Fréttablaðið - 04.04.2019, Side 12
Of margir bíða inni á
Landspítala eftir að fá
viðeigandi þjónustu.
Leggja þurfi áherslu á fjölmarga þætti
Fjölgun aldraðra og hækkun
meðalaldurs er áskorun, segir
Alma Dagbjört Möller landlæknir.
Hún segir að málefni aldraðra
hafi verið sett í forgang og að
það verði eitt af áherslumálum
ársins.
„Þetta er eitt af því sem ráð
herra hyggst beita sér fyrir og
gaf í fyrra út fyrirheit um upp
byggingu hjúkrunarheimila. Við
þurfum að takast á við þessa
áskorun sem málefnið er,“ segir
Alma.
Í desember kom út hluta úttekt
vegna alvarlegrar stöðu á bráða
móttöku og kom þar fram að of
margir bíði inni á Landspít
ala eftir þjónustu.
„Það er auðvitað
ekki gott fyrir hinn
aldraða að vera
á röngum stað í
kerfinu. Það er
öðruvísi hugsað
um aldraða á
bráðasjúkrahúsi
en á hjúkrunar
heimili. Það eru
miklu meiri gæði
fyrir hinn aldraða að
vera á hjúkrunarheim
ili. Þetta er ekki gott fyrir
kerfið í heild líkt og við bendum
á og drögum fram í þessari at
hugun.“
Eins brýnt og
það er að fjölga
hjúkrunarheim
ilum þarf einnig
að leggja áherslu
á marga aðra
þætti, líkt og
heimahjúkrun
og heima
þjónustu,
dagdvalar
úrræði og
samhæf
ingu á
öldrunarþjónustu almennt.
Síðast en ekki síst á heilsueflingu
eldri borgara.
„Við hjá embættinu erum með
verkefni sem nefnist Heilsu
eflandi samfélag. Það skiptist í
heilsueflandi leikskóla, grunn
skóla, framhaldsskóla, vinnu
markaðinn og eldri borgara. Við
höfum verið að vinna það í sam
starfi við Janus Guðlaugsson en
hann er með ýmis verkefni tengd
hreyfingu fyrir eldri borgara. Það
er margt sem kemur út úr því,
ekki bara áhrif á líkamann heldur
einnig samvera. Við vitum að
einmanaleiki er oft vandamál
hjá eldri borgunum og því fylgir
þunglyndi, kvíði og fleira. En bara
það að hinn aldraði sinni
líkamlegri hreyfingu
viðheldur það og
jafnvel eykur færni
og styrk, þannig
að fólk geti verið
lengur heima,“
segir Alma.
„En hvað
þennan
málaflokk
varðar
finnst mér
vitund
manna
vera að
vakna.“
Má l a f l o k k u r eldri borgara er f lókinn og ber þessi merki að heildarsýn hafi skort í gegnum
árin. Þó að margt sé mjög vel gert
eru einnig margir þættir þar sem
þarf verulega að gefa í enda kerfið
brotakennt og erfitt að hafa yfirsýn
yfir þá þjónustu sem í boði er. Þetta
segir Steinunn Þórðardóttir, öldr
unarlæknir á Landakoti.
„Það er ótvírætt að á Landspítal
anum liggur fjöldinn allur af ein
staklingum sem komnir eru með
samþykki fyrir hjúkrunarrými en
geta ekki útskrifast þangað vegna
skorts á plássum og ílengjast því á
spítalanum,“ segir Steinunn.
Þetta sé ekki ákjósan
leg t f y r ir þessa
einstaklinga þar
sem umhverfi
bráðasjúk ra
hú s s hent i
þ e i m i l l a .
„ Á br áð a
deildum er
oft erill allan
s ól a rh r i ng
i n n , f l y t j a
þarf fólk milli
s j ú k r a s t o f a ,
það er útsett fyrir
spítalasýkingum o.f l.
Eins er pláss á bráðasjúkra
húsi mun dýrara úrræði en pláss á
hjúkrunarheimili. Þetta veldur
legurýmaskorti á sjúkrahúsinu,
fólk sem þarf sannanlega innlögn
getur verið fast á bráðamóttökunni
dögum saman. Eins er lítið svigrúm
til að taka fólk beint inn á deildir úr
heimahúsi, þar með talið einstakl
inga með heilabilun þar sem allt er
komið í þrot heima.“
Steinunn segir það vel að stjórn
völd séu áhugasöm um að gera
betur í málefnum aldraðra og hafi
haft vítt samráð við bæði notendur
og veitendur þjónustu við þennan
hóp.
„Nú er í gangi vinna við stefnu í
Brýnt að einfalda kerfið til muna
Þurfi annað orð en flæðivanda
Lega aldraðra á Landspítala
hefur verið mikið í umræðunni
undanfarið. Vandamálið hefur
hlotið nafnið „flæðivandi“ sem
Steinunn telur ekki æskilegt að
nota og vill reyna að breyta.
„Mér finnst óheppilegt að
tala um flæðivanda þar sem
um er að ræða einstaklinga
sem þurfa á aðstoð heilbrigðis
kerfisins að halda á efri árum
eftir að hafa lagt sitt af mörkum
til samfélagsins alla tíð. Orðið
flæðivandi fær mann til að
hugsa um einstaklinga sem
stíflu eða hindrun á einhverju
óskilgreindu færibandi og mér
finnst þessi hópur ekki eiga
skilið að rætt sé um hann á
þann hátt.“
Í dag eru 42 einstaklingar á sjálfum spítalanum sem klárað hafa meðferð þar og eru að bíða eftir hjúkrunarrými. Þar fyrir utan eru 45 einstaklingar á biðdeild spítalans á Vífilsstöðum að bíða eftir hjúkrunarrými, þannig að þetta eru samtals 87 manns á bið á vegum spítalans.
Hvað þennan
málaflokk varðar
finnst mér vitund manna
vera að vakna.
Alma Dagbjört
Möller land
læknir
Þetta er frum-
skógur fyrir þá sem
starfa innan kerfisins alla
daga, hvað þá fyrir utanað-
komandi.
Steinunn
Þórðardóttir,
öldrunarlæknir
málefnum fólks með heilabilun og
er það stórt skref í rétta átt. Sam
bærileg stefnumótun þarf að eiga
sér stað á f leiri sviðum málaflokks
ins og þar þarf að taka með í reikn
inginn fyrirsjáanlega fjölgun í elstu
aldurshópunum á næstu árum.“
Verkefnið sem Steinunn telur
brýnast er að stórauka þjónustu við
eldra fólk í heimahúsi í samráði við
heilsugæsluna, sem þyrfti að fá svig
rúm og fjármagn til verksins. Efla
þurfi heimahjúkrun verulega og
einnig að bjóða fleiri dagþjálfunar
úrræði.
„Það hefur sýnt sig að kerfisbund
in heilsuefling í elstu aldurshópun
um skilar undraverðum árangri og
eru ýmis slík tilraunaverkefni þegar
í gangi hérlendis og mikil sóknar
færi þar. Eins væri mjög æskilegt að
bjóða f leiri millistig milli búsetu í
heimahúsi og á hjúkrunarheimili,
til dæmis að bjóða valkost um sam
býli fyrir þá sem eru félagslega ein
angraðir eða þurfa eftirlit en ekki
mikla hjúkrun,“ segir Steinunn.
Að lokum þyrfti að einfalda kerf
ið til muna. Í dag eru ótal rekstrar
aðilar þjónustu við aldraða, meðal
annars ríki, sveitarfélög, félagasam
tök, sjúklingasamtök og einkafyrir
tæki.
„Þetta er frumskógur fyrir þá sem
starfa innan kerfisins alla daga,
hvað þá fyrir utanaðkomandi. Það
þarf að vera skýrt hvað er í boði,
hvernig sótt er um og mikilvægt að
það séu ekki margir biðlistar eftir
svipuðum úrræðum í gangi. Eins
er afar brýnt að bregðast við út
skriftar vanda spítalans, því að það
tapa allir á stöðunni þar eins og hún
er í dag. Það þarf að koma á hvata til
að fólk fái rétta tegund þjónustu á
réttum tímapunkti.“
TILVERAN
Eitt af stóru
málum
ársins
Stjórnvöld standa
frammi fyrir þeirri stað-
reynd að meðalaldur
fólks fer hækkandi með
ári hverju. Mikil fjölgun
hefur orðið í aldurs-
flokki aldraðra og segir
landlæknir málaflokk-
inn vera áskorun enda
hafi lengi verið vandi á
Landspítala.
Gunnþórunn
Jónsdóttir
gunnthorunn@frettabladid.is
4 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
4
-0
4
-2
0
1
9
0
9
:3
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
B
E
-1
4
E
C
2
2
B
E
-1
3
B
0
2
2
B
E
-1
2
7
4
2
2
B
E
-1
1
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
6
4
s
_
3
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K