Fréttablaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinmars 2019næsti mánaðurin
    mifrlesu
    25262728123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Fréttablaðið - 11.03.2019, Síða 9

Fréttablaðið - 11.03.2019, Síða 9
Nýverið undirrituðu RÚV og FKA tímamótasamning sem felur í sér að næstu þrjú árin verða árlega valdar 10 konur í viðmælendaþjálfun sem fara mun fram í húsakynnum RÚV. FKA mun fá leiðbeinanda til verksins, mögulega frá öðrum fjölmiðli, en markmið samningsins er að fjölga konum í hópi viðmælenda íslenskra fjölmiðla. Samningurinn er gerður að fyrirmynd BBC en aðdraganda hans má rekja til ársins 2014 þegar FKA fékk til sín Ingibjörgu Þórðar- dóttur, þáverandi ritstjóra hjá BBC en nú stjórnanda hjá CNN, sem gest á fjölmiðladegi FKA. Ingibjörg sagði þá frá því hvernig BBC hefði unnið að því að fjölga konum sem viðmæl- endum með þjálfun. Árið 2017 fékk FKA síðan til sín Mary Hockaday frá BBC sem gest sem sagði þá frá því hvar helstu þjálfunarverkefni væru stödd og hversu mikið hefði áunnist með því að fjölga konum sem viðmælendur. Áhuginn á verkefninu er mikill en við sem höfum lengi starfað á fjölmiðlum vitum að það eru mun fleiri einstaklingar sem hafa áhuga á að koma sjálfum sér á framfæri í fjölmiðlum, í samanburði við þá sem eiga í raun erindi þangað. Við- mælendaþjálfunin mun hins vegar snúast um síðarnefnda hópinn og þann hóp mun FKA skilgreina með því að fá upplýsingar frá fjölmiðla- fólki í hvaða geirum eða sérsviðum fjölmiðlum vantar að finna f leiri konur. Þessi háttur á vali er eitt af lykilatriðum BBC enda líklegasta leiðin til að tryggja að konurnar sem hljóta þjálfunina verði í kjölfarið sýnilegar í fréttum. Þar sýna tölur að enn hallar á konur. Ég vil því hvetja fyrirtæki, stofnanir og aðra til að nýta tækifærið og tefla konum oftar fram sem talsmönnum í fjölmiðlum. Það eitt og sér er tækifæri í sjálfu sér því áhugi fjölmiðla er til staðar og fyrir löngu úrelt að benda alltaf á sama „karlinn“ fyrir öll viðtöl. Um daginn hitti ég araba sem var á ferðalagi um heiminn og hafði farið víða. Ég þekki manninn ekki neitt og mun líklega aldrei hitta hann aftur. Þetta var yfir kvöld- mat í bændagistingu í Kólumbíu, hvar við fjölskyldan höfum verið á f landri undanfarið. Fólk rakti ferðir sínar. Kom þá ekki á daginn — sem gladdi auðvitað hjarta eyjarskeggjans — að maðurinn hafði komið til Íslands. Í sex klukkutíma. Hann millilenti á leið sinni annað, og ákvað að bregða sér í Bláa lónið. Af vitnisburði mannsins mátti greina að hann var ekki alltof hrifinn af landi og þjóð. Tvennt tók hann fram. Hið fyrra kom ekki á óvart. Hann nánast stóð upp og fórnaði höndum yfir verðlaginu. Það kostaði 85 dollara að taka leigubíl frá f lugvellinum að Bláa lóninu, sagði hann. Svona verði á leigubíl hafði hann aldrei kynnst. Sem Íslendingur er ég auðvitað alvanur gagnrýni útlendinga á verðlagið. Maður er orðinn góður í því að setja upp viðeigandi svipi til viðurkenningar á þessum raun- veruleika. Ísland er dýrt. Hitt gagnrýnisatriði mannsins kom okkur hjónum hins vegar í opna skjöldu. Þetta höfðum við ekki heyrt fyrr, að minnsta kosti ekki á þennan hátt. Maðurinn vildi meina að Íslendingar væru allir eins. „Þeir líta allir eins út,“ sagði hann. Við urðum smá hvumsa. Það var augljóst að maðurinn leitaði að orði í huganum til að lýsa betur því sem hann átti við. „Það er eins og Íslendingar sé allir svona … þið vitið … hvað er aftur orðið … ?“ „Einræktaðir?“ sagði þá konan mín varfærnislega. „Já, einmitt!“ hljóðaði maðurinn og tuggði. „Einræktaðir.“ Skrítinn dagur í lóninu Við töluðum ekki mikið meira saman. Ég get ekki sagt að ég sé sammála manninum, þannig séð. Mér finnst Íslendingar ekki líta allir eins út. Þótt það sé kannski ekki rosalegur munur á til dæmis Steingrími J. Sigfússyni og Ómari Ragnarssyni, þá sé ég greinilegan mun á til dæmis Katrínu Jakobs- dóttur og Ásdísi Rán. Kannski var maðurinn í Bláa lóninu með bara Ármanni og Sverri. Þeir líta auðvitað eins út vegna þess að þeir eru tvíburar. Kannski var þetta furðulegur dagur í Bláa lóninu. Kannski voru keppendur um rauðasta hárið á írsku dögunum á Akranesi allir komnir í lónið. Maður veit ekki. Reyndar tók maðurinn fram að hann ætti ekki við fólkið í lóninu, enda eru þar vitaskuld á hverjum venjulegum degi fulltrúar hinna ýmsu þjóðerna. Hann átti við íslenska starfsfólkið og þá sem hann var nokkuð viss um að væru Íslendingar. Sannleikskorn? Gott og vel. Þetta fannst mann- inum. Ekki ætlaði ég að rökræða við hann. Sú samræða hefði ekki farið langt. „Við erum ekki eins,“ hefði ég sagt. „Jú, víst,“ hefði hann sagt. Engum greiði gerður. Síðan þetta gerðist, fyrir um tveimur vikum, hef ég hins vegar spáð svolítið í hvað maðurinn meinti. Hvað átti hann við? Á hvaða hátt er hægt að segja að Íslendingar séu allir eins? Að sjálfsögðu er ekki hægt að taka þetta bókstaflega. Hitt Þegar ég hugsa til Íslands úr fjarlægð og ber saman við lífið sem blasir við í borgum heimsins, kemur einsleitni upp í hugann. Uppþvottavél, Serie 4 Fullt verð: 139.900 kr. Tækifærisverð: SMU 46FW01S 109.900 kr. 14 manna. Sex kerfi. Þrjú sérkerfi, þar á meðal tímastytting og kraftþurrkun. Zeolith®-þurrkun. Hljóð: 44 dB. „aquaStop“-flæðivörn. A Þvottavél, iQ300 Fullt verð: 99.900 kr. Tækifærisverð: WM 14N2O7DN 79.900 kr. Vindur upp í 1400 sn./mín. Kolalaus, hljóðlátur og sparneytinn mótor með 10 ára ábyrgð. Sérkerfi: Kraftþvottur 60 mín., útifatnaður, mjög stutt kerfi (15 mín.), ull o.fl. Tekur mest 7 Orkuflokkur Tæki færi Guðmundur Steingrímsson Í DAG Arabinn í Kólumbíu Viðmælendaþjálfun RÚV og FKA Rakel Sveinsdóttir formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) Ég vil því hvetja fyrirtæki, stofnanir og aðra til að nýta tækifærið og tefla konum oftar fram sem talsmönnum í fjölmiðlum. blasir þó við: Því er ekki að neita að maður þarf ekki að fara langt út fyrir landsteinana til þess að fá einhverja hugmynd um það hvernig manninum hefur mögulega liðið á Íslandi. Tökum London. Á götum London er marg- falt meiri fjölbreytni í mannlífi heldur en nokkurn tímann sést á Íslandi. Maður finnur þetta strax. Fólk er miklu meira alls konar. Ekki bara vegna þess að það á sér ólíkan uppruna heldur líka vegna þess að fjölbreytnin í viðfangs- efnum fólks, tísku þess, lífsstíl þess og viðhorfum er svo miklu, miklu meiri. Varðstaða um einsleitni Eiginlega, eftir því sem ég hugsa meira um það, skil ég manninn nokkuð vel. Ég sé sannleikskorn. Þegar ég hugsa til Íslands úr fjar- lægð og ber saman við lífið sem blasir við í borgum heimsins, kemur einsleitni upp í hugann. Í samanburði við aðrar þjóðir ein- kennist Ísland af fábreytni. Það vantar fleiri íbúa. Kem ég þá að ástæðu greinar- innar. Enn og aftur berast fregnir af því að íslensk yfirvöld séu ákaf- lega upptekin af því að vísa flótta- fólki úr landi. Jafnvel á að setja lög sem gera yfirvöldum þetta auð- veldara. Ég spyr: Af hverju? Hvert er markmiðið? Hver er váin? Ég velti fyrir mér, hvort ekki þurfi að taka vissa grundvallar- umræðu áður en lengra er haldið: Er það vilji fólks að samfélagið sé einsleitt — og þá að setja lög sem verja þann veruleika — eða er það vilji fólks að samfélagið sé opnara og fjölbreyttara? Mér finnst hið síðara eftirsóknarverðara. Fjöl- breytt mannlíf felur í sér aukin lífsgæði. Lögin ættu að stuðla að slíku samfélagi, en ekki hinu. Eftir samræðuna við arabann í Kólumbíu hef ég sannfærst enn frekar um það að hin harð- neskjulega, þvermóðskufulla og ómanneskjulega barátta íslenskra yfirvalda gegn fjölbreytni og til varnar einsleitni sé fáránleg. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9M Á N U D A G U R 1 1 . M A R S 2 0 1 9 1 1 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 2 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 8 7 -E C 6 C 2 2 8 7 -E B 3 0 2 2 8 7 -E 9 F 4 2 2 8 7 -E 8 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 1 0 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar: 59. tölublað (11.03.2019)
https://timarit.is/issue/400972

Link til denne side: 9
https://timarit.is/page/7064483

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

59. tölublað (11.03.2019)

Gongd: