Fréttablaðið - 04.04.2019, Side 16

Fréttablaðið - 04.04.2019, Side 16
Ingrid Kuhlman er þjálfari og ráðgjaf i og jafnframt framkvæmdastjóri Þekk-ingarmiðlunar. Hún gerði nýverið rannsókn við Buck-inghamshire háskóla í Bret- landi meðal eldri borgara á Íslandi um það hvað hamingja væri fyrir þeim. Hún ræddi við 13 manns á aldrinum 70-91 árs. „Það var áhugavert að heyra hvað þau höfðu að segja. Þetta er eldra fólkið okkar, sérfræðingar í lífinu, sem er búið að ganga í gegnum súrt og sætt og hefur upplifað margt á sinni lífsleið. Við getum lært fullt af því,“ segir Ingrid. „Við þurfum að hlúa betur að þessum hópi. Það eru gerðar bæði miklar og litlar væntingar til eldri borgara að þeirra mati. Annars vegar að borga reikninga og vera til friðs, vera ekki baggi á samfélaginu en á sama tíma að vera til taks og passa barnabörn, skutla þeim og veita börnum sínum húsaskjól. Eldri borgarar þurfa að sitja við sama borð þannig að engar ákvarðanir séu teknar án þeirra. Það þarf að hlusta betur á þá og meta verðleika þeirra og reynslu.“ Þátttakendur í rannsókn Ingrid voru á sama máli um að hamingja væri eitthvað sem við sköpuðum sjálf. „Þau sögðu að maður gæti ekki bara beðið eftir hamingjunni. Maður þarf að vera sinn gæfusmið- ur og vera höfundur að eigin lífi,“ segir Ingrid. „Viðmælendur mínir ræddu einnig hvað það er mikil- vægt að hafa jákvætt viðhorf, sætta sig við það sem maður hefur og gera það besta úr hlutunum. Það eru ekki aðrir sem eiga að skapa okkar hamingju heldur við sjálf.“ Viðmælendur sögðu það afar mikilvægt að rækta tengsl við ást- vini og fólkið í kring, þá sem manni þykir vænt um. „Þau töluðu um þrjá hópa, fjölskylduna, börn og barna- börn og maka, svo ættingja og loks tengslanetið.“ Ingrid segir viðmælendur hafa verið meðvitaða um að hópurinn í þeirra aldurs- f lokki væri að stækka og að þau þyrftu að huga vel að eigin heilsu til að bæta eigin lífsgæði. „Það er andlegur, félags- leg ur, og líkamleg ur ávinningur af því að stunda reglulega lík- amsrækt. Hún bætir svefn og léttir lund- ina en eykur einnig félagslega vellíðan, því oft stundar fólk líkamsrækt í hópi. Þetta hangir allt saman.“ Þá kom fram að Eldri borgarar oft sérfræðingar í lífinu Margir sem hafa unun af því að vinna lengur „Nú er ég að fara að hætta að vinna, hvað gerist þá?“ Þetta er spurning sem vaknar hjá þeim sem eru við það að komast á ellilífeyrisaldur. Þórunn Svein- björnsdóttir, formaður Lands- sambands eldri borgara, segir að fólk þurfi að byrja að hugsa út í það snemma hvaða þýðingu starfslok hafi, í raun ekki seinna en um fimmtugt. „Flest stærri fyrirtæki halda starfslokanámskeið fyrir verðandi eldri borgara þar sem kynningar fara fram en það er oft orðið of seint. Við þurfum að auka fræðslu um starfslok og sérfræðingar þurfa að leiðbeina fólki þannig að þekking verði meiri um lífeyrissjóðina,“ segir Þórunn, auk þess sé mikil um- ræða um breytingar á eftirlauna- aldri. „Við teljum eftirlaunaaldurinn algjörlega úreltan. Það hefur nú þegar fallið eitthvað af dómum erlendis um að það sé brot á jafn- ræðisreglunni og ákveðin mann- réttindaskerðing að banna fólki að vinna eftir 70 ára aldur.“ Fólk á atvinnumarkaði með sérstöðu hefur fengið undan- þágu til atvinnuþátttöku þótt komið sé á eftirlaunaaldur, svo sem sérgreinalæknar sem eru með stofu. Á almennum vinnu- markaði og í sjálfstæðum rekstri eru ekki jafn strangar reglur hvað eftirlaunaaldur varðar en starfi fólk hjá ríki eða borg er viðkomandi bundinn við 70 ára aldurstakmarkið. „Það er ótrúlega mikill fjöldi fólks sem hefur unun af því að vinna lengur, ekki endilega fullt starf í öllum tilvikum en vissu- lega að vera lengur úti á vinnu- markaði,“ segir Þórunn. „Við viljum líka hvetja Íslendinga til að vera duglegri í að gerast sjálf- boðaliðar. Við erum langt á eftir öðrum þjóðum í þeim málum. Í Danmörku starfa um 43% eldri borgara við sjálfboðaliðastörf en ég giska á að á Íslandi séu þeir 10- 15%. Við ætlum að vekja athygli á þessu á næstunni.“ Ingrid Kuhlman, framkvæmda- stjóri Þekk- ingarmiðlunar. Það er staðreynd að samvirkni hreyfingar og hollrar nær-ingar hægir á öldrunarferl- inu. Aukin hreyfing og þjálfun geta seinkað því ferli að aldraðir þurfi á þjónustu að halda. „Fyrir hvern dag eða mánuð sem fólk getur seinkað því að flytja inn á hjúkrunarheimili þá er til mikils að vinna, bæði fyrir lífsgæði ein- staklingsins og ekki síður fyrir sam- félagið,“ segir Pétur Magnússon, for- stjóri Hrafnistu. Hann segir að þegar fólk sé komið inn á hjúkrunarheimili þurfi það yfirleitt mikla þjónustu og margir séu talsvert veikburða. „Þjónustan sem við erum að veita er til að við- halda lífsgæðum fyrir íbúana okkar í samræmi við getu, óskir og þarfir.“ Pétur segir að vannæring sé stærsta áskorunin í þjónustunni við aldraða. „Stærsta vandamálið hjá eldra fólki á Íslandi varðandi nær- ingu er hjá þeim sem búa í heima- húsum. Fólk sem býr við félagslega einangrun og er ekki duglegt að elda fyrir sjálft sig á það til að borða mat sem er einhæfur ef það yfir höfuð eldar,“ segir Pétur. „Á hjúkrunarheimilum eru marg- ir sem þyngjast eftir að hafa verið illa nærðir á meðan þeir voru í bið- tíma heima hjá sér.“ Aðspurður segir Pétur að maturinn sem boðið er upp á á Hrafnistu miðist við áhuga íbúa. Í augum yngra fólks kunni matur- inn stundum að hljóma gamaldags. Taka þurfi tillit til þess að breyting- ar geta orðið á bragðupplifun vegna lyfja, sjúkdóma og fleira. Auk þess glíma margir við depurð og þreytu sem veldur því oft að matarlystin minnki sem eykur hættuna á van- næringu. „Þegar einstaklingur er kominn svo langt í lífinu þá er viðkomandi ekki að fara að breyta um lífsstíl. Fólk fær hér bara að njóta lífsins, innan skynsamlegra marka auð- vitað. En við þurfum að vera dugleg að fylgjast með hópnum sem býr hjá okkur og taka tillit til þarfa fólksins enda er smekkur fólks mis- munandi.“ Vannæring vandamál meðal margra Pétur Magnús- son, forstjóri Hrafnistu. gott væri að taka þátt í félagsstörfum og mikilvægi þess að finna fyrir því að hafa tilgang og merkingu í líf- inu. „Að vera einhvers virði fyrir annað fólk. Stuðla að vellíðan annarra með því til dæmis að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi. Vera virkur þátttakandi í sam- félaginu og láta gott af sér leiða,“ segir Ingrid. „Einnig töluðu þau mörg hver um hvað það væri gott að halda áfram að læra og hafa eitthvað sem fangar hugann á hverjum degi, huga að áhugamálum svo sem listmálun, lesa bækur og ferðast. Það er svo gott að hafa eitthvað fyrir stafni og hlakka til einhvers sem veitir manni lífsfyllingu.“ Við teljum eftir- launaaldurinn algjörlega úreltan. Þórunn Svein- björnsdóttir, formaður Landssamtaka eldri borgara Hluti af því að taka stjórn á eigin lífi og líðan felst í núvitund og æðruleysi auk þess að láta gott af sér leiða sem oftast. Teitur Guðmundsson læknir Það er ljóst að öll eldumst við, en það er ekki sama hvernig við förum að því. Sumir verða gamlir fyrir aldur fram, aðrir eru alltaf ungir burtséð frá hrukkunum og hrörnuninni sem á sér stað með tímanum. Þá eru þeir sem eru svo heppnir að halda heilsu og vera virkir, á meðan hinir slitna og veikjast. Allt er þetta hluti af lífinu, en það er líka val hvers og eins upp að vissu marki. Samspil andlegrar og líkamlegrar vellíðunar er f lestum augljóst og óteljandi atriði sem geta haft áhrif á hvort tveggja. Það er eitthvað fallegt við það að sjá fólk njóta lífsins, sama á hvaða aldri það er. Því fylgir líka oft öfund og vanlíðan hjá þeim sem annars vegar ekki tekst það og svo hinum sem geta það ekki einhverra hluta vegna. Svo eru það sigurvegararnir sem láta ekki brjóta sig niður og neita að gefast upp þótt á móti blási. Heilsan skiptir okkur öll gríðarlegu máli og okkur hættir til að þykja það sjálfsagt að geta gengið, borðað, talað, sofið og hugsað skýrt. Það er ekki fyrr en við missum eitthvað sem við áttum okkur á því hversu mikilvægt það var okkur. Margir þeirra sjúkdóma sem valda færniskerð- ingu eru mjög vaxandi í vestrænum samfélögum sem sjá fram á verulega áskorun þegar kemur að þjónustu og meðferð. Þar má telja Alzheimer, aðra minnistruflunar- og hrörnunarsjúkdóma líkt og Parkinson svo dæmi séu tekin. En þessir hópar einstaklinga þurfa að horfa til þess eftir greiningu hvað þeir geta gert og aðstandendur þeirra þar sem augljóst er að sjúkdómurinn mun þróast. Hluti af því að taka stjórn á eigin lífi og líðan felst í núvitund og æðruleysi auk þess að láta gott af sér leiða sem oftast. Það þarf ekki að vera merkilegt, oft er nóg að sýna áhuga, spyrja spurninga, brosa, taka utan um náungann og hrósa. Nýta þau tækifæri sem gefast til að hlæja og varðveita barnið í sjálfum sér. Þessi einföldu atriði skipta máli til viðbótar við mataræði og hreyfingu að sjálfsögðu. Hluttekning í lífi hins aldraða er mikilvæg burtséð frá því hvaða sjúkdóm hann glímir við, nánd og nærvera ættingja er mikilvæg í þessu tilliti og mikil næring. Í stað þess að berjast við aldurinn ættum við að fagna honum, nýta reynsluna sem honum fylgir og vera vakandi yfir þeim breytingum sem eiga sér stað með virkum forvörnum. Sinna bæði líkama og sál, sumt þarfnast áreynslu og áræðni, en í raun eiga sömu leiðbeiningar við um unga sem aldna. Sem dæmi má nefna: Hjarta-, vöðva- og jafnvægisþjálfun helst þrisvar í viku. Dagleg samskipti við annað fólk. Hugarleik- fimi og minnisþjálfun, lærðu helst eitthvað nýtt á hverjum degi. Borðaðu almennt hollt en njóttu þess að sukka af og til. Ekki nota tóbak, drekktu áfengi í hófi og passaðu að fá þinn svefn. Stundaðu reglu- bundið kynlíf, leitaðu aðstoðar ef þarf. Segðu frá ef þér líður illa og leyfðu öðrum að njóta þess með þér þegar þér líður vel. Umfram allt gefðu bros, því það kostar ekkert! Þú ræður því hvernig þér líður, elskaðu sjálfan þig svo þú getir elskað aðra og vertu ekki að velta fyrir þér á hvaða aldri þú ert. Njóttu tímans og stundar- innar í botn, það er það sem lífið gengur út á! Að „berjast“ við aldurinn TILVERAN 4 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R16 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 4 -0 4 -2 0 1 9 0 9 :3 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 B D -E D 6 C 2 2 B D -E C 3 0 2 2 B D -E A F 4 2 2 B D -E 9 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.