Fréttablaðið - 04.04.2019, Síða 48
Menjar eftir Rósu
Ómarsdóttur flutt í
Tjarnarbíói. Hefur
verið sýnt víða í
Evrópu við góðar
viðtökur.
Dagana 4.-7. apríl verður h a l d i n d a n s h á t í ð Tjarnarbíós og Reykja-vík Dance Festival undir nafninu Vorblót
og þar verða könnuð mörkin milli
dans, leiklistar og tónlistar. Meðal
verka sem sýnd verða er verk eftir
Rósu Ómarsdóttur, Menjar (Traces).
Einungis verður ein sýning, í kvöld,
fimmtudaginn 4. apríl kl. 20.
Verkið var frumsýnt í nóvember
2017 í leikhúsinu Beursschouwburg
í Brussel. Síðan þá hefur það verið
sýnt í stórum leikhúsum og á hátíð-
um víðsvegar um Evrópu, í Stokk-
hólmi, Noregi, Belgíu, Hollandi og
Grikklandi, og hlotið mjög góðar
viðtökur og gagnrýni.
Frumskógarleg stemning
„Verkið er dansverk en tónlist og
sviðsmynd leika þar stórt hlut-
verk,“ segir Rósa. „Umhverfisvitund
brann á listræna hópnum sem vann
að verkinu. Í daglegu lífi erum við
að velta því fyrir okkur hvernig við
hegðum okkur og hvaða ummerki
við skiljum eftir okkur í náttúrunni.
Við vildum taka þennan hugsunar-
hátt inn í æfingarferlið og sýning-
una. Í verkinu er verið að skoða
samband manns við umhverfi sitt,
en það er eins og maðurinn líti svo
á að hann standi fyrir utan nátt-
úruna. Hann gleymir því að hann
er hluti af henni.
Verkið er samspil dansara og
sviðsmyndar og saman mynda
þau ákveðið landslag eða náttúru
sem tekur sífelldum breytingum.
Áhorfendur sitja í kringum sviðið
og á sviðinu er lítil tjörn, gras og
plöntur og loðin efni. Lýsingin varp-
ar skuggum þannig að stemningin
verður frumskógarleg. Við notum
röddina til að framkalla hljóð og
munnhljóð verða til dæmis að
rigningarhljóðum. Allt fær líf fyrir
framan augu áhorfenda.“
Sveinbjörn Thorarensen, einnig
þekktur sem Hermigervill, sér um
hljóð og tónlist. „Hann setur hljóð-
nema á raddbönd okkar dansarana
og hljóðnemar eru einnig í rýminu
og úr þessu skapar hann mjög fal-
lega hljóðmynd,“ segir Rósa. Sviðs-
mynd er eftir verðlaunahönnuðinn
Rögnu Þórunni Ragnarsdóttur.
Dansarar eru: Rósa Ómarsdóttir,
Inga Huld Hákonardóttir, Jeanne
Colin og Siet Reaymeakers. Lýsing
er í höndum Elke Veraktert.
Dansborgin Brussel
Rósa lærði dans í P.A.R.T.S. dans-
skólanum í Brussel og eftir fjögurra
ára nám kaus hún að búa áfram í
borginni og einbeitir sér að því að
semja dansverk. „Brussel er mikil
dansborg. Þar er mikið um tilrauna-
starfsemi. Mörkin milli leikhúss og
dans hafa máðst út og einnig mörk-
in milli leikhúss og myndlistar, en
dans er líka að færast inn í söfn og
gallerí. Ég held að það sé jafnvel
meiri dans en leikhús í Brussel,“
segir hún.
Rósa byrjaði í fimleikum og ball-
ett. „Þegar ég var unglingur áttaði ég
mig á því að ballettinn var ekki fyrir
mig og byrjaði í Listdansskólanum
á nútímadansbraut. Ég var alltaf
leitandi að möguleikum í dansinum
og þegar Erna Ómarsdóttir kom til
landsins þá sá ég að það var hægt
að gera svo ótal margt. Svo fór ég til
Brussel og þar opnuðust allar dyr.
Í dansverkum mínum hef ég ekki
mikinn áhuga á mannslíkamanum
einum og sér heldur vil ég vinna
með hann í samtali við ýmislegt
annað. Ég blanda venjulega saman
dansi, tónlist og sviðsmynd.
Þetta verk er upplifunarverk, það
er fyrir öll skilningarvitin. Áhorf-
endur sitja í kringum sviðið og hver
og einn fær sitt sjónarhorn á verkið.
Það er engin ein leið til að horfa á
verkið. Þetta er dálítið eins og þegar
maður horfir á náttúruna, þú tekur
eftir einhverju einu og ég eftir öðru.
Þetta er þannig verk og áhorfendur
ættu að koma og njóta og upplifa.“
Dansverk um samband
manns við umhverfið
„Ég blanda venjulega saman dansi, tónlist og sviðsmynd,“ segir Rósa. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Umfjöllunarefni verksins er ekki
síst maðurinn í náttúrunni.
MYND/STANISLAV DOBAC
VIÐ NOTUM RÖDDINA
TIL AÐ FRAMKALLA
HLJÓÐ OG MUNNHLJÓÐ VERÐA
TIL DÆMIS AÐ RIGNINGAR-
HLJÓÐUM. ALLT FÆR LÍF FYRIR
FRAMAN AUGU ÁHORFENDA.
Brynjar Sigurðarson og Veron-ika Sedlmair sýna verk sín á sýningunni Fyrirvari sem
nú stendur yfir í Hafnarborg. Verk
þeirra taka á sig margar myndir
og þar er að finna teikningar, ljós-
myndir, myndbönd, hljóð og hluti.
Samband mannsins við umhverfi
sitt er sterkur þráður í verkum
þeirra.
Segja má að sýningin miði að
því að þýða eða tengja saman hluti
í umhverfinu við hugmyndir og
hugleiðingar að nýjum hlutum, en á
sýningunni er sköpunarferlið sjálft
sýningarefnið. Listamennirnir sjá
vinnu sem röð af möguleikum og
uppsprettu fyrir nýja hluti. Þann-
ig verður hljóð kveikja að hlut og
ljósmynd spinnur jafnvel af sér
formæfingu í teikningu. Markmið
sýningarinnar er að nýta og sýna
öll þessi stig og miðla eða setja fram
eins konar kortlagningu á tenging-
um milli hluta og viðfangsefna, að
leggja fram og myndgera ferli, hug-
myndir og uppsprettur.
Vinna allt saman
„Við höfum flakkað nokkuð mikið
milli miðla og hugmynda. Við
stunduðum bæði hönnunarnám og
þar lærir maður að vinna með efni
og eiginleika þeirra og fer um leið að
velta fyrir sér áferðum og hvernig
mismunandi efni vinna saman,“
segir Brynjar. „Rannsóknarvinna
er hluti af listsköpun okkar, það að
skoða hluti og æfa sig í því að horfa
á þá. Þessar æfingar eru mikilvægur
hluti af vinnu okkar. Við æfum
okkur í því að horfa, hlusta, skapa
tónlist og teikna. Þetta skilar sér,
ef maður tekur nokkra daga í að
teikna þá skapast eins konar næmni
fyrir formum eða litum sem skilar
sér í listsköpunina. Við vinnum allt
saman. Við erum nýgift og höfum
unnið saman í fimm ár og reynum
að virða og rækta mismunandi
eiginleika í samvinnunni.“
Verkin á sýningunni eru afar
fjölbreytt og þar á sannarlega við
að sjón sé sögu ríkari. „Þetta er
umhverfi, fullt af hlutum og pæl-
ingum. Við erum að kortleggja
þessa hluti og það má sjá einhvers
konar tengingar milli þess sem við
gerum,“ segir Brynjar.
Alls kyns spennandi efni
„Við fundum alls kyns spennandi
efni, eins og til dæmis steina sem
við söfnuðum,“ segir Veronika. „Ég
er heilluð af sérstæðum hlutum og
ég vona að fólk heillist sömuleiðis
af þeim.“
Þau búa í Suður-Frakklandi en
bjuggu áður í fjögur ár í Berlín og
segjast leggja ríka áherslu að heim-
sækja Ísland reglulega og vera þá í
nokkrar vikur. Saman standa þau
að íslensk-þýsku hönnunarstof-
unni Studio Brynjar & Veronika.
Þau hafa unnið margvísleg verkefni
fyrir fyrirtæki og gallerí og hlotið
ýmis verðlaun og viðurkenningar
fyrir hönnunarstörf sín.
kolbrunb@frettabladid.is
Kortlagning hluta
Brynjar Sigurðarson og Veronika
Sedlmair sýna í Hafnarborg. Rann
sóknar vinna hluti af listsköpuninni.
Brynjar og Veronika hafa hlotið verðlaun fyrir hönnun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Þetta er umhverfi, fullt af hlutum og pælingum,“ segir Brynjar.
RANNSÓKNARVINNA
ER HLUTI AF LIST-
SKÖPUN OKKAR, ÞAÐ AÐ SKOÐA
HLUTI OG ÆFA SIG Í ÞVÍ AÐ
HORFA Á ÞÁ.
4 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R32 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING
0
4
-0
4
-2
0
1
9
0
9
:3
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
B
D
-F
7
4
C
2
2
B
D
-F
6
1
0
2
2
B
D
-F
4
D
4
2
2
B
D
-F
3
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
6
4
s
_
3
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K