Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.02.2019, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 21.02.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 21. febrúar 2019 // 8. tbl. // 40. árg. Tuttugu og þrjú verkefni fengu styrk úr samfélagssjóði Isavia Evrópumót í keltneskum fang- brögðum í Reykjanesbæ, trúðaheim- sóknir á Barnaspítala Hringsins, flugsýning á Reykjavíkurflugvelli og forvarnarstarf gegn fíkniefnum voru meðal verkefna sem hlutu styrk úr samfélagssjóði Isavia í seinni úthlutun fyrir árið 2018. Styrkir voru veittir við hátíðlega athöfn þann 5. febrúar 2019 en aldrei hafa fleiri málefni hlotið styrk úr sjóðnum. Við val á styrkþegum er áhersla lögð á um- hverfismál, mannúðarmál, forvarnir, flugtengd málefni, listir, menningu og menntamál. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári og var þetta seinni út- hlutun fyrir árið 2018. Ætíð berst nokkuð mikill fjöldi umsókna. Verkefnin sem tengjast Suðurnesjum og fengu styrk að þessu sinni eru: ■■ Þekkingarsetur Suðurnesja fær styrk vegna verkefnis sem gengur út á að innleiða samfélagsvísindi hjá Þekkingarsetrinu. Mögulegur ávinningur er aukin umhverfis- vitund og umhverfisvernd. ■■ Glímusamband Íslands fær styrk vegna Evrópumóts í keltneskum fangbrögðum sem haldið verður í Reykjanesbæ. ■■ Knattspyrnufélagið Víðir fékk styrk til barna- og unglingastarfs félagsins. ■■ Skátafélagið Heiðabúar fékk ferðastyrk í félagsútilegur. ■■ Fjölskylduhjálp Íslands fékk styrk fyrir matarúthlutanir til skjólstæðinga Fjölskylduhjálpar- innar. ■■ Reykjanesbær fékk styrk fyrir pólska menningarhátíð sem haldin er í Reykjanesbæ. Brimketill á Reykjanesi prýðir nýtt frímerki sem Frímerkjasala Póstsins hefur gefið út. Frímerkið er í flokknum „Íslensk samtíma- hönnun IX – Landslagsarkitektúr“ og er „Sjálflímandi - 50g til Evrópu“ Um frímerkið segir: Brimketill er sérkennileg laug í sjávar- borðinu vestast í Staðarbergi skammt frá Grindavík og varð til vegna stöðugs núnings brims við hraun- klettana en hraunið er þarna gróft og sprungið. Gerður hefur verið stígur yfir hraunið ásamt útsýnispalli þar sem laugin blasir við. Teiknistofan Landmótun vann að gerð stíga og útsýnispalla fyrir Reykjanes jarð- vanginn. Aðalhönnuður verksins var Lilja Kristín Ólafsdóttir. Höf- undur deiliskipulags var Óskar Örn Gunnarsson. Nauðsynlegt er að bjóða aðflutta íbúa velkomna í bæinn – og til þátttöku í Ljósanótt „Menningarráð Reykjanesbæjar þakkar þeim sem mættu á íbúafund vegna Ljósanætur sem haldinn var á dögunum. Tillögur úr hópavinnu verða hafðar til hliðsjónar við skipulagningu hátíðarinnar í haust,“ segir í fundargerð síðasta fundar menningarráðs. Ráðið fagnar því að gerð hafi verið könnun meðal íbúa til að kanna hug þeirra í tengslum við Ljósanótt. Ráðið vill benda á að mikilvægt er að hafa í huga að bæði íbúafundur og sú könnun sem deilt var á netinu er hlutdræg hvað varðar þýði svarenda og líkleg til að endurspegla hug tiltölu- lega fámenns hóps íbúa sem þegar hafa sterka tengingu við sveitarfélagið og hátíðina. Könnun Félagsvísinda- stofnunar er líklegri til að vera mark- tækari þar sem þýðið er slembiúrtak og niðurstöður hennar ættu því að hafa meira vægi þegar niðurstöður í heild eru túlkaðar. „Mikil umræða hefur skapast um fjölmenningu í Reykjanesbæ og með tilkomu fjölmenningarfulltrúa eru ýmsar aðgerðir í farvatninu sem ætlað er að auka þátttöku íbúa af erlendu bergi brotnu í Ljósanótt og menn- ingarstarfi Reykjanesbæjar öllu. Um leið og ráðið fagnar þessu vill það vekja athygli á því að í svo stóru bæjar- félagi sem Reykjanesbær er núna er nauðsynlegt að fara í aðgerðir til að ná til allra íbúa bæjarins en aðfluttum íbúum hefur fjölgað ört. Nauðsynlegt er að bjóða aðflutta íbúa velkomna í bæinn og til þátttöku í Ljósanótt og fara í sértækar aðgerðir til að stuðla að þátttöku þeirra jafnt í Ljósanætur- hátíðinni sem og samfélaginu okkar öllu,“ segir í fundargerð menningar- ráðs Reykjanesbæjar. BRIMKETILL Á NÝJU FRÍMERKI Leikskólastjóri Holti Reykjanesbær auglýsir starf leikskólastjóra við leikskólann Holt laust til umsóknar. Leikskólinn er fjögurra deilda með um 95 börn á aldrinum tveggja til sex ára. Í skólanum er starfað í anda Reggio Emilia. Einkunnarorð skólans eru gleði, virðing, sköpun og þekkingarleit. Leikskólinn er staðsettur þar sem stutt er í skemmtileg og fjölbreytt útivistarsvæði. Útinámssvæði er í nálægð skólans sem byggt var upp af leikskólum og grunnskólanum í hverfinu. Holt hefur verið þátttakandi í Evrópusamstarfi Erasmus+ og eTwinning og hlotið viðurkenningar fyrir framúrskarandi verkefni. Leikskólinn er einnig þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi leikskóli á vegum Embættis landlæknis. Holt hefur fjórum sinnum fengið Grænfánann. Leitað er að metnaðarfullum stjórnanda sem býr yfir leiðtogahæfileikum og hefur góða þekkingu á leikskólastarfi. Starfssvið • Vera faglegur leiðtogi • Bera faglega og rekstrarlega ábyrgð á starfi leikskólans, stjórna daglegri starfsemi hans og hafa forgöngu um mótun og framgang stefnu leikskólans • Vinna náið með starfsfólki að því að skapa frjótt námsumhverfi þar sem vellíðan er tryggð og styrkleiki hvers og eins fá að njóta sín • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun • Bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins Menntunar- og hæfniskröfur • Leikskólakennaramenntun • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi • Reynsla af stjórnun og rekstri • Áhugi og reynsla í að leiða þróunarstarf • Góðir samskipthæfileikar og sveigjanleiki í starfsháttum • Framsækni og vilji til að leita nýrra leiða í skólastarfi • Hæfni í mannlegum samskiptum Umsóknarfrestur er til og með 3. mars 2019. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsókninni fylgi starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags stjórnenda í leikskólum. Umsækjendur eru beðnir að sækja um rafrænt á ráðningarvef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is undir Laus störf. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi Reykjanesbæjar ingibjorg.b.hilmarsdottir@reykjanesbaer.is Fagfólk Reykjanesbæjar fékk í síðustu viku tækifæri til þess að dýpka þekkingu sína á aðstæðum flóttafólks og hælisleitenda og skerpa fagvitund sína. Auður Ósk Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi, fjölskyldumeðferðarfræðingur og handleiðari, hélt heilsdagsnámskeið fyrir um 70 manns í Hljómahöll. Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningamála, segir á vef Reykjanesbæjar nám- skeiðið nýtast fagfólki á margan hátt. Á námskeiðinu var farið yfir aðferðir og leiðir til þess að styðja við einstakl- inga og fjölskyldur sem hafa upplifað áföll og pyntingar. Hilma Hólmfríður segist þess fullviss að námskeiðið hafi aukið skilning fólks á þeim að- stæðum sem flóttafólk hefur búið við og afleiðingum þess „Það muni jafn- framt nýtast í stuðningi við aðra íbúa sveitarfélagsins sem hafa upplifað áföll og búið við erfiðar aðstæður.“ Auður Ósk hefur starfað í Skotlandi síðasta áratuginn, áður sem sér- fræðingur í barnavernd en nú sem meðferðaraðili fyrir félagasamtökin Freedom from Torture. Auk sérfræðinga á velferðar- og fræðslusviði tók starfsfólk þjón- ustuvers Reykjanesbæjar þátt í námskeiðinu og fulltrúar frá leik- og grunnskólum. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja átti þar jafnframt full- trúa sem og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Suðurnesjabær. Þekking á aðstæðum flóttafólks og hælisleitenda dýpkuð Auður Ósk stýrir hlutverkaleik með fjórum þátttakendum námskeiðsins. Mynd af vef Reykjanesbæjar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.