Fréttablaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 52
Tilboðsblöð og nánari upplýsingar má finna á reykjavik.is/lodir Bergþórugata 18 Lóð til sölu Reykjavíkurborg óskar eftir kauptilboðum í byggingarrétt við Bergþórugötu 18, samtals 216 m2. Gamall virðulegur hlynur Við lóðarmörk stendur gamall og virðulegur hlynur með hátt varðveislugildi og er hann mikilvægur hluti af ásýnd götunnar. Tréð skal standa og við framkvæmdir á lóðinni skal tryggja að tréð beri ekki skaða af. Skilafrestur tilboða til þjónustuvers Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, er til kl. 14:00 þann 10. apríl 2019. FA R 04 19 -0 4 KVIKMYNDIR Us Leikstjórn: Jordan Peele Aðalhlutverk: Lupita Nyong’o, Winston Duke , Shahadi Wright Joseph, Evan Alex Hálf heimsbyggðin og jafn-vel gott betur virðist ekki geta haldið vatni yfir hryll- ingsmyndinni Us, sem má teljast undarlegt þar sem slík er hún heldur bragðdauf og lítt spennandi. Huggulegt sumarleyf i ósköp venjulegrar kjarnafjölskyldu snýst snarlega upp í martröð þegar illir tvífarar f jölskyldumeðlimanna banka upp á með illt eitt í huga. Jordan Peele grautar hér saman mörgum helstu yrkisefnum hryll- ingsmyndanna, sundrung kjarna- fjölskyldunnar, tvífaraminninu og ýmsu öðru og vísar, oft skemmti- lega, í klassískan hrylling. Myndin fer feikivel af stað og ekki verður af leikstjóranum tekið að hann nær oft upp býsna drungalegri stemningu með tónlist, útpældu myndmáli og fimleikum með töku- vélina. Stóri gallinn er bara hversu losaralegt þetta allt saman er og grunnsagan er í raun veik og að manni læðist sá grunur að öll athyglin og hrifningin séu í raun eftirskjálftar frá síðustu mynd hans, þeirri stórgóðu Get Out. Síðan eru vitaskuld ótal túlkun- armöguleikar í boði og hægt að lesa alls konar hyldjúpa samfélagsgagn- rýni út úr þessu. Þá vitaskuld margt sem er ákaf lega brýnt í Banda- ríkjum Trumps. Þessar pælingar enda því miður líka úti í móa vegna ómarkviss hálfkáks. Us er full af frábæru hráefni en úrvinnslan er ekki betri en svo að hún verður fljótt langdregin og það sem verra er, leiðinleg. Þórarinn Þórarinsson NIÐURSTAÐA: Spennusnauð og hryllingslaus hryllingsmynd sem þvælist stefnulaust í ýmsar áhugaverðar áttir og verður ekki, þrátt fyrir góða viðleitni, neitt sérstaklega hvöss samfélagsádeila. Lágspennufall Lupita Nyong’o kemst í hann krappann þegar hún mætir illum tvífara sínum. US ER FULL AF FRÁBÆRU HRÁEFNI EN ÚRVINNSL- AN ER EKKI BETRI EN SVO AÐ HÚN VERÐUR FLJÓTT LANG- DREGIN. Gaslýsing in er t il dæmis talin ein-kenna stjórnunar-stíl Donalds Trump Bandaríkjaforseta og nægir í því sam- bandi að nefna bókina Gaslighting America: Why We Love It When Trump Lies to Us, eftir Amöndu Carpenter. Og þótt gaslýsing hljóti að hljóma nokkuð einkennilega í okkar raf- lýsta samfélagi þá stunda íslenskir stjórnmálamenn hana af allnokkru kappi. Þórður Snær Júlísson, rit- stjóri Kjarnans, gastengdi íslenska pólitík í leiðara í september 2017 þar sem hann sagði meðal annars: „Tæknin sem beitt er kallast á ensku „gaslighting“, eða gaslýsing, og er þekkt pólitískt bragð. Í henni felst að neita stanslaust allri sök, afvegaleiða, setja fram mótsagnir, ljúga upp á fólk afstöðu, hengja sig í öll aukaatriði og hanna nýja atburðarás eftir á sem hentar mál- stað þess sem er að verja sig.“ Kunnuglegt en ennþá fyrirfinnst ekki betri útskýring á eðli gas- lýsingar en sjálf uppsprettan, kvik- myndin Gaslight frá 1944. Hún er að vísu byggð á samnefndu leikriti frá 1938, var áður kvikmynduð 1940. Þekktasta útgáfan er þó sú frá 1944, með Ingrid Bergman og Charl- es Boyer í aðalhlutverkum. Frábær mynd sem eldist vel og kallast í nýju gasljósi skemmtilega átakanlega á við samtímann. Í Gaslight leikur Bergman unga konu sem giftist ósköp ljúfum manni sem byrjar f ljótt að grafa undan sjálfsöryggi hennar og geð- heilsu. Hann klifar stöðugt á því að hún sé gleymin og alltaf að týna hlutum sem væri rétt ef hann sjálfur væri ekki á fullu í því að fela hluti og skamma hana síðan fyrir að hafa glatað þeim. Hún verður í raun stofufangi á eigin heimili enda karlinn búinn að sannfæra hana um að hún sé of heilsutæp til þess að vera að spóka sig á almannafæri. Á kvöldin heyrir hún brölt og bank í veggjum hússins og gaslýsingin dofnar kerfisbundið fyrir augum hennar en allt á þetta víst bara að vera ímyndun í henni. Gaslýsingin er þannig ekki bundin við stjórnmálamenn og í upphafi var hún kynnt til leiks sem kúgunartæki innan veggja heim- ilisins, en einræðisherrar og leið- togar sértrúarsafnaða hafa einnig í gegnum tíðina sýnt fram á nokkra leikni í gaslýsingum. Kjarninn í hugtakinu eins og það birtist í bíómyndinni er að einn lýgur ítrekað að öðrum af svo mikilli sannfæringu að nánast er um heilaþvott að ræða og sá sem beittur er blekkingunni endar með að efast um eigin geðheilsu. Þróar í raun með sér einhvers konar Stokk- hólmsheilkenni og endar með að trúa og treysta í algerri blindni á gaslýsarann. Kunnuglegt? Í því þrúgandi pólitíska and- rúmi vorra tíma sem er hlaðið fals- fréttum, lygum, hálfsannleik og útpældum blekkingum er óhætt að mæla með því við allt hugsandi fólk og ekki síður þá sem eru þegar blindaðir af gasljósunum að drífa sig í að horfa á Gaslight frá 1944. thorarinn@frettabladid.is Gaslýsing þá og nú Gaslýsing er stunduð grimmt í samtíma- pólitík en hugtakið má rekja til Gaslight frá 1944 sem öllum væri hollt að horfa á. Ingrid Bergman er stórkostleg í hlutverki ungrar eiginkonu sem eigin- maðurinn tekur á taugum með markvissri gaslýsingu. Charles Boyer leikur sikkópatískan eiginmanninn sem kynnir gaslýsinguna til leiks sem stjórnunartæki. 4 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R36 BÍÓ 0 4 -0 4 -2 0 1 9 0 9 :3 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 B E -0 6 1 C 2 2 B E -0 4 E 0 2 2 B E -0 3 A 4 2 2 B E -0 2 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.