Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2015, Síða 11
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2015
http://www.ætt.is aett@aett.is11
Hver er svo hvers?
Rétt upp úr miðri 19. öldinni, áttu hjón að nafni Jón
Sveinsson og Ingibjörg Gottskálksdóttir, fædd 21. júní
1822, heima að Klúkum í Hrafnagilshreppi. Jón and-
ast síðla árs 1859, nokkru áður en yngsta barn þeirra
hjóna fæðist. Einhverjir góðir grannar taka barn þetta
að sér, en ekkjan baslar áfram á bænum ásamt eldri
börnunum.
Eftir að Ingibjörg verður ekkja, nærri fertug að
aldri, kemur Árni Hallgrímsson, ættaður frá Skútum,
að Klúkum. Hann mun hafa verið 8 árum yngri en
Ingibjörg, fæddur 17. marz og skírður 18. marz 1830.
Með honum komu þangað kona hans, María Sophía
Stephansdóttir, og tvö börn þeirra. Fyrsta árið á
Klúkum eru Árni og kona hans þar í vinnumennsku,
en árið eftir snúast hlutverkin við: Árni er talinn fyrir
búi, en Ingibjörg er sögð húskona þar á bæ!
Þann 25. apríl 1865 fæðist Ingibjörgu Gottskálks-
dóttur dóttir. Altalað var í sveitinni, að réttur faðir
að barni þessu væri reyndar Árni Hallgrímsson, sem
nú var orðinn húsbóndi á Klúkum, en af einhverjum
ástæðum hefur ekki þótt vert að halda þessum nána
kunningsskap þeirra Ingibjargar á lofti. Þar eð til þess
var ætlast af yfirvöldum að barnið hlyti föðurnafn
var roskinn, fátækur vinnumaður þar í nágrenninu,
Friðrik Jósephsson að nafni, fæddur í Lögmannshlíð
29. október 1808, dáinn 21. nóvember 1866, fenginn
til að taka að sér föðurhlutverkið, sennilega gegn lít-
ilsháttar þóknun og loforðum um, að hann yrði aldrei
krafinn um framfærzlueyri fyrir barnið. (?)
Rúmum mánuði eftir fæðingu er telpan síðan skírð,
þó að venja á þessum tíma væri að ausa börn vatni á
öðrum eða þriðja degi. Í kirkjubók er skráð að um
fyrsta brot foreldranna, þ.e. Friðriks og Ingibjargar sé
að ræða og hlýtur barnið nöfnin Margrét Ingibjörg.
Skírnarvottur er Árni Hallgrímsson!
Ingibjörg Gottskálksdóttir var síðan á Klúkum,
þar til hún hrökklaðist þaðan vanfær og örsnauð,
sennilega síðla árs 1866. Hennar er ekki getið í sókn-
armannatölum það árið, svo að líklega hefur hún
verið heimilislaus um tíma. Hjálmar, sonur hennar,
10 ára, verður eftir á Klúkum, það ár er hann skráð-
ur tökubarn hjá Árna og konu hans. (Hjálmar þessi
átti mörg börn með mörgum konum. Hann bjó lengi í
Fljótum í Skagafirði).
Ekki er ósennilegt að Ingibjörg hafi treyst því að á
Þórhildur Richter:
Þrír stuttir þættir
Hér á eftir má lesa þrjá, fremur ósamstæða, stutta þætti,
sem að mestu leyti voru settir saman á síðustu öld.
þessum tíma hlyti hún að vera komin úr barneign, þar
eð hún var þá á 45. ári. (Reyndar hafði þó móðir henn-
ar verið nálægt því að ná 47 ára aldri, þegar hún átti
tvö kornung börn, annað eins árs og hitt tveggja ára)!
En hvað sem því líður, ekki hefur sambandi þeirra
Árna þá verið lokið, þrátt fyrir að Ingibjörg væri flutt
í burtu af bænum, því að enn verður hún vanfær, eða
kannski er það einmitt vegna þessa barnsgetnaðar, að
hún flytur frá Klúkum? Þann 20. maí 1867, lítur síðan
Andrea Margrét dagsins ljós. Í þetta skipti hefur ekki
verið mögulegt að koma faðerni barnsins upp á ein-
hvern vinnumanninn, en Friðrik Jósephsson er á þess-
um tíma dáinn, svo að Árni verður sjálfur að gangast
við þessum króga sínum!
Þegar Andrea Margrét fæðist, er Ingibjörg móðir
hennar sögð vinnandi í Miðgerði í Miklagarðssókn.
Mun hún víst hafa átt í einhverjum erfiðleikum með
að verða sér út um samastað, fyrst eftir að hún fer
frá Klúkum, og allt þar til hjónin í Miðgerði skjóta
yfir hana skjólshúsi. Andrea Margrét var síðan tekin
í fóstur af hjónunum í Miðgerði og ólst hún upp hjá
þeim við gott atlæti.
Ingibjörg Margrét óx ekki upp hjá móður sinni
og ekki mun henni ævinlega hafa liðið eins og bezt
var á kosið. Hún var t.d. á efnaheimili, þegar hún
Hér gnæfir Hafursfellið yfir Skógarnesbæjunum og
Löngufjörum þar sem hann Þórður stóri bjó. Honum
varð vel til kvenna, enda var hann fjórgiftur og átti 24
börn, þar af þrjú framhjátökubörn og eitt launbarn.
Ljósmynd Guðfinna Ragnarsdóttir.