Fréttablaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 16
Miklaborg kynnir einstaklega bjarta og fallega íbúð á 3. og efstu hæð við Strandveg 16 í Sjálandinu, Garðabæ. Mikil lofthæð, gólfsíðir gluggar, fallegt útsýni, sólríkar svalir, innfelld ljós og ljósakerfi. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Stutt er í leikskóla og skóla og aðra þjónustu. Sjarmerandi eign á þessum eftirsótta stað í Garðabæ. Fasteign vikunnar úr Fasteignablaði Fréttablaðsins Mikill hiti á þingi um þungunarrof Þingmenn úr hópi Flokks fólksins, Miðflokksins og Sjálfstæðis­ flokksins lýstu því á þriðjudag að þeir væru ekki sáttir við lagafrum­ varp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunar­ rof. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, lagði fram breytingartillögu sem myndi leiða til skertra réttinda kvenna frá því sem nú er. Atkvæðagreiðslu um frumvarpið var frestað eftir að þriðju og síðustu umræðu lauk á þriðjudagskvöld. Nefndardagar verða það sem eftir lifir vikunnar og verða því ekki greidd atkvæði um frumvarpið fyrr en í næstu viku. Mikill hiti var í umræðum og hart tekist á um málið. Nokkrar breytingartillögur voru lagðar fram. Þar á meðal frá Guðmundi Inga Kristinssyni, þing­ manni Flokks fólksins. Telur hann innihald frumvarpsins „algjör­ lega óverjandi, siðferðilega rangt og ganga gegn lífsrétti ófæddra barna“. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, taldi þing ætla að samþykkja að ófullburða barn verði drepið í móðurkviði. Því myndi hún alltaf segja nei við. Íslendingar hafa trú á Hatara Um fjórðungur lands manna spáir því að fram lag Ís lands í Euro vision söngva keppninni muni enda í einu af fimm efstu sætum keppninnar, sem haldin verður í Ísrael í næstu viku. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem fram kvæmd var dagana 30. apríl til 3. maí. Í kringum 80 prósent telja að Hatari komist á fram á loka kvöld söngva keppninnar. Já kvæðni mældist mest hjá yngri aldurs­ hópum og spáðu þannig 64 pró­ sent svar enda á aldrinum 18­29 ára og 58 prósent þeirra 30­49 ára ís lenska laginu einu af tíu efstu sætum keppninnar. Ís lendingar sem eru bú settir á höfuð borgar svæðinu eru tals­ vert já kvæðari en þeir sem búa á lands byggðinni. 51 prósent höfuð borgar búa telur að Hatari lendi í einu af tíu efstu sætunum saman borið við 45 prósent þeirra á lands byggðinni. Lands byggðar­ fólk var einnig lík legra til að spá Hatara einu af neðstu sætunum í keppninni. Vikan Deilur um þungunarrof kvenna, álit almennings á þriðja orkupakkanum og mikil trú Íslendinga á Hatara í Eurovision var meðal þess sem fréttnæmt var í liðinni viku. Auk þess var glæ- nýjum erfingja bresku krúnunnar gefið nafn. Meiri þekking, meiri stuðningur Umræðan um þriðja orkupakkinn hélt áfram í vikunni. Málið er nú inni á borði utanríkismálanefndar Alþingis sem hefur kallað til sín gesti til að fara yfir málið. Á mánu­ daginn komu fræðimennirnir Stefán Már Stefánsson og Friðrik Árni Friðriksson Hirst fyrir nefnd­ ina en þeir hafa skrifað ítarlegar álitsgerðir um málið. Á þriðjudaginn birtist könnun sem Zenter­rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið. Kom þá í ljós að 48,7 prósent þeirra sem tóku afstöðu voru andvígir samþykkt þriðja orkupakkans á móti 29,6 pró­ sentum þeirra sem eru hlynntir. Athygli vakti að stuðningur við málið var meiri eftir því sem fólk var búið að kynna sér málið betur. Prinsinn hlaut nafnið Archie Breska konungs fjöl skyldan birti í gær myndir af nýjasta erfingja bresku konungs fjöl skyldunnar, syni Harrys og Meg han. Heilmikil eftir vænting hefur ríkt fyrir mynd­ unum og virðist litli drengurinn vera hress og kátur, að minnsta kosti hraustur að því er fram hefur komið í til kynningum frá fjöl­ skyldunni. Konungborni drengurinn mun bera nafnið Archie Harrison Mount batten­Windsor og var það tilkynnt í Instagram­færslu síðdegis í gær. Með millinafn­ inu Harrison er vísað til þess að drengurinn sé sonur Harrys, að því er fram kemur í umfjöllun breska götublaðsins Hello. Þá sagði Meghan frá því að þau Harry og Archie hefðu ó vænt rekist á Filippus, her toga af Edin­ borg og eigin mann Elísa betar Bret lands drottningar, í Windsor­ kastalanum á leið sinni á blaða­ manna fundinn í dag þar sem þau sýndu soninn í fyrsta sinn en Meg han greindi frá þessu á léttu nótunum á fundinum. Guðmundur Ingi telur innihald frumvarpsins „algjörlega óverjandi, siðferðilega rangt og ganga gegn lífsrétti ófæddra barna“. Konungborni dreng- urinn mun bera nafnið Archie Harrison Mount- batten-Windsor. 48,7 prósent þeirra sem tóku afstöðu voru andvígir samþykkt þriðja orkupakk- ans. 9 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R16 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 9 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 9 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 F 5 -A A C C 2 2 F 5 -A 9 9 0 2 2 F 5 -A 8 5 4 2 2 F 5 -A 7 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 8 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.