Fréttablaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 4
Það kom mér því á óvart að heyra hversu langur biðtíminn er í dag. Þetta þýðir bara að það er ekki sett nægt fjármagn í þetta. Vilhjálmur Hjálmarsson, varafor- maður ADHD-samtakanna HEILBRIGÐISMÁL „Síðasta haust heyrði ég að það væri unnið mark- visst að því að stytta biðlistann. Það kom mér því á óvart að heyra hversu langur biðtíminn er í dag. Þetta þýðir bara að það er ekki sett nægt fjármagn í þetta,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson, varafor- maður ADHD-samtakanna, um langa bið eftir þjónustu ADHD- teymis Landspítala. Teymið, sem tók til starfa í árs- byrjun 2013, sinnir greiningum og meðferð fullorðinna einstaklinga. Í teyminu eru þrjú og hálft stöðugildi sálfræðinga en þar að auki vinna þrír geðlæknar með því. Eins og staðan er í dag er bið eftir þjónustu teymisins almennt upp undir tvö og hálft ár en alls eru 573 einstaklingar á biðlista. „Við erum líka með forgangslista fyrir þá einstaklinga sem við teljum að séu í mestri þörf fyrir greiningu fljótt. Þar er biðtíminn umtalsvert styttri. Þarna er til dæmis ungt fólk sem er strand í námi eða vinnu,“ segir Unnur Jakobsdóttir Smári, sálfræðingur og teymisstjóri. Unnur segir að auðvitað vildu þau gjarnan geta stækkað og ef lt teymið en möguleikarnir séu tak- markaðir. Hún segir að strax við stofnun teymisins hafi myndast langur biðlisti sem ekki hafi tekist að vinda ofan af. „Við erum að fá um 25 til 30 beiðnir á mánuði en greiningarnar taka mislangan tíma. Þetta er oft f lókið þar sem við erum með full- orðna einstaklinga með langa sögu. Hjá öðrum er þetta meira borðleggj- andi.“ Unnur segir að teymið anni um tvö hundruð greiningum á ári. Um 70 til 75 prósent þeirra sem vísað er í teymið koma jákvætt út úr skimun og fara í fulla greiningu. Af þeim hópi fá 75 til 80 prósent ADHD- greiningu. Vilhjálmur telur það ekki raun- hæft að teymið geti tekið við öllum greiningum. „Það gengur bara ekki upp. Það þarf auðvitað að ef la teymið en samhliða því þarf að niðurgreiða þjónustu sálfræðinga. Það getur tekið kúfinn af þessum biðlista því margir þurfa fyrst og fremst að fá greininguna staðfesta,“ segir Vil- hjálmur. Hann telur að það eitt og sér myndi hafa mjög mikil áhrif. „Það væri hægt að minnka lyfjagjöf, til dæmis kvíðalyf og þunglyndislyf, og grípa inn í vanda sem er kannski smávægilegur á frumstigi en miklu erfiðari þegar fólk er greint seint. Ég þekki mikið af fólki í slíkri stöðu en fyrstu mánuðina er eitt það erf- iðasta að hjálpa fólki að takast á við alla reiðina. Fólk spyr hvers vegna þetta hafi ekki uppgötvast fyrr.“ Sjálfur fékk Vilhjálmur ekki greiningu fyrr en hann var 33 ára. „Ég var aldrei í sömu vinnunni í lengur en eitt og hálft ár áður en ég fékk greiningu. Ég áttaði mig ekk- ert á því af hverju en þetta var bara afleiðing af ómeðvituðu ógreindu ADHD.“ Tíu árum eftir greiningu fór Vil- hjálmur í mastersnám. „Þá var ég búinn að átta mig á því hvers vegna sumt virkaði fyrir mig og ég gat fín- pússað það. Þá skildi ég loksins hvað var í gangi og reyni að haga mér eftir því. Stundum nýti ég mér þetta til góðs en á vondum dögum getur þetta þvælst mikið fyrir mér,“ segir Vilhjálmur. sighvatur@frettabladid.is Tæplega 600 fullorðnir bíða eftir greiningu á ADHD Langur biðlisti er eftir þjónustu ADHD-teymis Landspítalans sem sinnir greiningu og meðferð hjá full- orðnum einstaklingum. Teymisstjóri segir þá sem séu í mestri þörf fyrir greiningu setta í forgang. Vara- formaður ADHD-samtakanna vill efla teymið en samhliða þurfi að niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Samkvæmt erlendum rannsóknum eru 3-5 prósent fullorðinna einstaklinga með ADHD. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL LEIÐRÉTTING Vegna rangra upplýsinga sem fengust frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu var ekki rétt farið með upphæðir í umfjöllun Fréttablaðsins um skúffufé ráðherra í gær. Þór dís Kol brún, ferða mála-, iðnaðar- og ný sköpunar ráð herra, veitti ekki 11,5 milljónum úr skúffu sinni heldur styrkti aðeins eitt verkefni um 300 þús.kr. í fyrra. Kristján Þór, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, veitti ekki 3,4 milljónum í fjögur verkefni heldur veitti hann aðeins tvo styrki upp á alls 350 þús.kr. Hvorugur ráð herranna hefur veitt af ráð stöfunar fé sínu það sem af er þessu ári. Eru þeir því í hópi þeirra ráð herra sem minnst hafa gengið á skúffufé sitt og sýnt aðhald. Leiðréttist þetta hér með. – smj UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 JEEP® GRAND CHEROKEE FÁANLEGUR MEÐ 33” EÐA 35” BREYTINGU ® ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF DÍSEL 3.0L 250 HÖ, 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING, HÁTT OG LÁGT DRIF, DRIFLÆSING AÐ AFTAN, LOFTPÚÐAFJÖÐRUN, HITI Í FRAMSÆTUM, HITI Í STÝRI, RAFDRIFINN AFTURHLERI OG ÍSLENSKT LEIÐSÖGUKERFI. JEEP® GRAND CHEROKEE KOSTAR FRÁ 9.990.000 KR. STAÐALBÚNAÐUR M.A.: jeep.is KJARAMÁL Miðstjórn ASÍ harmar viðbrögð þeirra atvinnurekenda sem hafa gripið til uppsagna á launakjörum starfsmanna vegna kostnaðarauka í kjölfar nýsam- þykktra kjarasamninga. „Þeir atvinnurekendur sem gripið hafa til uppsagna á ráðningarkjör- um starfsmanna sinna nú í kjölfar undirritunar og samþykkis kjara- samninga ganga gegn markmiðum samninganna og lýsa því beinlínis yfir að þeir hyggist ekki efna þá,“ segir í ályktuninni. Þá skorar miðstjórnin á atvinnu- rekendur að draga þegar til baka uppsagnir sem byggðar eru á fram- angreindum forsendum. ASÍ áskilur öllum aðildarsamtökum sínum rétt til þess að lýsa yfir einhliða riftun kjarasamninga vegna þessara sömu atvinnurekenda vegna þess ásetnings að ætla sér ekki að virða samningana. – sar Kjarasamningar verði virtir Drífa Snædal, forseti ASÍ. STJÓRNMÁL Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að hann hallist að því að koma fram með nýja fjármálaáætlun. Fram kom í svari Bjarna við fyrirspurn Odd- nýjar Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær að forsendur hefðu breyst verulega frá síðustu fjármálaáætlun. „Það stefnir í að það verði þann- ig á þessu ári að sá mikli afgangur sem við afgreiddum hér á fjárlögum yfirstandandi árs verði einhver allt annar og miklu minni. Það mun verulega draga úr afkomu ríkisins á þessu ári miðað við hvaða breyt- ingar hafa orðið í hagkerfinu,“ sagði Bjarni. Ný hagspá sýni mestu breytingu á hagvexti til hins verra á milli spá- gerða í áratugi að hruninu undan- skildu. „Spurningin sem við stönd- um frammi fyrir er sú hvort mér beri ekki hreinlega, og ég hallast að því, að koma með nýja fjármála- stefnu sem markar þá sporin fyrir framtíðina.“ – ab Hallast að nýrri fjármálaáætlun Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 1 6 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 6 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :3 3 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 0 1 -9 B 1 C 2 3 0 1 -9 9 E 0 2 3 0 1 -9 8 A 4 2 3 0 1 -9 7 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 1 5 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.