Fréttablaðið - 11.04.2019, Síða 4

Fréttablaðið - 11.04.2019, Síða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið HEILBRIGÐISMÁL „Á síðustu þremur árum höfum við séð styrkinn fara upp á við og þróunin á f leiri ára tímabili er upp á við,“ segir Valþór Ásgrímsson, verkefnastjóri hjá Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði (RLE) um þau sýni af haldlögðu kókaíni sem stofnunin fær til rannsóknar. Þró- unin sé sambærileg á heimsvísu, framboðið mikið og styrkleikinn að aukast. Dómar sem fallið hafa í smyglmálum sýna að nær hreint kókaín er að koma til landsins. Undanfarin ár hafa tollverðir lagt hald á tugi kílóa af kókaíni í Leifsstöð og varð sprenging í þeim efnum árið 2017. Aukið framboð og eftirspurn er að mati sérfræðinga til vitnis um góðæri undangenginna ára enda notkun kókaíns gjarnan beintengd efnahagsaðstæðum hverju sinni. Fréttablaðið hefur áður fjallað um metinnf lutning á kókaíni á liðnum árum og lögreglan staðfest að þar á bæ taki menn eftir sífellt meira af efninu í umferð. Í síðasta mánuði hafði RÚV eftir sér- fræðingum RLE að magn kókaíns hefði nærri fjórfaldast í frárennslis- vatni frá Reykjavík á tveimur árum ef marka má rannsókn á sýnum úr tveimur hreinsistöðvum. Önnur heimild um magnið og styrkleika efnanna er í dómskjöl- um hér á landi. Fréttablaðið fór í gegnum alla kókaíntengda dóma sem féllu í fyrra, þar sem efnin voru ýmist haldlögð við innflutning eða í stærri húsleitum. Í fimmtán dóms- málum var um að tefla alls 11 kíló af haldlögðu kókaíni. Í tólf þessara mála var styrkleiki efnanna birtur í dómnum og reyndist hann að með- altali 66 prósent. Styrkleikinn var allt frá 31 prósenti upp í 86 prósent og verður vart meiri en það. Athygli vekur að í tvígang mæld- ist styrkleiki kókaíns svo hár. Í öðru málinu var um að ræða smygl á 2,1 kílói frá Barcelona á Spáni en í því síðara var um 141 gramm sem var að koma frá Amsterdam í Hollandi. Frá Zürich í Sviss kom svo rúmt kíló að 84 prósenta styrkleika. Til að setja hreinleika efnis að 86 prósenta styrkleika í samhengi þá fengust þær upplýsingar frá RLE að það sé svo gott sem hreint kókaín. Fræðilega geti gildið ekki orðið hærra en 89 prósent, sem væri sam- svarandi hreinu – eða 100 prósent kókaínklóríði. Þessi aukni styrkleiki efna er áhyggjuefni. Árið 2017 gerðist það í Bretlandi að lögregluyfirvöld í Eastbourne sáu sig tilneydd til að vara sérstaklega við sérlega hreinu kókaíni í umferð þar enda notendur líklega vanari vægari skömmtum og neysla sama magns af hreinu kóka- íni gæti endað með ósköpum. Því sterkara sem kókaínið er þeim mun meiri líkur eru á eitr- unareinkennum, vægari jafnt sem alvarlegum, en við þær aðstæður er leitað á bráðamóttökuna. Jón Magnús Kristjánsson, yfir- læknir bráðalækninga á Landspítal- anum, segir fjölgun á komum vegna fíkniefna almennt. „En það er klár aukning frá því sem var fyrir fimm árum,“ segir Jón Magnús um kókaínið sérstaklega. mikael@frettabladid.is Kókaínið hér á landi verður sífellt hreinna og hættulegra Rannsóknastofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði merkir aukningu í styrkleika kókaíns sem haldlagt hefur verið hér á landi síðustu ár. Það magn hefur aukist verulega. Í fyrra féllu tveir dómar þar sem reynt var að smygla nær hreinu kókaíni. Fleiri leita á bráðamóttöku Landspítalans vegna eitrunar. Framboð kókaíns og styrkur hefur aukist síðustu ár. NORDICPHOTOS/GETTY Það er klár aukning frá því sem var fyrir fimm árum. Jón Magnús Krist- jánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum 86% var styrkleiki kókaíns sem smyglað var til landsins og dæmt fyrir í fyrra. Sérfræð- ingar segja þetta nær hreint efni. UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 jeep.is NÝR JEEP CHEROKEE PÁSKATILBOÐ ® JEEP® CHEROKEE LONGITUDE LUXURY VERÐ FRÁ: 7.990.000 KR. JEEP® CHEROKEE LIMITED VERÐ FRÁ: 9.580.000 KR. Aukahlutir að verðmæti 730.000 kr. fylgja öllum nýjum Jeep® Cherokee út apríl. 30” breyting sem innifelur 3,5cm upphækkun, 30” Cooper heilsársdekk og aurhlífar. Losanlegt dráttarbeisli, gúmmímottur framan og aftan og málmlitur. ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF SAMFÉLAG Úthlutanir Fjölskyldu- hjálpar Íslands færast til um einn dag fyrir páska. Þannig verður úthlutun fyrir einstaklinga næst- komandi mánudag, 15. apríl, milli klukkan 12 og 14 í Iðufelli 14 í Reykjavík. Út hlut u n f y r ir f jölsk yldu r verður á sama stað þriðjudaginn 16. apríl milli klukkan 12 og 14. Þá verður úthlutun að Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ miðvikudaginn 17. apríl milli klukkan 15 og 17. – sar Úthlutanir fyrir páska færast til UMHVE RFISMÁL Umhverf isráð- herrar Norðurlandanna samþykktu á fundi sínum í Reykjavík í gær yfirlýsingu þar sem kallað er eftir alþjóðlegum samningi til að draga úr plastmengun í hafinu. Aukin plastmengun í hafi sé vandamál á heimsvísu og alvarleg ógn við lífríkið. Ráðherrarnir leggja áherslu á að frekari aðgerða sé þörf til að draga úr þessari mengun. Ekkert eitt ríki geti leyst vandann heldur þurfi samvinnu. „Með yfirlýsingunni í dag [í gær] styrkjum við stöðu okkar sem leið- andi afl á alþjóðavísu við að takast á við þetta brýna úrlausnarefni,“ er haft eftir Guðmundi Inga Guð- brandssyni umhverfisráðherra. – sar Yfirlýsing vegna plastmengunar KJARAMÁL Atkvæðagreiðslur um lífskjarasamninginn sem undir- ritaður var í síðustu viku eru nú að hefjast. Kosning meðal félags- manna VR hefst í dag og stendur til hádegis næstkomandi mánudags. Hjá aðildarfélögum Starfsgreina- sambandsins hefst atkvæðagreiðsla klukkan 13 á morgun og stendur til klukkan 16 þriðjudaginn 23. apríl. Viða r Þor steinsson, f r a m- kvæmdastjóri Eflingar, segir að vel hafi verið mætt á kynningarfund félagsins sem haldinn var á þriðju- dagskvöld. „Það var almennt gerður mjög góður rómur að þessari kynn- ingu að því er ég gat best séð. Það voru auðvitað líf legar umræður og við reyndum eftir megni að svara og skýra hluti,“ segir Viðar. Í gærkvöldi fór fram kynning á ensku og í kvöld verður samn- ingurinn kynntur á pólsku. Viðar segir að félagið vilji tryggja að fólk þekki inntak nýs kjarasamnings svo að það geti tekið upplýsta afstöðu. „Fólk er forvitið um þessar nýju heimildir til kaffitímasölu og vinnu- tímastyttingar. Eins er fólk að spá í hluti eins og þessar nýju hugmyndir í húsnæðismálum. Okkur hefur gengið ágætlega að útskýra margt af þessu sem er nýlunda eins og þessar hagvaxtartengdu launahækkanir.“ Á næstu dögum verða samn- ingarnir kynntir fyrir aðildar- fyrirtækjum SA en haldnir verða kynningarfundir í Reykjavík og á Akureyri. Halldór Benjamín Þor- bergsson, framkvæmdastjóri SA, segist gera ráð fyrir að atkvæða- greiðsla hefjist um eða eftir helgi. Niðurstöðurnar verða birtar mið- vikudaginn 24. apríl en um alls- herjar atkvæðagreiðslu er að ræða þar sem atkvæðafjöldi er veginn eftir stærð fyrirtækja. „Það verða greidd atkvæði sam- eiginlega um samningana enda marka þeir launastefnu fyrir allan almenna vinnumarkaðinn,“ segir Halldór. – sar Atkvæðagreiðslur um lífskjarasamninginn eru að hefjast Fólk er forvitið um þessar nýju heim- ildir til kaffitímasölu og vinnutímastytt- ingar. Viðar Þorsteins- son, fram- kvæmdastjóri Eflingar 1 1 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 1 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 C C -0 A 7 0 2 2 C C -0 9 3 4 2 2 C C -0 7 F 8 2 2 C C -0 6 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.