Fréttablaðið - 04.04.2019, Side 6
DÓMSMÁL „Ég er saklaus,“ sögðu
fjórmenningarnir kenndir við Sigur
Rós hver á fætur öðrum þar sem þeir
tóku afstöðu til ákæranna á hendur
sér í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Þeir neita allir sök, ákærðir af hér
aðssaksóknara fyrir meiri háttar
skattalagabrot og gefið að sök að
hafa komið sér hjá að greiða hátt í
300 milljónir króna vegna tekna og
arðgreiðslna frá félögum í þeirra
eigu.
Snillingar á sínu sviði, bara ekki
fjármálasviðinu eins og þeir hafa
sjálfir sagt. Við erum tónlistar
menn en ekki sérfróðir í bókhaldi
eða alþjóðlegum viðskiptum. Hvað
þá í framtalsgerð og skattaskilum,
hafa þeir sagt. Jón Þór Birgisson,
Georg Holm, Orri Páll Dýrason og
Kjartan Sveinsson segjast hafa falið
fagmönnum að höndla með sín
mál og því verði héraðssaksóknari
nú að færa sönnur á að fjórmenn
ingarnir hafi sjálfir gerst sekir um
stórfellda vanrækslu á framtals
skyldu sinni.
Þeir mættu allir saman í héraðs
dóm í gær og gengu fylktu liði inn
í dómsal. Einn af öðrum voru þeir
kallaðir upp til að taka afstöðu til
ákærunnar á hendur sér. Fyrst Orri,
svo Georg og Kjartan en hlé var gert
áður en Jón Þór, betur þekktur sem
Jónsi, gat lýst sinni afstöðu. Með
ákærði í hans tilfelli, endurskoð
andinn Gunnar Þór Ásgeirsson, var
staddur erlendis og bíða þurfti eftir
verjanda hans.
Sigurrósarmenn urðu afslappaðri
í dómsal eftir því sem á leið. Það var
ekki nýtt fyrir þeim að tekið væri á
móti þeim með f lassandi mynda
vélum. Það sem var nýtt var að það
væri fyrir dómstóli. Á þá bornar
sakir sem varða allt að sex ára fang
elsi.
Hléið varð nokkuð langt. Í því
slaknaði á fjórmenningunum sem
spjölluðu saman, slógu jafnvel á
létta strengi í þrúgandi þögn dóms
salarins og ræddu úrslit í enska bolt
anum og komandi verkefni Liver
pool í Evrópu.
Jónsi sat að mestu hljóður allan
tímann. Einn félaga hans færði
honum vatnsglas meðan beðið var
og á einum tímapunkti tók Georg,
sessunautur hans, hughreistandi
utan um hann og klappaði honum
á bakið. Málið virtist leggjast þungt
á söngvarann.
Eins og fjallað hefur verið um
voru það að mestu eignir Jónsa
sem kyrrsettar voru vegna skatta
rannsóknarinnar í fyrra sem varð
grunnur að ákæru héraðssaksókn
ara nú. Útlitið varð brátt svartara
fyrir Jónsa.
Að loknu hléi var upplýst að bætt
hefði verið við ákæru á hendur
Jónsa og Gunnari Þór. Í henni er
honum gefið að sök samkvæmt
RÚV að hafa komið sér hjá að greiða
146 milljónir í tekjuskatt í félaginu
Frakkur slf. til viðbótar við þær 44
milljónir sem fyrri ákæran kvað
á um. Jónsi lýsti yfir sakleysi sínu
gagnvart báðum ákærum sem sam
einaðar verða í eina. Gunnar Þór
mun taka afstöðu til ákæranna á
föstudag. Fyrirtaka verður 20. maí.
Að lokinni þingfestingu gáfu fjór
menningarnir ekki kost á viðtölum.
Þeir gengu sem fyrr fylktu liði út um
dyr héraðsdóms, féllust í faðma og
hurfu loks saman niður Austur
strætið. Bjartsýnir, eftir allt annað
en ágætis byrjun.
mikael@frettabladid.is
Sigurrósarmenn á
sakamannabekk
Fyrrverandi og núverandi meðlimir Sigur Rósar eru sakaðir um að koma sér
hjá því að greiða hátt í 300 milljónir króna í skatta. Bætt við stórri ákæru á
hendur Jónsa við þingfestingu málanna í gær. Lýstu allir yfir sakleysi sínu.
Jón Þór Birgisson, Georg Holm, Orri Páll Dýrason og í fjarska glittir í Kjartan Sveinsson. Núverandi og fyrrverandi
meðlimir Sigur Rósar mættu fyrir dóm í gær. Þeir lýstu allir yfir sakleysi sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Hittingur hjá Heldri Fáksfélögum, 60 ára
og eldri, verður 5. apríl klukkan 12:00 í
salnum á efri hæð TM-Reiðhallarinnar.
Á boðstólnum verður súpa, brauð og kaffi og
er verðið 1.000.- krónur.
Sérstakur gestur verður Þormar Ingimarsson og
mun hann segja frá hestaferð og fleiru áhugaverðu.
Hestamannafélagið Fákur
www.fakur.is
Stundum er gott
að gera sér dagamun
LANDBÚNAÐUR Landgræðslustjóri
segir land hér ónýtt og rofið og
að lausagöngu búfjár ætti að taka
af með öllu. Íslenskur jarðvegur
losaði frá sér kolefni sem væri
óásættanlegt í baráttu okkar gegn
hlýnun jarðar af völdum gróður
húsalofttegunda.
„Ég er svo sem ekkert að segja
neinar nýjar fréttir en það hefur
legið fyrir lengi að við eigum mikið
af ónýtu og rofnu landi sem gras
bítar eiga ekki heima á og beit á
þannig landi er ósjálf bær,“ segir
Árni. „Stór svæði hér á landi eru
ekki hæf til beitar og við ættum
að sjá sóma okkar í að banna beit
á slíku landi.“
Þetta kom fram í máli hans á
fagráðstefnu um skógrækt. Árni
nefndi dæmi um að Bárðdælaaf
réttur og Biskupstungnaafréttur
væru í raun óbeitarhæfir. Hann
vill banna beit á slíkum svæðum.
„Það er alveg rétt að land er á
mörgum stöðum í framför,“ segir
Árni. „Hins vegar er það svo að við
ættum að banna lausagöngu búfjár
hér á landi því eigandi búf jár
verður að bera ábyrgð á því fé sem
hann á.“
Á tímum loftslagsbreytinga væri
mikilvægt að átta sig á því að það
jarðrask sem hefur átt sér stað í
aldanna rás er ekki eðlilegt og að
landið væri svona vegna beitar.
Mætti sjá gríðarlega framför á
stórum svæðum lands þar sem
kindum hafi fækkað mikið síðustu
ár.
„Það sem verra er að rofið land er
að skila frá sér kolefni. því skiptir
það miklu máli að við hættum að
reka fé á óbeitarhæft land,“ segir
Árni ennfremur og bætir við: „Það
sem skiptir líka svo miklu máli
að landið eins og það er núna er
ekki náttúrulegt. Það að sjá ekki
stingandi strá á stórum svæðum
er vegna beitar í langan tíma. Sá
gróður og sá jarðvegur sem var
áður er fokinn í burtu.“
sveinn@frettabladid.is
Segir afrétti ónýta og vill
banna lausagöngu búfjár
Árni Bragason,
fyrrverandi for-
stjóri Náttúru-
verndar ríkisins.
VIÐSKIPTI „Ég mun þurfa að lifa
með þeim á kvörðunum sem ég tók
alla tíð en það sem mér þykir verst
er að hafa brugðist öllu því fólki
sem stóð með mér og barðist fram
í rauðan dauðann við að bjarga fé
laginu,“ segir í yfirlýsingu sem Skúli
Mogen sen, stofnandi og for stjóri
f lug fé lagsins WOW air, sendi frá sér
í gær. Hann segist á vallt hafa verið
sann færður um að WOW yrði öfl
ugt f lug fé lag. Það sjáist einna best
í fjár festingum hans í fé laginu, upp
á fjóra milljarða frá stofnun þess.
„Núna er ljóst að ég mun fá lítið sem
ekkert af því til baka,“ segir Skúli og
bætir við að auð velt sé að vera vitur
eftir á.
Meðal mis taka fé lagsins hafi
verið að á kveða að f ljúga til fjar
lægari staða og taka í notkun 350
Skúli segir auðvelt að vera vitur eftir á
Skúli Mogensen á lokametrum
WOW. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
sæta Air bus A330 breið þotur.
„Þetta var há leit sýn og mark mið
sem við höfðum fulla trú á en þetta
reyndist því miður ó hemju dýrt og
f lókið verk efni og við van mátum
hversu al var legar af leiðingar breið
þoturnar myndu hafa á rekstur
fé lagsins, sér stak lega eftir að
olíu verð fór að hækka hratt á haust
mánuðum 2018.“
Í öðru lagi hafi fé lagið fjar lægst
lág gjalda stefnuna og bætt við við
skipta far rými og annarri þjónustu
sem átti ef til vill ekki heima í slíku
módeli.
Skúli vísar til f leiri samverkandi
þátta en sem stofnanda og forstjóra
félagsins sé ábyrgðin hans.
„Ég hef aldrei skorast undan
þeirri á byrgð né reynt að koma
sökinni á aðra.“ – aá
Fleiri myndir af meðlimum
Sigurrósar í héraðsdómi eru á
+Plús síðu Fréttablaðsins.
Fréttablaðið +Plús er eingöngu
í Fréttablaðs-appinu eða í
PDF-útgáfu blaðsins sem er
aðgengileg á frettabladid.is.
+PLÚS
4 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
4
-0
4
-2
0
1
9
0
9
:3
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
B
E
-1
9
D
C
2
2
B
E
-1
8
A
0
2
2
B
E
-1
7
6
4
2
2
B
E
-1
6
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
6
4
s
_
3
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K