Fréttablaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 2
Fjölmennasta borg Bandaríkjanna, New York, mun árið 2021 taka upp veggjöld inn í þéttbýlustu hverfi borgarinnar. Veður Aðgerðasinnar á skilorði Hægur vindur um austanvert landið. Rigning eða súld með köflum, en þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi. Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað í dag, en dálítil væta með suður- og vesturströndinni. SJÁ SÍÐU 28 Varmadælur & loftkæling Verð frá aðeins kr. 145.000 m.vsk Midea KMB-E09 Max 3,4 kW 2,65 kW við -7° úti og 20° inni hita (COP 2,85) f. íbúð ca 40m2. • Kyndir húsið á veturna og kælir á sumrin • Fyrir norðlægar slóðir • Fjarstýring fylgir • Virkar niður í -30°C Uppsetningaaðilar og umboðsmenn um allt land Wifi búnaður fylgir með öllum varmadælum meðan birgðir endast Umhverfisvænn kælimiðill FJÖLMIÐLAR Samningar RÚV við Sagafilm og aðra framleiðendur um fjármögnun verkefna eru í góðum farvegi, segir Birgir Sigfússon, fram- kvæmdastjóri miðla hjá RÚV. Á það einnig við um sjónvarpsþættina Ráðherrann með Ólafi Darra Ólafs- syni í aðalhlutverki. Samningar um fjármögnun þáttanna af hálfu RÚV eru nú á lokametrunum. Greint var frá því í síðustu viku að tökur á þáttunum væru í uppnámi vegna samningsskilmála RÚV. Sam- kvæmt lögfræðiáliti sem gert var fyrir Samtök íslenskra kvikmynda- framleiðenda og Samtök iðnaðarins stangast skilmálarnir á við reglur um Evrópustyrki og reglur um endur- greiðslur á Íslandi. Birgir segir RÚV að sjálfsögðu fara eftir lögum og reglum. „Við kapp- kostum að tryggja að þegar RÚV leggur framleiðslu til fjármagn og verkefnið skilar hagnaði erlendis, þá renni allur ávinningur, sem RÚV á til- kall til, til frekari framleiðslu leikins efnis. Slíkt eflir íslenska kvikmynda- gerð enn frekar, stuðlar að sjálfbærni og ábyrgri meðferð á opinberu fé.“ Segir hann það rangt í lögfræði- álitinu að framlag RÚV til kaupa eða meðframleiðslu á efni séu opin- berir styrkir, samkvæmt lögum hafi RÚV ekki heimild til að veita slíka styrki. Framlag RÚV sé undir öllum kringumstæðum ýmist hrein kaup á sýningarrétti eða blanda af kaupum á sýningarrétti og frekara framlagi. Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI, segir samskiptin við RÚV erfið. „Við höfum síðast- liðið ár leitað eftir svörum frá RÚV á útfærslu þeirra sem meðframleið- anda án þess að fá fullnægjandi svör við þeim álitaefnum sem við höfum sett fram. Samningagerðin, sem þjónar hagsmunum RÚV, er á kostn- að sjálfstæðra kvikmyndafram- leiðenda þar sem RÚV hefur krafist stærri hlutdeildar í verkefnum en þátttaka þeirra gefur tilefni til.“ Lögfræðiálitið sé skýrt um að útfærsla RÚV á hlutverki sínu sem framleiðanda geti sett fjármögn- unarkerfi sjálfstæðra framleiðenda í uppnám. „Þá er umhugsunarefni hvort RÚV sé komið í auknum mæli í samkeppnisrekstur, líkt og á aug- lýsingamarkaði, og má því velta fyrir sér hvort þessi angi rekstursins eigi ekki heima í sérstöku dótturfélagi.“ RÚV fékk fimm ára frest árið 2013 til að setja samkeppnisrekstur í dótturfélög en ekkert bólar á þeim. Ríkisendurskoðun er nú að gera stjórnsýsluúttekt á RÚV, þá fyrstu í 24 ár, þar verður meðal annars litið til samkeppnisreksturs. Sigríður staðfestir að SI hafi óskað eftir því að þessi atriði verði tekin til meðferðar. Samkvæmt þjónustusamningi RÚV og menntamálaráðuneytisins er það hlutverk RÚV að styrkja sjálfstæða sjónvarpsþátta- og kvik- myndagerð með því að kaupa efni eða gerast meðframleiðandi. Á RÚV að verja 11 prósentum af heildar- tekjum sínum til þess í ár. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að RÚV hagnist á því að gerast með- framleiðandi, til dæmis ef þáttaröð er seld á erlendan markað og hagn- aður myndast. Sigríður telur að mestu skipti að greiða úr þeirri óvissu sem útfærsla RÚV á þessu hlutverki hefur skapað varðandi aðra fjármögnunarmögu- leika sjálfstæðra framleiðenda. „RÚV er í mjög sterkri stöðu á þess- um markaði og teljum við hlutverk þeirra sem meðframleiðanda ganga of langt miðað við að um er að ræða opinbert félag.“ arib@frettabladid.is Ráðherrann á róli en SI kvarta undan RÚV Samningar milli RÚV og Sagafilm um fjármögnun þáttanna Ráðherrann eru á lokametrum. Framkvæmdastjóri miðla segir RÚV fara eftir lögum. Sviðsstjóri hjá SI segir samskipti erfið og RÚV í sífellt meiri samkeppni við einkamiðla. Landsmenn geta farið að hlakka til að sjá Ólaf Darra Ólafsson í hlutverki forsætisráðherra á skjánum innan skamms. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Sigríður Mog­ ensen, sviðs­ stjóri hugverka­ sviðs SI. Jórunn Edda Helgadóttir og Ragnheiður Freyja Kristínardóttir fengu þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að hafa risið úr sætum sínum í flugi Icelandair frá Íslandi til Svíþjóðar vorið 2016. Með uppátækinu mótmæltu þær brottvísun hælisleitandans Eze Oka- for úr landi. Senda átti hann frá Svíþjóð til Nígeríu þar sem hann hafði orðið fyrir ofsóknum hryðjuverkasamtakanna Boko Haram. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON NEY TENDUR Verðið á veitinga- staðnum Þremur frökkum hefur verið lækkað um 20 prósent eftir afmælistilboð í síðasta mánuði. Í tilefni 30 ára afmælis staðarins var gefinn 30 prósenta afsláttur í viku og viðtökurnar voru svo góðar að tilboðið var framlengt út mánuð- inn. Nú hefur verið ákveðið að lækka verðið varanlega. „Við gerðum þetta á svipuðum tíma og Þórarinn [Ævarsson] í IKEA var að tala um þetta,“ segir Stefán Úlfarsson, matreiðslumeistari á Þremur frökkum, og vísar til erindis sem framkvæmdastjórinn hélt á ráðstefnu Alþýðusambands Íslands um verðlagningu á íslenskum veit- ingastöðum. – bg Lækka verðið til frambúðar Stefán Úlfarsson á Þremur frökkum. BA N DA R Í K I N Trav is Brouwer, aðstoðarsamgöngumálastjóri Ore- gonríkis, telur upptöku veggjalda í New York til þess að létta á umferð geta sett mikilvægt fordæmi í öðrum stórum borgum í Banda- ríkjunum. The New York Times greindi frá. Fjölmennasta borg Bandaríkj- anna, New York, mun árið 2021 taka upp veggjöld inn í þéttbýlustu hverfi borgarinnar. Það fjármagn sem til verður mun nýtast í viðhald almenningssamgangna og í átak til að hvetja borgarbúa til að skilja einkabílinn eftir heima. Borgir á borð við Seattle, Los Angeles og Portland í Oregon, þar sem Brouwer er yfir samgöngumál- um, íhuga nú að fara svipaða leið og taka upp veggjöld. Fordæmið sem New York setji nú geti skipt sköpum í því að ná pólitískri sátt um svip- aðar aðgerðir innan annarra stór- borga í Bandaríkjunum. – bdj Veggjöld í New York skapa fordæmi FDR Drive á Manhattan í New York. NORDICPHOTOS/GETTY 4 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 4 -0 4 -2 0 1 9 0 9 :3 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 B D -F 2 5 C 2 2 B D -F 1 2 0 2 2 B D -E F E 4 2 2 B D -E E A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.