Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara - 20.11.1996, Blaðsíða 12

Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara - 20.11.1996, Blaðsíða 12
Enn af Veronicu Sherborne Þori ég að prófa? Rúlla, rugga, velta, draga, bera, lytta, halda, slaka. Þctta voai aðalviðfangsefni 12 sjúkraþjálfara í þrjá eftirmiðdaga í byrjun nóvembcr. Allar mögulegar hreyfingar voru prófaðar; slerkar, veikar, frjálsar, bundnar, hraðar, hægar, vt'ðar, beinar og í atlar áttir. Nanna Hauksdóuir sjúkraþjálfari frá Noregi hélt námskeið um hreyfingakerfi Veronicu Shcrbome (V.S.) en hún þróaði það upp úr hreyfingakerfi Labans. Mest hefur kerfið verið notað fyrir böm og þá aðallega þroska- heft böm en möguleikar þess eru miklir. Allar æfingamar em gerðar í samvinnu. Mismunandi margir vinna saman í hvert skipti; tveir, þrír, fjórir, allur hópurinn cða hvemig sem passaði best. Kenning V.S. er sú að með því að cíla hrcyfiþroska bamsins eflist allur annar þroski og að með því að vinna saman að öllum æfingum cílist hæfni viðkomandi til sam- skipla við aðra. Bamið eða sá scm gerir æfingamar upplifir iíkama sinn á mismunandi hátt og eykur þannig líkamsvitund sína. Engin keppni á scr stað. Ekkert eiu er réu og Fréttctbréf FÍSÞ Bœtir, hressir ogkœtir annað rangt. Enginn vinnur eða tapar heldur em allir að vinna saman að því að gera skemmtilegar æfingar og hugmyndafluginu og sköpunargáfunni ergefinn laus taumur. Æfingamar Eyrstu tvo dagana prófuðum við æfing- amar. Síðasta daginn settum við upp æfingaprógrömm fyrir tvo mismunandi hópa, böm og fullorðna, og prófuðum að keyra þau í gegn. Eftir það vom umræður um notagildi kerfisins. Auðveldast er að sjá fyrir sér notkun þess hjá börnum en einnig er spenn- andi möguleiki að koma því að í almennri hópþjálfun hjá fullorðnum. Margir fullorðnir hafa þéirf fyrir að auka liKamsvitund sína, upplifa sjáifa sig á annan hátt en þeir áður hafa þekkt, þora að vinna með öðmm og gefa hugmyndafluginu aðeins lausan tauminn. hetta er spennandi mögu- leiki sem vert er að huga að. A þessari og næstu siðu em nokkur dæmi um æfingar Veronicu ásamt skýringartextum. Ragnheiður Yr Grétarsdóttir, sjúkraþjálfari. Ýta á móti hvomm öðmm, hendur hvíla á öxlum mótherjans. Ýta mjöðmum á móti hvomm öðmm. 3 saman, tveir halda styðja við hendur og handakrika þess þriðja sem hoppar upp í loftið. a) Hnipraðu þig saman svo þú verðir að ptnulitlum punkti. b) Gerðu þig eins langa(-n) og þú getur. 12 Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara - áttundi árgangur

x

Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara
https://timarit.is/publication/1331

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.