Fréttablaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 46
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Guðbjörg Elentínusdóttir Espigerði 4, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugar- stöðum þriðjudaginn 7. maí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. maí klukkan 15. Sigurjón Sigurðsson Rafn Sigurjónsson Elísabet Skúladóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Karl Sigurðsson frá Ísafirði, lést laugardaginn 27. apríl. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 17. maí kl. 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarsjóð langveikra barna. Steingerður Gunnarsdóttir Ragnhildur Jónsdóttir Ingvar Einarsson Gunnar Þorsteinn Jónsson Helle Lund Jensen Þórdís Jónsdóttir Sindre Stöer barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigrún Jóhannesdóttir áður Byggðavegi 88, andaðist aðfaranótt 9. maí á dvalarheimilinu Hlíð. Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju föstudaginn 17. maí kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir. Guðrún Bjarnadóttir Björn Sigmundsson Jóhannes Bjarnason Þórey Edda Steinþórsdóttir Unnur Bjarnadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Guðrún Margrét Guð-mundsdóttir, mannfræð-ingur og verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, er á leið út á Keflavíkur-f lugvöll þegar ég næ sambandi við hana. Hún er að ná í hóp sem að stærstum hluta eignast heimili á Blönduósi og brunar beint þangað, en ein fjölskylda ætlar að setjast að í Árborg því þar hefur hún tengsl. Fyrsti hópur- inn er kominn norður á Hvammstanga. Síðar bætist ein sex manna fjölskylda við á Blönduós. „Við erum búin að standsetja níu íbúðir, fjórar á Blönduósi og fimm á Hvammstanga, þannig að það er búið að vera nóg að gera,“ segir Guðrún Margrét glaðlega en tekur fram að hún sé aldeilis ekki ein í þessu. „Við fáum íbúðirnar frá bænum og vinnan við að standsetja þær hefur mikið lent á sjálfboðaliðum Rauða krossins fyrir norðan, þetta er búin að vera heilmikil vinna fyrir þá.“ Guðrún Margrét hóf störf við verk- efnið 1. apríl. „Ég bý á Hvammstanga í ár og hef mest unnið þar, því við höfum haft dúndur sjálf boðaliða á Blönduósi, konu sem hefur búið í Gambíu og Haítí, verið sendifulltrúi og tekið þátt í alls konar verkefnum.“ Nú er Guðrún Margrét á ferð með Valdimari O. Hermannssyni, bæjar- stjóra á Blönduósi, Þórunni Ólafsdóttur, sem ráðin var verkefnastjóri bæjarins vegna komu flóttamannanna, og Kinan Kadoni, túlki og menningarmiðlara. Guðrún Margrét kann arabísku og kveðst hafa verið túlkur á Vestfjörðum í fyrravetur þegar þar var tekið á móti f lóttamönnum á Flateyri, Ísafirði og Súðavík. „Ég er svo hamingjusöm að þurfa ekki að vera túlkur núna, heldur bara geta talað arabísku en þurfa ekki að vita hvernig á að segja allt undir sólinni. Aröbum finnst alltaf fyndið þegar ljós- hært fólk talar arabísku!“ Hún býst við að hópurinn verði seint kominn norður um kvöldið. Samt ætli stuðningsfjölskyldur f lóttafólksins að bíða eftir því og bjóða það velkomið. Það sé mikilvægt. Þá verði tilfinningin betri fyrstu nóttina. „Ég tók viðtöl við allt f lóttafólkið sem kom til Vestfjarða í fyrra og því fannst svo yndislegt að sjá vingjarnleg andlit strax og það kom í nýju heimkynnin.“ Stór matarveisla verður á mánudag- inn fyrir f lóttafólkið, sjálf boðaliðana og bæjarbúa, að sögn Guðrúnar. „Bær- inn sér um veisluna og fékk sýrlenskan kokk til að sjá um hana. „Nú er föstu- mánuðurinn ramadan hjá aröbunum og hún er þeim svo þýðingarmikil, þeir eru vanir að vera með fjölskyldunni sinni þá. Þetta er eins og fyrir okkur að mæta einhvers staðar á aðfangadagskvöld. Rauði krossinn útbjó gjafakörfur til að gefa fjölskyldunum, með alls konar mat sem fólkið kannast við og er úr arabísku búðunum, Istanbúl Market og Jerusalem Market.“ Nú nálgast Guðrún f lugvöllinn og brátt hefst móttakan þar. „Við viljum vanda okkur,“ segir hún. „Nína Helga- dóttir, verkefnastjóri hjá Rauða kross- inum, og Linda Rós Alfreðsdóttir, sér- fræðingur hjá félagsmálaráðuneytinu, verða við landganginn að fagna fólkinu. Þær fóru einmitt til Líbanon að hitta það og taka viðtöl við það, þannig að fyrstu andlitin sem það sér þegar það kemur til Íslands verða kunnugleg. Það skiptir miklu máli.“ gun@frettabladid.is Við viljum vanda okkur Hátt í 50 sýrlenskir flóttamenn eru að flytja til Íslands þessa dagana. Þeir koma í þrem- ur hópum, tveir eru lentir og flestir þeirra fá ný heimkynni norður í Húnavatnssýslu. Nú er föstumánuðurinn ramadan hjá aröbunum og bærinn fékk sýrlenskan kokk til að sjá um veislu, að sögn Guðrúnar Margrétar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Liljana Milankoska er hjúkrunar-fræðingur og verkefnisstjóri Húna-þings vestra í málefnum f lótta- manna. Hún er búin að heimsækja nýju íbúana fyrsta dag þeirra á Hvamms- tanga. „Þetta eru fimm fjölskyldur, samtals 23 manneskjur, tíu fullorðnar og þrettán börn á aldrinum 0 til 10 ára. Elstur er 39 ára karlmaður, hitt fólkið er undir 31 árs aldri og allt að koma frá Líbanon. Ég veit ekki hversu lengi það dvaldi þar, það eru þrjú til fimm ár. Þar bjó það við mjög kröpp kjör og í lélegu húsnæði, var án atvinnu og hafði ekkert hlutverk í samfélaginu, var bara utan- veltu, eins og það væri ekki til.“ Liljana segir f jölskyldurnar hafa fengið gott húsnæði á Hvammstanga. „Fólk hér var tilbúið til að leigja íbúðir sem það átti en hafði ekki verið með á almennum leigumarkaði. Í haust verð- ur svo byggð hér blokk og líka raðhús, þannig að það opnast f leiri möguleikar ef fólkið vill skipta.“ Hún talar við nýju íbúana með hjálp túlks. „Sumir tala ensku en við erum með þrjá túlka sem hjálpa okkur þessa fyrstu daga og einn þeirra verður með okkur næstu sex mánuði. Hann er félags- ráðgjafi og verður með samfélagsfræðslu fyrir hópinn. Svo verður dagskrá í skól- anum fyrir sýrlensku börnin í sumar og þau ættu að geta byrjað nám þar í haust. Börnin eru svo örugg hér, þau geta labb- að í skólann, enda fékk fólkið strax góða tilfinningu fyrir bænum okkar og virðist mjög ánægt. Það geislar alveg og finnst það komið heim, sem er yndislegt.“ Sjálf f lutti Liljana til Íslands frá Make- dóníu fyrir tíu árum. Hún hefur lokið hjúkrunarnámi við Háskólann á Akur- eyri og er í meistaranámi. „Lokaverkefni mitt mun fjalla um sálræna líðan flótta- barna á Íslandi,“ segir hún og heldur áfram: „Ég er gift Íslendingi og við búum hér á Hvammstanga. Þetta er þægi- legur staður að aðlagast og ég vona að nýju íbúunum gangi það vel. Það er líka góður tími fyrir þá að koma núna, sum- arið fram undan og þá er fólk meira úti við svo það verður auðveldara fyrir þá og heimafólk að kynnast.“ gun@frettabladid.is Fékk strax góða tilfinningu fyrir bænum „Lokaverkefni mitt mun fjalla um sál- ræna líðan flóttabarna á Íslandi.“ 1457 Björn ríki Þorleifsson á Skarði á Skarðsströnd er aðlaður og gerður að hirðstjóra. 1702 Uppsalabruninn mikli á sér stað í Svíþjóð. 1757 Magnús Gíslason er skipaður amtmaður yfir Íslandi, fyrstur Íslendinga. 1929 Óskarsverðlaunin eru veitt í fyrsta sinn. 1952 Fimm manns farast er bandarísk flugvél brotlendir í norðan- verðum Eyjafjallajökli. 1966 Verslunin Karnabær er opnuð í Reykjavík og hefur mikil áhrif á tísku og klæðaburð ungs fólks á Íslandi. 1974 Helmut Schmidt er kjörinn kanslari Vestur-Þýskalands. 1983 Vikublaðið Andrés önd kemur út á íslensku í fyrsta sinn og þar með hætta Íslendingar að lesa það á dönsku. 1985 Rannsóknarráðið British Antarctic Survey kynnir rannsóknir sem sýna gat í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu. 1993 Fyrstu kosningar til Samaþingsins í Svíþjóð fóru fram. 2002 Haraldur Örn Ólafsson nær á tind Everestfjalls og hefur þá klifið hæstu tinda allra heimsálfanna og komist á bæði skautin. 2009 Jóhanna Guðrún nær öðru sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Is it true. Hinn norski Alexander Rybak sigrar með laginu Fairytale. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, Eurovisonfari. Merkisatburðir 1 6 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R26 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 1 6 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :3 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 0 1 -A 0 0 C 2 3 0 1 -9 E D 0 2 3 0 1 -9 D 9 4 2 3 0 1 -9 C 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 1 5 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.