Fréttablaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 30
UPPBYGGJANDI RITMENNSKA AÐ SKRIFA SIG ÚR SKUGGANUM Í LJÓSIÐ Innifalið: Gisting í fjórar nætur, ljúffengur og hollur matur, aðgangur að sundlaugum, baðhúsinu Kjarnalundi og líkamsrækt, hóptímar, fræðsla og slökun. Umsjón: Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur. Verð með gistingu frá miðvikudegi til sunnudags er 69.000 kr. pr. einstakling. Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur leiðbeinir þátttakendum við að skrifa sig frá erfiðum tilfinningum Berum ábyrgð á eigin heilsu www.heilsustofnun.is Námskeið um páska, 17.-21. apríl 2019 Unnið verður með texta sem þátttakendur skrifa í dvölinni ásamt texta eftir aðra höfunda. Ætlunin er að nálgast skapandi skriega lýsingu á vanlíðan og depurð og reynt verður að skoða þessa líðan utanfrá með textann sem kíki. Hópeið og ritmennskuaðferðin eru notuð sem tæki til þess að stuðla að bættri líðan og skapa uppbyggjandi kraft fyrir þá sem glíma við óyndi, áhyggjur, kvíða o.. Unnið verður með texta sem þátttakendur skrifa í dvölinni. Leitað verður skapandi skriflegra leiða til þess að tjá tilfinningar eins og vanlíðan og sorg. Reynt verður að skoða þessa líðan utan frá með textann sem kíki. Ritmennskuaðferðin, með hópeflinu, er notuð sem tæki til þess að stuðla að betri líðan og skapa uppbyggjandi kraft fyrir þá sem glíma við óyndi, áhyggjur, kvíða. Á seinni stigum námskeiðs verður áherslan á að þjálfa þátttakendur í að tjá skriflega jákvæðar og uppbyggjandi tilfinningar. Skráning í síma 4830300 eða heilsa@heilsustofnun.is Sýningin Endurkoma var einn fjölmargra skemmtilegra við-burða á HönnunarMars, sem lauk í Reykjavík síðasta sunnudag. Um var að ræða samstarfsverkefni Felds verkstæðis og fatahönnuðar- ins Mörtu Heiðarsdóttur, þar sem sýnt var safn gamalla pelsa sem hafði fylgt fjölskyldunni til margra ára en nú fengið breytt útlit. „Foreldrar mínir reka Feld verkstæði og þar hef ég starfað frá því ég útskrifaðist úr fatahönnun frá Design School Kolding í Dan- mörku árið 2016. Við höfum breytt f líkum á verkstæðinu í mörg ár en algengt er að konur komi hingað með gamla erfðagripi sem þær vilja laga eða breyta. Sjálf fann ég pelsa frá foreldrum mínum fyrir nokkru síðan sem ég breytti og bjó til eins konar uppskriftir að breytingum. Þannig byrjaði þetta eiginlega hjá mér.“ Samhliða starfi sínu hjá Feldi er Marta einnig að vinna að ýmsum verkefnum sem oft tengjast skinnum. „Ég v r til dæmis að hanna inniskó með Valdísi í @10 design studio. Hú hefur verið að vinna með hrosshúðir og ég með lambaskinn og þannig urðu til mjúkir og loðnir inniskór sem við vorum með til sýnis og sölu í versluninni Akkúrat í miðborg Reykjavíkur meðan Hönnunar- Mars stóð yfir.“ Tilfinningaleg tengsl Hún segir marga eigendur pelsa hafa tilfinningaleg tengsl við þá og það sé ein af ástæðum þess að þeim sé nær aldrei hent. „Á sýn- ingunni gaf ég hverjum og einum pels nafn og tilvitnun til að gefa þeim sterkara tilfinningalegt gildi. Ég tók fjóra pelsa sem ég breytti í sex flíkur og töskur. Hver og einn pels er einstakur og því þurfti að sjá möguleikana sem hver og einn pels hafði. Flesta pelsana stytti ég en aðallega af því að þeir voru svo þungir og stórir, en þá gat ég nýtt neðri hlutann í aðra flík. Til að Hver og ein flík verður einstök Fatahönnuðurinn Marta Heiðarsdóttir og Feldur verkstæði sýndu safn gamalla pelsa á Hönn- unarMars um síðustu helgi sem allir höfðu fengið nýtt og skemmtilegt hlutverk. Fatahönnuðurinn Marta Heiðarsdóttir sýndi pelsa á HönnunarMars sem höfðu fengið nýtt líf. Hún útskrifaðist úr fatahönnun frá Design School Kolding, í Danmörku árið 2016. Í bakgrunni má sjá jakka sem Marta saumaði úr neðri partinum af annarri flík. Bleikt litað lambaskinnið setur svo mjög skemmtilegan svip á jakkann. Það var gaman að skoða gamlar flíkur lifna við á ný. Marta nýtti kraga sem fannst inni á lager á verkstæðinu. Hún saumaði kraga og ermar fyrir jakka sem hægt er að taka af og setja á að vild. Sýningin var vel sótt á HönnunarMars um síðustu helgi en hún var haldin í húsakynnum Felds verkstæðis, að Snorrabraut 54 í Reykjavík. Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is gera pelsana meira eftir mínu höfði bætti ég við bleiku lambaskinni og gömlum pelsatölum sem eru búnar að liggja í skúffu í mörg ár.“ Meiri meðvitund Henni finnst fólk almennt vera mun meðvitaðra en áður um nýtingu fatnaðar. „Það var gaman að sjá áhuga fólks á sýningunni enda er þetta mikið í umræðunni í dag og margar konur eiga pelsa sem hanga inni í fataskáp. Það sem mér finnst einstakt við pelsa er það hvernig fólk passar upp á flíkina og vill geyma hana í stað þess að henda henni. Við ættum að hugsa um allar f líkur eins og við hugsum um pelsana okkar, þ.e. vanda valið, fara vel með og ef eitthvað kemur fyrir að fara þá beinustu leið á saumastofu.“ 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 0 4 -0 4 -2 0 1 9 0 9 :3 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 B E -0 B 0 C 2 2 B E -0 9 D 0 2 2 B E -0 8 9 4 2 2 B E -0 7 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.