Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.04.2019, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 11.04.2019, Qupperneq 16
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Það er ekki viturlegt af þeim að leggjast í útrás til að predika að þeir hafi verið hafðir fyrir rangri sök. Ef það er eitthvað sem ógnar full- veldishug- takinu í samtímanum þá eru það þær hug- myndir að alþjóðasam- starf sem Ísland tekur þátt í skerði fullveldið. Um þessar mundir heyrast háværar raddir sem telja að alþjóðasamstarf sæki að fullveldinu. Þessar hugmyndir standast ekki. Allar götur síðan 1923 hafa alþjóðadómstólar reglulega hafnað sjónarmiðum um að líta beri á alþjóðlegar skuld- bindingar ríkis sem skerðingu á fullveldi þess. Þeir hafa bent á að ákvörðun um að taka á sig alþjóðlegar skuld- bindingar feli í sér beitingu fullveldisréttar, s.s. að gerast aðili að samningum sem setja á laggirnar alþjóðastofnanir og að fallast á skyldubundna lögsögu alþjóðlegs dómstóls. Grundvallarhugsunin er að fullvalda ríki getur ákveðið að setja sér sjálft takmörk. Fullveldishugtakið er í þessum skilningi eins og lögræðishugtakið. Þeir samningar sem eru nú í brennidepli (EES og MSE) hafa verið innleiddir í íslenskan landsrétt og því enn minni ástæða en ella til að ætla að þeir fari gegn fullveldinu. Hugtakið fullveldisframsal er oft notað í umræðunni um alþjóðamál hérlendis um það þegar ríki tekur á sig þjóðréttarlegar samningsskuldbindingar. Heppilegra er að ræða um framsal valdheimilda frekar en fullveldis- framsal þar sem það felst í fullveldi ríkja að geta framselt ríkisvald til alþjóðastofnunar. Einn af göllum stjórnar- skrárinnar er að hún endurspeglar ekki þennan veru- leika. Leiðtogar Íslendinga í samningaviðræðunum við Danmörku um sambandslögin skildu fullveldishugtakið með þeim hætti sem að ofan greinir sem og Ólafur Jóhann- esson fv. forsætisráðherra. Árið 1962 benti Ólafur á að „[s]kuldbindingar ríkja gagnvart alþjóðastofnun munu því oftast nær engu skipta um formlegt fullveldi ríkis.“ Sömu hugmyndir sjást í mörgum kennsluritum í þjóðarétti. Hernám Breta árið 1940 er eina tilvikið þar sem full- veldi Íslands hefur verið skert. Vegna aðildar Íslands að NATO og tvíhliða varnarsamnings við Bandaríkin er slíkt utanaðkomandi inngrip í fullveldi Íslands ólíklegra en fyrir tæplega 80 árum. Ef það er eitthvað sem ógnar fullveldishugtakinu í samtímanum þá eru það þær hug- myndir að alþjóðasamstarf sem Ísland tekur þátt í skerði fullveldið. Allar tilraunir til að sneiða burt alþjóðlegar hliðar fullveldishugtaksins eru sérlega varasamar fyrir ríki sem reist hefur tilvist sína á milliríkjasamningum og alþjóðlegri samvinnu. Alþjóðasamstarf er hluti full- veldisins. Fullveldi Það var verulega vandræðalegt að sjá í seinni fréttatíma RÚV, síðastliðið þriðjudagskvöld, myndir af þingmanni Miðflokksins Bergþóri Ólasyni bera sakir af Klausturþingmönnunum í ræðu á sjálfu Evrópuráðsþinginu. Á þinginu mælti Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins, fyrir þingsályktun um að aðildarríki setji á fót óháða nefnd eða stofnun sem hægt verði að leita til verði starfsmaður þjóðþings fyrir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni. Áður hafði verið birt skýrsla þar sem Klausturmálinu var lýst í einni efnisgrein. Af þessu tilefni sá Bergþór ástæðu til að vekja athygli fulltrúa Evrópuráðsþingsins á því sem honum finnst vera ill meðferð á sér og félögum sínum í Klausturmálinu og gaf í skyn að pólitískir andstæðingar nýttu sér málið í pólitískum tilgangi. Klausturþingmennirnir hafa undanfarið verið æði uppteknir við að vekja athygli á máli sínu, reyndar leggja þeir slíkt kapp á það að furðu hlýtur að vekja því málstaður þeirra er engan veginn góður. Það er ekki viturlegt af þeim að leggjast í útrás til að predika að þeir hafi verið hafðir fyrir rangri sök. Á Evrópuráðsþinginu sagði Bergþór að handrit af upptökum af samtali þingmanna og myndir úr upp- tökuvélum sýndu aðra mynd en haldið hefði verið að fólki. Ekki útskýrði þingmaðurinn það nánar. Fyrst hann var á annað borð að vekja athygli þingsins á málinu hefði mátt ætla að hann myndi rekja hvað það er nákvæmlega sem er svo mikið öðruvísi þar en haldið hefur verið fram. Hvað í atburðarásinni er svo mikilvægt að það setji orðin sem féllu á barnum í garð kvenna í algjörlega nýtt samhengi og geri þau nánast merkingarlaus? Hafi þingmaðurinn séð myndir úr upptökuvélum ætti hann að eiga auðvelt með að útskýra hvað hann á við og fræða þá Evrópuráðs- þingið sem og íslensku þjóðina. Þórhildur Sunna var sannur þjóðarsómi þegar hún svaraði Bergþóri fullum hálsi og röggsamlega með orðunum: „Kæru félagar, skýrslan er byggð á pólitískum hvötum, en ekki til þess að ráðast á Bergþór heldur til að ráðast á það pólitíska umhverfi þar sem konur er hafðar út undan, þær niðurlægðar eða hlutgerðar á grundvelli kyns. Það er pólitík sem ég er stolt af að tala fyrir.“ Fyrir þessi orð sín uppskar Þórhildur Sunna vitanlega mikið klapp þeirra sem voru í salnum. Allt frá því Klausturmálið kom upp hafa þing- mennirnir sem voru á barnum ekki sýnt vott af iðrun. Þeir virðast trúa því staðfastlega að þeir hafi ekki gert neitt sérstaklega mikið af sér og sjá óvini í öllum hornum og telja sig fórnarlömb viðamikils samsæris. Einn í þessum hópi mætir síðan á Evrópuráðsþingið og ber sakir af sér og félögum sínum. Þessi ferð hans á þingið var mikil sneypuför, eins og sjá má á mynd- bandsupptökum. Klausturþingmenn verða að láta af hjákátlegri sjálfsvorkunn ætli þeir sér ekki að verða enn frekar að alþjóðlegu athlægi. Sjálfsvorkunn Þau Aura svo á mig Borga Rukka Skipta Bjarni Már Magnússon dósent við lagadeild HR Bára í búri Erla Hlynsdóttir, framkvæmda- stjóri Pírata, gaf tóninn í nýjum hlaðvarpsþáttum Pírata sem þau kalla PírApinn en þar er hugmyndin að hver sem vill og telur sig geta sýni hvað í honum býr á eigin forsendum. Erla reið á vaðið með viðtali við hljóðritar- ann Báru Halldórsdóttur og í raun ekki heiglum hent að fylgja í kjölfarið þar sem Erla var ein- hver skarpasti og djarfasti blaða- maður landsins áður en hún tók að sér að halda utan um Pírat- ana. Erla fékk það meðal annars upp úr Báru að í sumar ætli hún að bjóða upp á gjörning þar sem hún ætlar að athafna sig í búri til þess að sýna fram á þrönga stöðu öryrkja. Áhugaverð hugmynd en líklega hefðu Klaustursþing- mennirnir sem Bára hljóðritaði kosið að hún hefði læst sig inni í búri miklu fyrr. Endurfundir Erla og Bára eiga sér merkilega sögu þegar horft er til baka eftir Klaustursfokkið en Erla tók einmitt fyrsta viðtalið við Báru um veikindi hennar í Frétta- tímanum 2013. Þá höguðu framsýnar örlaganornirnar því þannig að Bára prýddi forsíðu blaðsins ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, æðsta kardínál- anum af Klaustri, sem þá var valinn maður ársins. Síðan liðu nokkur ár og Bára var víða valin manneskja ársins 2018. thorarinn@frettabladid.is 1 1 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 1 1 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 C C -0 0 9 0 2 2 C B -F F 5 4 2 2 C B -F E 1 8 2 2 C B -F C D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.