Fréttablaðið - 04.04.2019, Side 46
BÍLAR
Vinsælasti rafbíllinn á Vestur-löndum, Nissan Leaf, hefur verið kjörinn bíll ársins
2019 á Kanaríeyjum, þar sem íbúar
eru rúmar tvær milljónir. Nissan
er eina merkið sem unnið hefur
titilinn fjórum sinnum á eyjaklas-
anum. Áður voru það Juke 2011,
Pulsar 2014, Micra 2017 og nú Leaf
2019, sem er jafnframt fyrsti raf-
bíllinn sem Kanaríeyjabúar sæma
nafnbótinni. Við val á bíl ársins eru
lögð saman gefin stig í átta flokkum
sem taka meðal annars til öryggis,
hönnunar og útlits, nýsköpunar,
tækni og þjónustu framleiðandans.
Að mati dómnefndar er Leaf sá bíll
á markaðnum sem uppfyllir best
væntingar viðskiptavina. Það var
forseti hins spænska sjálfstjórnar-
svæðis Kanaríeyja, Fernando Cla-
vijo Batlle, sem afhenti verðlaunin
við hátíðlegt tækifæri og tók Marco
Toro, yfirmaður Nissan á Íberíu-
skaga, við verðlaununum.
Leaf er langvinsælasti rafbíllinn á
Kanaríeyjum og eiga íbúar eyjanna
sinn þátt í þeim áfanga sem Leaf náði
nýlega, að seljast í 400 þúsund ein-
tökum, en Leaf er mest seldi fimm
manna 100% raf knúni fólksbíll-
inn á heimsmarkaði. Samtals hafa
ökumenn Leaf ekið bílunum um 10
milljarða kílómetra frá árinu 2010
þegar Leaf fór fyrst í sölu og sparað
um 10 milljónir olítunna.
Leaf er ekki aðeins mest seldi raf-
bíll Evrópu heldur hefur hann líka
náð þeim áfanga að verða vinsæl-
asti bíllinn á markaðnum í Noregi,
þar sem hann var söluhæsti bíllinn
2018. Leaf er einnig vinsælasti raf-
bíll Spánar og á síðasta ári undir-
ritaði Nissan samning við yfirvöld
á Tenerife, einni eyju Kanaríeyja,
um kynningarátak til að kynna
umhverfisvænar samgöngur með
orkuskiptum í því skyni að bæta
loftgæði. Sem stendur er Leaf seldur
í 50 löndum og á árinu bætast fleiri
lönd við þegar hann fer í sölu á sex
mörkuðum í Suður-Ameríku.
Nissan Leaf bíll ársins 2019 á Kanaríeyjum
Forseti hins spænska sjálfstjórnarsvæðis Kanaríeyja, Fernando Clavijo
Batlle, afhendir Marco Toro, yfirmanni Nissan á Íberíuskaga, verðlaunin.
Á rafbíl eins og
I-Pace skila um
90% orku raf-
hlöðunnar sér
beint til hjólanna
til að knýja bílinn
áfram. Í bensín- og
dísilbílum skila sér
aðeins á milli 30
og 40 prósent ork-
unnar til hjólanna.
Framleiðslustjóri Jaguar, Giles Lenthall, hitti nýlega bílablaðamanninn og sjónvarpsþáttastjórn-andann Jonny Smith hjá BBC til að ræða kosti raf-
bíla og hvernig best sé að umgangast
þessa nýju tækni sem ryður sér sífellt
meira rúm á hinum alþjóðlega bíla-
markaði þar sem orkuskiptin í sam-
göngum bera hæst. Þegar Jonny og
Giles hittust hafði Jonny haft fjór-
hjóladrifna rafbílinn Jaguar I-Pace
að láni í sólarhring og vildi fræðast
um það hjá Giles hvernig hann gæti
nýtt sér kosti bílsins til hins ítrasta
með sem hagkvæmustum hætti.
Eftir níu mánaða reynslu af notkun
I-Pace hafði Giles ýmis ráð og heil-
ræði til að gefa Jonny, ráð sem nýtast
öllum sem vilja kynna sér kosti raf-
bíla.
Heimahleðslustöð besti kosturinn
Til að byrja með ráðleggur Giles
raf bílaeigendum að fá sér heima-
hleðslustöð til að hlaða bílinn í
rólegheitum þegar heim er komið.
Hann segir notkun og umgengni
við heimahleðslustöðvar ekki ólíka
umgengni okkar við snjallsíma sem
við setjum gjarnan í hleðslu þegar
heim er komið að loknum vinnu-
degi. Þessi venjubundna hegðun
er af sama meiði: Að morgni er raf-
bíllinn fullhlaðinn, rétt eins og
snjallsíminn. Kostur heimahleðslu-
stöðvarinnar umfram hleðslu við
venjulega heimilisinnstungu er m.a.
sá að heimahleðslustöðin er mun
fljótari að hlaða bílinn og í ljósi dag-
legra nota þar sem flestir ökumenn
fara fremur stuttar vegalengdir dag
hvern eru kostir hennar ótvíræðir.
Ók 3.000 km fyrir 4.000 krónur
Þegar Giles og fjölskylda ráðgera
helgarferð úr fyrir borgina skipu-
leggja þau ferðalagið með tilliti til
þess hvar orkusölustöðvar eru á
leiðinni og athuga einnig hvort hægt
sé að hlaða bílinn á gististöðunum.
Slík skipulagning hefur þó sífellt
minna vægi eftir því sem hleðslu-
stöðvum fjölgar í Evrópu og það
er að gerast mjög hratt. Giles hefur
ekið bílnum sínum mikið, hann fer
m.a. reglulega í heimsókn til foreldra
sinna sem búa í München og aldrei
lent í vandræðum. Sömu sögu er að
segja af samstarfskonu hans sem fór
í sumarfrí um Evrópu sl. sumar og
ók meira en 3.000 km án nokkurra
vandræða í daglegum akstri á alla þá
áfangastaði sem hún hafði ráðgert. Á
ferðalaginu eyddi hún einungis sem
svarar 25 sterlingspundum í raf-
orkukaup. Það svarar til um fjögur
þúsund króna.
Góð drægni I-Pace
Uppgefið drægi rafhlöðu I-Pace er
um 470 km samkvæmt WLTP staðl-
inum. Fjölmargir utanaðkomandi
þættir ráða þó rauneyðslu raf bíla
rétt eins og þegar skoðuð er raund-
rægni bíla með sprengihreyfli. Þar
ræður t.d. aksturslag ökumannsins
miklu og í tilfelli I-Pace, sem er um
400 hestöfl og innan við 5 sekúndur
að ná 100 km hraða úr kyrrstöðu,
getur það reynst sumum erfitt að
aka bílnum þannig að orkan nýtist
sem best. Giles segir að veðurfarið
hafi líka áhrif, eftir því sem kald-
ara sé styttist drægið. Einnig hefur
notkun mismunandi búnaðar áhrif
á eyðsluna, svo sem sætis- og rúðu-
hitarar, miðstöðin og fleira auk þess
sem farangursmagn og farþegafjöldi,
loftþrýstingur í dekkjum og annað
hafa líka áhrif rétt eins og í öllum
tegundum ökutækja óháð orkugjafa.
Að teknu tilliti til ytri áhrifaþátta á
drægi rafbíla segir Giles þó að öku-
menn Jaguar I-Pace geti almennt
treyst því að komast að um 230 km
á hleðslunni óháð ökulagi, hleðslu,
veðri og vindum.
90% orkunnar
skila sér til hjólanna
Einn eðliseiginleika rafbíla er skil-
virkni orkunnar. Á raf bíl eins
og I-Pace skila um 90% orku raf-
hlöðunnar sér beint til hjólanna
til að knýja bílinn áfram. Í tilfelli
bensín- og dísilbíla skila sér aðeins
á milli 30 og 40 prósent orkunnar
til hjólanna. Afgangurinn eyðist í
viðnámi vélarhlutanna, bæði í ein-
stökum mótorhlutum en líka í loft-
og olíusíu auk þess sem lausagangur
vélar í kyrrstöðu eyðir mikilli orku.
Þessi atriði eiga ekki við um rafbíla.
Samsetning rafbíla lýtur allt öðrum
lögmálum, slit- og viðnámsfletir eru
mjög fáir og afköstin að sama skapi
margföld á við sprengihreyfil. Giles
segir reynsluna af rafbílum almennt
þá að þegar fólk hafi einu sinni reynt
rafbíl til lengri tíma sé mjög fátítt að
hinir sömu vilji skipta aftur yfir í bíl
með sprengihreyfli.
Þeir sem aka rafbíl vilja almennt
ekki aftur bíl með sprengihreyfli
Finnur
Thorlacius
finnurth@frettabladid.is
Á rafbíl eins og I-Pace skila um 90% orku rafhlöðunnar sér beint til hjólanna til að knýja bílinn áfram. Í tilfelli bensín- og dísilbíla skila sér aðeins á milli 30 og 40 prósent orkunnar til hjólanna.
Þau Aura svo á mig
Borga
Rukka
Skipta
4 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R30 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
4
-0
4
-2
0
1
9
0
9
:3
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
B
E
-0
B
0
C
2
2
B
E
-0
9
D
0
2
2
B
E
-0
8
9
4
2
2
B
E
-0
7
5
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
6
4
s
_
3
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K