Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2015, Side 15

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2015, Side 15
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2015 http://www.ætt.is aett@aett.is15 hjónin náttuðu sig í, því staðurinn á mikið land fyrir sunnan Þverá, svo kallaða Aura. Var allt fé staðarins haft þar vetur, vor og haust, en ekki nema ærnar á sumrin eftir fráfærur, því allt annað fé var rekið á af- rétt. Páll fór nú á fund prests og samdist svo um með þeim, að Páll tók að sér fjárhirðingu á Aurunum um veturinn og skyldi hafa fólk sitt hjá sér, en presturinn lagði til fæði. Leið svo veturinn og næsta ár að hjónin unnu síra Stefáni og líkaði öllum vel. En eftir það leigði prest- urinn þeim hluta af Aurunum til ábúðar og reynd- ist þeim í öllu sem sannur vinur. Reistu þau hjón sér bæ, þar sem staðarselið hafði áður verið, og kölluðu í Auraseli. Þar bjuggu þau til elli og undu vel hag sín- um. Þó munu þau ekki hafa verið rík af veraldarauði, að minnsta kosti ekki framan af búskapnum, eins og að líkum lætur. En furðu fljótt mun þó hagur þeirra hafa batn- að, enda var árferði allgott framan af búskaparárum þeirra í Auraseli, kirkjubækur Breiðabólsstaðar sýna að jafnan hafi verið nokkuð margt fólk í heimili hjá þeim. Páll og Guðrún eignuðust þrjá syni. Elstur þeirra var Ögmundur sem áður er nefndur og var á öðru ári þegar foreldrar hans flýðu undan Skaftáreldi. Áður en Ögmundur kvæntist kenndi hann stúlku þeirrar er Arndís hét Jónsdóttir (sjá athugasemd aftan við greinina) og átti með henni dreng, sem einnig hét Ögmundur og var fæddur í Ási í Holtum 30. október 1803. Þegar drengurinn var vikugamall sótti Páll í Auraseli hann út að Ási og ólst hann upp í Auraseli hjá afa sínum og ömmu. Fjölkunnugur Ögmundur Pálsson fluttist síðan út í Ölfus og kvæntist Guðrúnu Magnúsdóttur, ekkju Ásbjarnar Snorrasonar á Hvoli. Bjuggu þau þar um skeið, en áttu síðast lengi heima í Bakkárholtsparti. Einn son áttu þau, er Benedikt hét og mun hafa dáið ungur. Ögmundur dó í Bakkárholtsparti 16. desember 1856 og hafði þá verið ekkjumaður í mörg ár. Annar sonur Páls og Guðrúnar í Auraseli var Hannes bóndi í Brók í Landeyjum og hinn þriðji var Benedikt, er drukknaði á Eyrarbakka 1815 að sögn Steingríms biskups (Ættartölur, bls. 4570 – 4573). Mun hann hafa verið einn þeirra sem fórust með Jóni á Ásgautsstöðum. Þau Páll og Guðrún áttu heima í Auraseli til ævi- loka. Guðrún dó þar 28. júlí 1818, 72 ára, en Páll 26. apríl 1835, 77 ára að aldri. Nokkru áður en Páll dó hafði Ögmundur Ögmundsson sonarsonur hans tek- ið við búinu. Bjó hann lengi í Auraseli og var haldinn fjölkunnugur. (Að mestu eftir handriti Valdimars bónda Guðmundssonar í Kílhrauni á Skeiðum. Brúðkaups- kvæði til Páls og Guðrúnar eftir Jón Hjaltalín er prent- að í Lesbók Morgunblaðsins 31. desember 1942) Ögmundur í Auraseli Ögmundur í Auraseli var fæddur í Ási í Holtum 30. október 1803, sonur Ögmundar Pálssonar í Auraseli Nikulássonar og Arndísar Jónsdóttur. Vikugamall fór hann í fóstur til afa síns og ömmu að Auraseli og ólst upp hjá þeim og tók þar loks við jörð og búi af Páli afa sínum. Fljótt þótti Ögmundur vel viti borinn og skýrleg- ur í hugsun. Hann fékk snemma það orð að hann sæi fleira en almenningur. Fyrst merkti amma hans það af því að hann bað hana oft um bita handa börnunum sem væru að leika sér við hann, þegar hann fékk sjálfur bita og mjólkursopa. En þá voru engin börn í Auraseli önnur en Ögmundur og varð hann því að leika sér einsamall, að minnsta kosti vissi fólkið ekki annað. Þótti þetta sanna að óvitinn sæi fleira en þeir sem fulltíða voru. Ögmundur var þegar á unga aldri bókhneigður og lestrarfús, stálminnugur og athugull á allt sem fram fór. Var talið að honum kæmi fátt á óvart. Hann þótti góður reikningsmaður og kunni fingrarím. Af mörg- um var hann talinn fjölkunnugur, en svo fór oft í þá daga ef einn vissi meira en aðrir. En skyggn var hann víst og sá fleira en gerðist. Sumir töldu hann vera í kunningsskap við huldufólk og fengi hjá því margskonar vísdóm. Þá ganga ýms- ar sögur af vatnaveitingum hans og verða þær trauðla véfengdar. Hafa þær verið skráðar og birtar af skilrík- um samtíðarmönnum, og skal ekki farið frekar út í þær. (Sjá einkum Jón Þorkelsson: Þjóðsögur og munn- mæli, bls. 318 – 324 (eftir Eyfellingaslag Eiríks frá Brúnum); Gunnar Ólafsson: Endurminningar, bls. 93 – 98) En bókmenntir og fróðleiksleit var þó víst hug- þekkasta viðfangsefni hans. En lítinn tíma hafði hann til lestrar, því nógar voru frátafirnar aðrar í Auraseli er alltaf þótti sjálfsagt að sinna. Það var að fylgja fólki ýmist út yfir Þverá eða austur yfir Affall og Ála og stundum alla leið austur yfir Markarfljót. Vinnusöm Um þrítugsaldur kvæntist Ögmundur Guðrúnu Andrés dóttur frá Vorsabæ í Landeyjum, Ögmunds- sonar, og tók við búi Páls afa síns sem var þá orð- inn útslitinn og farinn að heilsu. Ekki var Auraselið nein gæðajörð. Þó mun túnið hafa verið farið að fóðra tvær kýr, en útengjar voru ekki til. Varð því að sækja aðalheyskapinn út að Skeiði og Uxahrygg eða suður á Kálfstaðamýri. Þau Guðrún og Ögmundur eignuðust 12 börn og komust 10 af þeim upp. Þrátt fyrir ómegðina var þó aldrei talið mjög fátækt í Auraseli. Guðrún var mesta búsýslukona, dugleg og stjórnsöm. Virti Ögmundur hana mikils og vildi láta

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.