Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara - 20.11.1996, Qupperneq 4

Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara - 20.11.1996, Qupperneq 4
PistiH formanns frh. Vörn ritstjórans næsta Fréttabréfi. Heilbrigðiskerfi á vegamótum? Nýlega var haldin ráðstefna á vegum Samtaka Heilbrigðisstétta sem bar yfirskrift- ina “Er heilbrigðiskerfið á vegamótum?” í máli flestra framsögumanna á ráðstefn- unni kom fram að heilbrigðiskerfið væri í raun alltaf á vegamótum þvf að sífellt komi fram þættir sem hafi áhrif á heibrigðiskerfið og ráði framfarir í vísindum og tækni miklu um þróun heilbrigðiskerfisins. Sighvatur Björgvinsson alþingismaður taldi að heilbrigðisstéttimar sjálfár ráði meiru en nokkur annar um þróun heilbrigðisþjón- ustunnar. Hann velti einnig upp spuming- um í sínu erindi um hvort árangurinn réttlæti alltaf útgjöldin og hvort við væmm hugsaniega að stunda oflækningar. Davíð Á Gunnarsson ráðuneytisstjóri vitnaði í Cochrane stofnunina í erindi sínu en þar er lögð mikii áhersla á nauösyn þess að sanna árangur þjónustunnar og að ein- ungis eigi að greiða fyrir þjónustu sem sannanlega geri gagn. Á ráðstefnunni kom einnig fram mikilvægi þess að leita leiða til að nýta betur það fjár- magn sem er til ráðstöfunar og einnig mikil- vægi raunhæfra áætlana og nauðsyn þess að fjármagn sé þá tryggt til að fylgja slíkum áætlunum eftir. Ýmsir jaættir geta haft áhrif á heilbrigðis- þjónustuna, t.d. breytt aldurssamsetning þjóðarinnar, hagræðing, skipulagsbreyt- ingar, tæknivæðing eða foigangsröðun. Skýr stefna í heilbrigðismálum er nauðsynleg til að mögulegt sé að gera raunhæfar áætlanir og þannig að breytingar á heilbrigðisþjónus- tunni verði ekki samkvæmt einhverri hentis- tefnu eða stefnuleysi. Umræða um heilbrigðismál. Að undanfömu hafa þó nokkrar umræður átt sér stað um skipulag og þróun heilbrigð- ismála og hverjir séu best fallnir til að stjóma heilbrigðisstofnunum og að móta stefnu í heilbrigðismálum. Umræðumar hafa einungis farið fram á milli lækna og hjúkrunarfræðinga en aðrar heilbrigðis- stéttir hafa komið lítið við sögu. Ljóst er að allar heilbrigðisstéttir þurfa að taka virkan þátt í umræðunni um þróun heilbrigðismála og er hér ekki um einkamál lækna og hjúkrunarftæðinga að ræða. Ég tel nauðsynlegt að sjúkraþjálfarar taki virkan þátt í umræðunni um skipulag og þróun heilbrigðisþjónustu, ekki síst varðandi stjómskipulag og mótun heildar- stefnu endurhæfingarþjónustunnar. Okkur er því nauðsynlegt að hetja umræður innan félagsins um þróun heilbrigðisþjón- ustunnar og stefnumótun félagsins í heil- brigðismálum, ekki síst í endurhæfingar- þjónustu og er hér um stórt verkefni að ræða. Sigrún Knútsdóttir. Enn af nýjum nöfnum Löggiltur Það er álit margra að brýnt sé að breyta starfsheiti okkar því núverandi heiti lýsi enganveginn því fjölmarga sem við gerum og tengist heilbrigðum. í síðasta fréttabréfi kom fram hugmyndin Hreyftffæðingur. „Fræðingurf er alltaf dálítið upphafin ending á starfeheiti og í okkar tilvfld dálítið ópersónulegt þvt við erum í mikilli nánd við skjólstæðingana. Málið er enn opið og um að gera að fa fleiri hugmyndir. Ofangreind hugmynd er frá Nönnu Hauksdóttur og Lárusi Jóni hreyfiþjálfi sjúkraþjálfúmm og felur í sér tvennt. Hreyfmgu og þjálfún. Hreyfing er sá rauði þráður sem liggur um öll okkar starfesvið og við emm alltaf að þjálfa skjólstæðinga okkar. Sú þjálfún felst í kennslu, leiðbeiningum, hreyfikennslu, endurhæfingu og eiginlegri þjáliún líkamans. Hreyfiþjálfi er þjált orð, stutt og laggott og á sér samsvömn við t.d. þroskaþjálfa og iðjuþjálfá. Hvemig líst. ykkur á ? lirus Jón. Sko Ritstjóri viðurkennir fúslega þá ónákvæmni í orðalagi sem hann viðhafði í síðasta frétta- bréfi (10-96, bls. 2) þegar hann skrifaði að „núgildandi samningur rennur út 1. mars 1997 og eftir það úrskurðar Tryggingaráð um kaup og kjör sjálfstætt starfandi sjúkra- þjálfara." Eins og okkar ágæti formaður bendir á rennur samningurinn alls ekki út 1. mars 1997, hann rennur raunar ekki neitt nema annar hvor aðilinn helli honum með sex mánaða fyrirvara. Það sem ritstjórinn var í raun að segja (og hann vill nú raunar meina að flestir hafi lagt þann skilning í málið) er að eftir 1. mars 1997 er samningurinn orðinn einhliða að því leytinu tfl að annar aðilinn, þ.e. Trygg- ingaráð, fær nokkurskonar sjálfdæmi um endurgreiðslur fyrir sjúkraþjálfún (grein 4.6. í samningi). Hinn aðilinn, FÍSÞ, lesist FSSS, hefur samkvæmt samningi ekkert um ákvörðun TR að segja og því er augljóst að eftir 1. mars verður aðbyrja samningavið- ræður að nýju með einum eða öðrum hætti nema allir séu sáttirviðaðTR ákveði endur- greiðslumar með reglugerð. Þannig að „praktískt" Sko, það sem talað breytist starfs- ég meinti var umhverfi sjálfstætt starf- ” andi sjúkraþjálfara úr þekktum stærðum í dag í óþekktar stærðir þann 1. mars 1997 þegar TR setur sfna reglugerð skv. grein 4.6. Er þá ekki núgildandi samningur/þekktu stærðimarrunnarút? Þetta em kannski útúrsnúningar örvinglaðs ritstjóra sem hvorki má vamm sitt vita né nokkuð aumt sjá en eftir stendur að þann 1. mars 1997 verða sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar að hafa einhverjar hugmynd- ir í pokahominu um hverjar óþekktu stærð- imareigiað vera. Þetta em stærðir sem mega ekki verða okkur tfl minnkunar... Amen. LJG. 4 Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara - áttundi árgangur

x

Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara
https://timarit.is/publication/1331

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.