnið að því að finna pláss fyrir alla 352 nemendur skólans. Fjórði bekkur verður í lausum kennslustofum á lóðinni, reynt er að finna húsnæði í Fossvogi fyrir yngri börnin en ekki er hægt að útiloka að útvega þurfi skólaakstur fyrir eldri nemendur. Búist er við því að opna skólann aftur í haust. „Þetta er aðeins gert til að f lýta fyrir framkvæmdum. Sumarið mun ekki duga í að gera allt,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur- borgar, í samtali við Fréttablaðið. Bæði starfsfólk og nemendur hafa kvartað undan einkennum af völdum myglu. Helgi segir að lokun skólans á þessum tímapunkti sé ekki vegna þess að nemendur séu að veikjast. „Það er mismunandi hvort fólk f innur einkenni eða ekki. Þetta er gert til að hægt sé að vaða í verkið og þá er langbest að nemendur séu ekki í húsnæðinu.“ Í minnisblaði Verkís segir að þörf sé á að sótthreinsa vesturbyggingu skólans. Gamalt ryk eigi leið inn í kennslustofur, þar að auki séu leka- skemmdir. Skipta þarf um þak á miðbygg- ingunni vegna leka. Í austurbygg- ingunni hefur lekið með fram gluggum og þarf því að fjarlægja klæðningu og skemmdir. Í reglubundnu eftirliti heilbrigðis- eftirlitsins síðasta haust voru engar athugasemdir gerðar við hús- næðið. Í september gerði Mannvit úttekt á hluta húsnæðisins og voru sýni send á Náttúrufræðistofnun Íslands. Sveppagró fundust í þrem- ur kennslustofum af fjórum ásamt leifum smádýra sem eru merki þess að sveppavöxt megi finna í umhverf- inu. Í niðurstöðum Mannvits sagði að ekki væri hægt að fullyrða um rakaskemmdir í húsnæðinu. Helgi segir að túlkunin í skýrslu Mannvits hafi ekki verið nógu mark- viss en skýrslan hafi þó orðið til þess að byrjað var á afmörkuðum fram- kvæmdum í skólanum. „Auðvitað hefði verið betra að hafa þetta allt fyrr, en maður spólar ekki aftur á bak.“ arib@frettabladid.is Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs segir best að nemendur séu ekki í húsnæðinu á meðan framkvæmdir standa yfir. Nemendur skólans eru á aldrinum 6 til 12 ára. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Það er mismunandi hvort fólk finnur einkenni eða ekki. Þetta er gert til að hægt sé að vaða í verkið og þá er langbest að nemendur séu ekki í hús- næðinu. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar SAMGÖNGUR Rekstur Faxaf lóa- hafna sf. skilaði rúmlega 1,7 millj- arða hagnaði á síðasta ári. Hluta þess má rekja til sölu lands í Sævar- höfða fyrir 624 milljónir til Reykja- víkurborgar. Þetta kemur fram í árs- reikningi félagsins sem samþykktur var fyrir helgi. Hagnaðurinn í fyrra var nærri þrefalt meiri en árið 2017. Í fjár- hagsáætlun ársins hafði verið gert ráð fyrir 727 milljóna hagnaði. Af ársreikningnum má einnig sjá að laun til stjórnarmanna og hafn- arstjóra hafi dregist saman milli ára um tæp tvö prósent. – jóe 1,7 milljarða afgangur Faxaflóahafna 91 °C 3-5 °C 30 °C 43°C 121 °C Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Örtröð á bókamarkaðinum 1 1 . M A R S 2 0 1 9 M Á N U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 1 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 2 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 8 7 -D 8 A C 2 2 8 7 -D 7 7 0 2 2 8 7 -D 6 3 4 2 2 8 7 -D 4 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 1 0 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.