Fréttablaðið - 04.04.2019, Qupperneq 28
Fólk er kynningarblað sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu
í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu
er einnig hefðbundið ritstjórnarefni.
Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@
frettabladid.is, s. 550 5761 | Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 550 5765 | Starri Freyr
Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Kristín Þorsteinsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653,
Þegar ég sýndi bestu vinkonu minni samfestinginn sagði hún: „Þetta er ekki sam-
festingur, Sunna. Þetta er Sunn-
festingur!“ því hann er eins og
klæðskerasaumaður á mig með
sínum útvíðu skálmum og ermum,
blómamunstri og litadýrð,“ segir
Sunna sem er heilluð af klæðnaði
frá hippaárunum í kringum 1970.
„Ég hrífst af litum og munstrum
og er sjúk í samfestinga, útvíðar
buxur og loðjakka eins og söng-
konurnar Janis Joplin og Joan Baez
klæddust á sjöunda áratugnum. Ég
elska að gramsa á f lóamörkuðum
en á erfitt með að fara í búðir til
þess eins að kaupa mér föt fyrir
kvöldið. Því finna flíkurnar mig,
en ekki öfugt, eins og guli In
Wear-kjóllinn sem móðursystir
mín sá í tískuversluninni Sölku
í Vestmannaeyjum og sagði mér
að kaupa því hann hefði augljós-
lega verið sérsaumaður á mig. Mér
þykir vænt um þann kjól þótt ég
hafi ekki ætlað að kaupa neitt
þegar ég söng þar í brúðkaupi í
fyrrasumar, en fötin koma alltaf til
mín þegar ég á síst peninga til að
kaupa þau,“ segir Sunna og hlær.
Hún spáir mikið í tísku.
„Föt segja mikið um manninn.
Munstrin og litagleðin láta uppi að
ég sé skapandi og hugmyndarík,
opin fyrir lífinu og möguleikum
þess, og með djörfung og þor til
að gera hlutina öðruvísi,“ segir
Sunna sem gjarnan brýtur upp
sæt blómaáhrifin með galla-
buxum og hermannaklossum eða
mótorhjólastígvélum en hún er
mótorhjólakona sem nýtur þess
í botn að geta skotist frjáls á hjóli
sínu milli landa frá heimahög-
unum í Árósum.
„Ég er lítið fyrir fylgihluti og
skart en á eina tösku sem ég nota
næstum aldrei því mér finnst best
að vera með allt í vösunum og
mamma skammaði mig oft fyrir
að vera með vasann framan á anó-
rakknum mínum fullan af drasli
eins og stóra bumbu,“ segir Sunna
og skellir upp úr af minningunni.
Hafði ekkert plan B
Sem lítil hnáta var Sunna harð-
ákveðin í að verða söngkona.
„Mér líður best þegar ég stend á
sviði og syng. Ég get ekki ímyndað
mér skemmtilegra líf en að vakna
á hverjum degi til þess eins að
spila og syngja. Ég er loks að upp-
lifa drauminn en þurfti í mikla
sjálfsskoðun til að sjá hann rætast
því á unglingsárunum fór ég að
efast um sjálfa mig og sannfærðist
um að ég vildi ekki vera í tón-
list. Eftir alls kyns nám og vinnu,
sem ég flosnaði upp úr jafnóðum,
gekkst ég loks við því að ég vildi
ekkert fremur en að gera tónlist
að ævistarfinu,“ segir Sunna sem
í haust hefur nám við ryþmíska
deild tónlistarháskólans Royal
Academy of Music í Árósum.
„Söngurinn verður mitt aðal-
hljóðfæri í náminu. Mig langar að
verða betri tónlistarmaður að öllu
leyti, ná betri tökum á tónfræði og
hljómfræði til að hafa minna fyrir
því að koma hlutunum frá mér,“
segir Sunna full tilhlökkunar að
hefja námið.
„Danski markaðurinn er miklu
stærri en sá íslenski og hér þekki
ég engan í bransanum. Því er mikil
vinna að koma sér á framfæri en í
skólanum læri ég líka tónsmíðar
og tónlistarkennslu. Ég hef því
mörg verkfæri í höndunum eftir
námið og mikill léttir að komast
inn. Ég var ekki með neitt plan B.“
Yrkir frá hjartanu
Platan Declaration er persónuleg
og frá innstu hjartarótum Sunnu.
„Í laginu Sister yrki ég til litlu
systur minnar en líka allra systra
og kvenna um málefni sem skiptir
mig miklu máli. Samfélagið ól
mig upp við að vera pen dama og
hef ég þurft að taka nokkra slagi
til að rífa mig upp úr því og skilja
að ég megi alveg hafa hátt og taka
pláss. Lagið er spiladósarlag eða
vögguvísa sem ætti að vera sungin
fyrir allar stúlkur á kvöldin, þeim
til hvatningar um að þær megi
gera hvað sem þær vilja,“ útskýrir
Sunna sem skilgreinir tónlist sína
sem þjóðlagaskotið popp.
„Ég yrki um það sem hefur
persónulega áhrif á mig. Hugur
minn stefndi til blaðamennsku,
stjórnmálafræði eða tónlistar og
ég er meðvituð um að nota tónlist
til að vekja athygli á femínisma og
þjóðfélagsmálum. Ég yrki því um
mitt líf og annarra, eins og í laginu
Watch the Water sem vísar í f lótta-
mannavandann og hvernig rætist
úr lífi manns eftir því hvorum
megin hafsins maður fæðist,“ segir
Sunna sem fær mikil viðbrögð frá
fólki sem sér sig sjálft í textum
hennar. „Það er mesta hrósið,
finnst mér; að fólk tengi við lögin
mín,“ segir Sunna.
Annað lag, Hold me loose, til-
einkar hún kærastanum sínum,
Heimi Gústafssyni.
„Það er um að treysta öðrum
fyrir hjarta sínu og sjálfum
sér. Tónlistarsköpun er eins og
þerapía. Ég nota tónlist til að
veita tilfinningum útrás og finnst
hjálpa að koma þeim á blað.“
Fann ástina á vertíð í Eyjum
Sunna fluttist þrettán ára til Dan-
merkur með foreldrum sínum og
lauk þar menntaskóla.
„Eftir stúdentspróf vildi ég
koma heim í eitt ár og réð mig á
vertíð í Eyjum þar sem ég kynntist
Vestmannaeyingnum Heimi sem
nú er kærastinn minn. Hann er
þrjóskur en eftir fimm ár tókst
mér að fá hann til að flytja með
mér út og nú höfum við keypt
okkur hús í sveitinni utan við
Árósa,“ segir Sunna sem kann vel
við Dani og Danaveldi.
„Danmörk er að öllu leyti mild-
ari en Ísland; veðrið, lífsstíllinn
og hugarfarið gagnvart vinnu og
vinnutíma. Ég fíla það ótrúlega vel.
Hér lifir fólk ekki fyrir vinnuna
heldur vinnur það til að lifa og lifa
lífi sínu lifandi utan vinnu sinnar,“
segir Sunna sem þó saknar fjöl-
skyldu og vina heima á Íslandi.
„Ég sakna líka útisundlauganna
og fjallanna því mér finnst gaman
að ganga á fjöll. Í stað þess fer ég
á ströndina og stunda sjósund á
veturna.“
Sunna er úr söngelskri fjöl-
skyldu og þessa dagana eru þau
þrjú að gefa út plötur.
„Pabbi er pönkari í hljómsveit-
inni Nýríka Nonna sem gefur út
plötu á næstunni og bróðir minn,
Huginn, er í hipphopp-senunni og
var að gefa út sína aðra plötu með
Herra Hnetusmjöri á dögunum,“
upplýsir Sunna stolt af sínum
nánustu á tónlistarsviðinu.
„Ég vonast til að geta sungið
nýju lögin heima en það er ekki
enn planað. Hver veit nema við
systkinin troðum upp einn daginn
þegar sólin skín en við Huginn
höfum rætt um að syngja saman,
þótt textarnir hans séu ekki beint
fyrir stóru systur að syngja. Hann
yrði þá með sitt hipphopp, ég með
þjóðlagapoppið og pabbi gæti
pönk ast með.“
Hægt er að hlusta á einstakar
lagasmíðar og íðilfagra rödd
Sunnu á plötunni Declaration á
Spotify og Apple Music og nálgast
hana á cd og vínyl á sunnamusic.
com.
Framhald af forsíðu ➛
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
Guli kjóllinn frá
In Wear hrópaði
á Sunnu í gegnum
móðursystur
hennar sem sá
hann eins og
klæðskerasniðinn
á Sunnu í tísku-
búðinni Sölku
í Vestmanna-
eyjum. MYNDIR/
HEIMIR GÚSTAFSSON
Samfestingur? Nei, sannkallaður Sunnfestingur af útsöluslám H&M.
Sunna með bróður sínum, Hugin, og föður þeirra, Guðlaugi Hjaltasyni.
Holtasmára 1
201 Kópavogur
(Hjartaverndarhúsið)
Sími 571 5464
FLOTTAR SÍÐBUXUR, KVARTBUXUR OG LEGGINGS
NETVERSLUN WWW.TISKUHUS.IS
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R
0
4
-0
4
-2
0
1
9
0
9
:3
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
B
E
-1
E
C
C
2
2
B
E
-1
D
9
0
2
2
B
E
-1
C
5
4
2
2
B
E
-1
B
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
6
4
s
_
3
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K