Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2015, Síða 12
12http://www.ætt.is
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2015
aett@aett.is
fékk kíghósta. Þá hélt hún illa niðri mat, en þrátt fyr-
ir það var henni aldrei gefinn biti í stað þess er hún
gat ekki haldið niðri, því að húsmóðirin skammtaði
aldrei meira en ákveðinn dagsskammt. Ekki er talið
ósennilegt, að þessi matarskortur hafi dregið mjög úr
líkamsþroska hennar, en hún var bæði skökk og frem-
ur lág vexti, þegar hún eltist. Fólk í hennar ætt var þó
yfirleitt fremur stórvaxið.
Ingibjörg Gottskálksdóttir andaðist 18. maí 1894.
Þá var hún 73 ára gömul. Árni, sem síðast var í
Sandgerðisbót, fyrirfór sér sama ár, þann 4. desember,
64 ára að aldri, farinn að heilsu og berklaveikur. Árni
mun ævinlega hafa verið nefndur Árni frá Skútum.
Ingibjörg Margrét Friðriksdóttir, er skráð Margrét
Ingibjörg Friðriksdóttir í islendingabok.is. Hún var
fædd 25. apríl 1865, dáin 17. maí 1922. Andrea
Margrét Árnadóttir var fædd 20. maí 1867, dáin 3.
nóvember 1928.
Þess má geta, að Hólmgeir Þorsteinsson hefur gert
öllu þessu fólki góð skil í Eyfirzkum ættum.
Helztu heimildir: Kb. Hrafnagils- Miklagarðs-
sóknar og Möðruvallaklausturssóknar. Einn afkomandi
Ingibjargar Gottskálksdóttur. Hólmgeir Kristjánsson,
Eyfirzkar ættir, ljósr. handr. 1964. Islendingabok.is.
Akureyri, 2. apríl, 2000 og 21. janúar 2015
Um hann Þórð stóra
Þórður Jónsson var af svonefndri Fagureyjarætt. Hann
var fæddur um 1762 í Kljá í Helgafellssveit og lézt 2.
júní 1827. Við húsvitjun í Skógarnes syðra 1811 er
Þórður sagður 49 ára. Kunnátta hans er sögð sæmileg
og við hegðan er skráð, að hann sé forstandsmaður.
Þórður var afar stórvaxinn og vakti lærleggur hans
furðu þegar hann kom upp úr Miklaholtskirkjugarði,
sem gröftur, í tíð sr. Árna Þórarinssonar.
Nokkuð hefur það verið lífsamt fólkið í Skógarnesi
syðra og hann Þórður stóri hlýtur að hafa verið afar
hress og kátur karl. A.m.k. varð honum vel til kvenna,
en að sögn Esphólíns var hann fjórgiftur og urðu börn
hans 24! Þar af átti hann þrjú framhjátökubörn og eitt
launbarn.
1808 fæðist Þórði sonurinn Sigurður, og var hann
sagður annað framhjátökubarn hans. Í kirkjubók frá
þessum tíma stendur eftirfarandi: „Febr. 4. Skírður 7.
f.m. barn liðugrar quennpersónu Jórunnar Bjarnadóttur
á S. Skógarnesi, að hverju hún lýsir föður að vera
eigingiftan mann, Þórð Jónsson, sama stað. Hann
og viðgengur faðerni barnsins. „Guðforeldrar“:Jón
Þórðarson, maddame Guðríður Jónsdóttir og ljósm.
Þorgerður Bergþórsdóttir. Þetta er Þórðar 2. hórbrot
og Jórunnar 1. barneign.”
Sigurður elst upp á heimili föður síns í Skógarnesi
syðra, og greina má, að vissulega hefur karlinn alls
ekki alveg brugðist öllum skyldum við barnahóp
sinn, eins og sjá má af því, að 1801 er fyrsta
framhjátökubarn Þórðar á heimili hans. Árið 1816 eru
í Skógarnesi syðra fimm börn hans: Kristín, Ingveldur
og Valgerður, sem eru dætur hans og tveggja eig-
inkvenna hans. Telja skal og með framhjátökubarn
hans, Sigurð og árs gamalt barn, Hildi, sem hann hef-
ur eignast með ráðskonu sinni, Þuríði Bárðardóttur,
þá 40 ára að aldri, er það þriðja barnið, sem þau eiga
saman á stuttum tíma. Þarna á bænum er og Bárður,
tíu ára gamall sonur Þuríðar.
Ráðskonan, Þuríður Bárðardóttir, hefur áreið-
anlega verið dugnaðar kvenmaður, sem ekki hefur
látið sér allt fyrir brjósti brenna. Um tvítugt er hún
gift bóndasyninum, Gísla Guðmundssyni, í Mýrdal í
Kolbeinsstaðasókn. Þegar hún er búin að taka sam-
an við Þórð, nærri tuttugu árum síðar, er þessi bóndi
hennar enn sprelllifandi yfir í næstu sókn, en þar býr
hann í Dalsmynni í Rauðamelssókn og er þá kominn
með nýja konu og ný börn. -Hafa ber í huga, að skiln-
aðir voru mjög sjaldgæfir á þessum tíma.
Heimildir: Kb. Miklaholtssóknar, Manntal 1801
og 1816, J. Esph. p. 3034.
Akureyri, 13. nóvember 1999 og 21. janúar 2015
Athugull prestur
Hjónin Benedikt Þórðarson, fæddur 1800, dáinn
23. ágúst 1855 og Steinvör Guðmundsdóttir, fædd
1794, dáin 5. febrúar 1863, voru búsett á Ánastöðum,
Hjörtseyjarsókn, Mýrasýslu.
Skoðað var sóknarmannatal fyrir árið 1849. Þá fær
Benedikt „vel” fyrir kunnáttu og við hegðan er skráð
„duglegur”. Steinvör kann „vel” og er sögð „góð
kona”. Síðan var sóknarmannatalið fyrir árið 1852
kannað, til að sjá, hvað skráð hefði verið um kunnáttu
og hegðan hjónanna og þau tvö barna þeirra, sem eru
þá á heimilinu.
Óneitanlega þótti mér færzlan sú nokkuð sér-
stæð. Þess má geta, að ekkert finnst skráð við nafn
Benedikts, en við nafn Steinvarar stendur: „góð-
kvendi, guðelskandi”. Hjá Guðmundi, 24 ára: (kunn-
átta) „góð” og „artarpiltur” og hjá Jarþrúði, sem er 18
ára, er skráð: (kunnátta) „vel” og „útlitsgóð”!
-Semsagt eitt og annað hafa nú blessaðir prestarn-
ir kannað!
Heimild: Sóknarmannatal Hjörtseyjarsóknar,
Mýrasýslu 1852.
Akureyri, endurskráð 4. marz 2014