Fréttablaðið - 04.04.2019, Síða 34

Fréttablaðið - 04.04.2019, Síða 34
Ginnie Chadwyck-Healey og hertogaynjan þekkjast vel en þær voru saman í St. Andrews og sátu og lærðu saman listasögu. Chadwyck-Healey kemur í stað Natöshu Archer sem fór í fæðingarorlof í janúar. Bresku miðlarnir tóku strax eftir breytingunni þegar hertoga- ynjan fór að velja sín eigin föt til að koma fram. Janúar og febrúar voru henni erfiðir – hvað föt snerti. Allavega sló hún lítið í gegn hjá bresku miðlunum sem fylgjast með hverju fótmáli hennar. Það var fyrrverandi ritstjóri Vogue, Alexandra Shulman, sem uppljóstraði hver nýi stílistinn væri og bresku blöðin eru á einu máli um að hið nýja lúkk Katrínar sé ekk- ert minna en stórkostlegt. Hún sé komin í fimmta gír í tískunni og búin að henda út þeim stíl sem ein- kenndi hana þessa fyrstu mánuði ársins fyrir Missoni, Manu Atelier, Gucci og fleiri rándýr merki – sem hæfa kóngafólki. Nýr stílisti Katrínar slær í gegn Kate Middleton hefur ráðið sér nýjan stílista samkvæmt breskum fjölmiðlum. Tískuráð- gjafinn, Ginnie Chad- wyck-Healey, hef- ur breytt fatastíl hertogynjunnar svo eftir hefur verið tekið. Katrín mætir á viðburð skáta í Gil- well-garðinum í lok mars íklædd J.Crew peysu, grænum jakka, þröngum buxum og skóm frá Chloé. Í byrjun mars birtist Katrín í Catherine Walker-jakka þegar hún sinnti skyldum sínum ásamt drottningunni. Hún hefur áður klæðst merkinu. Gucci varð fyrir valinu þegar hún heimsótti Henry Fawcett-stofnun- ina. Veskið setti punktinn yfir i-ið. Katrín í Mulberry frakka sem kostar 1.735 pund eða rúmar 275 þúsund krónur. Tímalaus og glæsileg. í Blackpool var Katrín í þessari grænu kápu frá Sportmax. Undir var hún í kjól frá Michael Kors og taskan kom frá Manu Atelier. Hjónakornin glæsilegu koma til Westminster Abbey. Hún í Catherine Walker-jakka sem aðdáendur bentu á að hefði einnig orðið fyrir valinu árið 2014 á Nýja-Sjá- landi. Skórnir og veskið eru frá Emmy London. Vilhjálmur og Katrín skála í besta bjór í heimi, Guinness á St. Patricks deginum. Katrín var þá í nýjum frakka frá Alexander McQueen. Í Belfast í byrjun árs valdi Katrín að fara í Missoni-kjól sem sló lítið í gegn í breskum fjölmiðlum. Þá hafði stílistinn farið í barn- eignarleyfi og sá hún sjálf um að velja fötin. ÚT AÐ HJÓLA Föstudaginn 12. apríl gefur Fréttablaðið út sérblaðið Út að hjóla. Í þessu skemmtilega blaði er fjallað um allt sem viðkemur hjólreiðum á Íslandi. Allir sem stunda hjólreiðar að einhverju marki munu finna áhugavert efni í blaðinu. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Nánari upplýsingar um blaðið veitir Arnar Magnússon sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 550 5652 / arnarm@frettabladid.is FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryg u þér gott uglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 0 4 -0 4 -2 0 1 9 0 9 :3 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 B D -F C 3 C 2 2 B D -F B 0 0 2 2 B D -F 9 C 4 2 2 B D -F 8 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.