Fréttablaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 36
Hjartans þakkir fyrir hluttekningu
og samhug vegna fráfalls elskulegrar
móður okkar og tengdamóður,
Petrínu Helgu Steinadóttur
Sólvangi, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Sólvangs, sem bjó henni yndislegt
heimili síðustu æviárin og annaðist hana af ást og kærleik,
svo af bar.
Elín Einarsdóttir Guðmundur Ingi Leifsson
Guðmundur T. Einarsson Þórstína Unnur Aðalsteinsd.
Rósa Einarsdóttir Ragnar Baldursson
Steinunn E. Egeland Torstein Egeland
Okkar ástkæri
Bragi Sigurþórsson
verkfræðingur
lést á líknardeild Landspítalans
sunnudaginn 5. maí. Útförin fer fram
frá Neskirkju mánudaginn 13. maí kl. 15.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Krabbameinsfélagið og Hjálparstarf kirkjunnar.
Inga Björk Sveinsdóttir
Sólrún Bragadóttir
Þórdís Bragadóttir Þorbjörn Guðjónsson
Friðrik Bragason María Guðmundsdóttir
Ragnar Kristinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri
Gunnar Magnússon
áður til heimilis að Litlagerði 14
í Reykjavík,
lést sunnudaginn 5. maí
á Hrafnistu í Reykjavík.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Didda Gíslína Þórarinsdóttir
Guðbjörg Gunnarsdóttir Ólafur Guðjónsson
Arnar Þór Gunnarsson Ester Guðbjörnsdóttir
Harpa Gunnarsdóttir Guðmundur Baldursson
Magnús Gunnarsson Margrét B. Jóhannsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur frændi okkar,
Eiríkur Sigurðsson
veðurfræðingur,
Stórholti 17,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir 2. maí.
Útför fer fram frá Fossvogskapellu
þann 10. maí kl. 11.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Anna Sigríður Markúsdóttir
Ástkær sambýliskona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og dóttir,
Súsanna Jónsdóttir
lést á gjörgæslu Landspítalans við
Hringbraut laugardaginn 20. apríl.
Útför hennar fer fram frá Garðakirkju
föstudaginn 10. maí klukkan 13.00.
Haraldur Einarsson
Þorvarður Helgi Haraldsson Agnieszka Olejarz
Ásta Særós Haraldsdóttir
Halldór Haukur Haraldsson Ásrún Dís Jóhannsdóttir
Hákon Hjörtur Haraldsson
Kristófer Freyr, Gabríella Guðlaug
María Helena Ólafsdóttir Jón Þórðarson
Þetta var algjörlega frábær vetur, allt gekk upp og skólaár-ið fór fram úr okkar björtustu vonum. Nemendur eru alsælir, þeir fara héðan reynslunni
ríkari og sem sterkari einstaklingar. En
hér er skrýtið að vera þegar búið er að
útskrifa 28 nemendur og dálítið tóm-
legt um að litast. Ég held að við á Flateyri
getum öll verið sammála um að það er
eftirsjá að þessum líf lega og hugrakka
hópi nemenda sem varði vetrinum með
okkur. Sem betur fer ákvað töluverður
fjöldi að vera á staðnum áfram og draga
úr fráhvarfseinkennum okkar.
Tvær ólíkar brautir voru í boði fyrir
nemendur Lýðháskólans þennan fyrsta
vetur, Hugmyndabraut og Útivistar- og
náttúrubraut. „Hér var sterkur hópur í
listsköpun, hugmyndavinnu og miðlun,
sem er á beinni braut að sækja um lista-
háskólann eða þróa sig sem skapandi
einstaklingar á annan hátt. Útivistar- og
náttúrubrautin hefur víðari skírskotun
og þar liggur ekki eins beint við nemend-
um að sækja um framhald, en með þeim
hefur kviknað ákafur áhugi á útivist og
náttúruskoðun og nú eru þeir færari í að
ferðast um í náttúrunni og njóta hennar
á öruggan hátt. Nemendur á þeirri braut
skipulögðu undir lokin frábæra ferð á
Snæfjallaströnd og upp á Drangajökul.“
Á hugmyndabrautina komu kennarar
sem hafa kennt svipuð námskeið við
listaháskólann, myndlistarskólann
og víðar, að sögn Helenu. „Kennsla á
þeirri braut gekk dálítið eins og smurð
vél og án mikillar aðkomu okkar skóla-
stjórnenda. En á útivistar- og náttúru-
brautinni vorum við að finna upp hjólið
á hverjum degi, fyrir okkur og kennar-
ana var það stærsta áskorunin og sú
skemmtilegasta því það fór eftir veðri
og færð hvað gert var og oft þurfti að
breyta plönum. Einn daginn datt nem-
endum í hug að búa til salt úr sjó, þá varð
að útvega 300 lítra af sjó, takk!“
Helena ljóstrar því upp með gleði í
rómnum að brátt fæðist lýðháskóla-
barn. „Ung kona frá Akureyri kom hér í
skólann og með henni unnustinn sem er
að vinna í mjólkurvinnslunni Örnu. Þau
bjuggu hér saman í heimavistinni í vetur
og eru nú flutt í sitt eigið húsnæði hér í
bæ, í júní bætist lítið barn í fjölskylduna
sem okkur finnst við eiga dálítið mikið
í. Svo ætla f leiri nemendur að vera hér
áfram í sumar, þeir fengu styrk frá Ísa-
fjarðarbæ til að vera með listasmiðju
og eru líka komnir með vinnu í bak-
aríi, póstinum og búðinni – hér og þar.“
Ekki kveðst Helena verða við stjórn-
völinn í skólanum næsta vetur, það hafi
hún ákveðið áður en hún hóf störf þar.
„Hjá mér var þetta alltaf tímabundið
verkefni. Ég er áhlaupamanneskja en
ekki langhlaupa. En kennslustjórinn,
hún Anna Sigga verður hér. Svo er búið
að finna nýjan skólastjóra, konu sem á
hús hér í bænum, er kennslustjóri við
HR og fær tímabundið leyfi þaðan til að
sinna þessu skemmtilega verkefni. Það
er frábært að fá einhvern með nægan
kraft og reynslu til að sinna þessu frá-
bæra verkefni áfram.“ Að lokum má geta
þess að opið er fyrir umsóknir en sækja
má um skólavist á vefnum lydflat.is.
gun@frettabladid.is
Sér á eftir hugrökkum hópi
Fyrstu skólaslit Lýðháskólans á Flateyri fóru fram 4. maí. Eitt starfsár liðið og Helena
Jónsdóttir skólastjóri segir árangur þess vera framar sínum björtustu vonum.
Mikil gleði ríkti á fyrsta útskriftardegi Lýðháskólans á Flateyri er gengið var fylktu liði með skólastjórann í fararbroddi.
Anna Sigurðardóttir kennslustjóri og Helena skólastjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Merkisatburðir
1768 Fyrsta menntaða ljósmóðirin á Íslandi, Rannveig
Egilsdóttir, lýkur ljósmóðurprófi á Staðarfelli í Dölum.
1769 Frakkar leggja Korsíku undir sig.
1855 Prentfrelsi er leitt í lög á Íslandi með tilskipun
konungs.
1877 Rúmenía fær sjálfstæði frá Tyrkjaveldi.
1941 Guðrún Á. Símonar, síðar óperusöngkona, kemur
fram í fyrsta skipti með hljómsveit Bjarna Böðvarssonar.
1957 Björn Pálsson sjúkraflugmaður sækir tvær sængur-
konur til Scoresbysunds á Grænlandi á flugvél með
skíðum.
1964 Verkamannasamband Íslands var stofnað.
1970 Um 100.000 manns mótmæla Víetnamstríðinu í
Washington DC.
1974 Sverrir Hermannsson
flytur lengstu ræðu sem flutt
hafði verið á Alþingi, talaði í
rúmlega fimm klukkustundir.
1979 Borgarastyrjöldin í El
Salvador hefst.
1982 Hrafnhildur Valbjörns-
dóttir og Guðmundur Sigurðs-
son sigra á fyrsta Íslandsmóti
í vaxtarrækt, sem haldið er í
Reykjavík.
1992 Linda Martin vinnur Söngvakeppni evrópskra sjón-
varpsstöðva fyrir Írland með laginu Why Me?
1992 Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um
loftslagsbreytingar er tekinn upp á fundi Sameinuðu
þjóðanna í New York-borg.
1998 Dana International vinnur Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva fyrir Ísrael með laginu „Diva“.
2010 Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins stofna
Björgunarsjóð Evrópu.
9 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R24 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
0
9
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
F
5
-E
1
1
C
2
2
F
5
-D
F
E
0
2
2
F
5
-D
E
A
4
2
2
F
5
-D
D
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
5
6
s
_
8
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K