Fréttablaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 59
Liðsmenn Hatara fengu verð-skuldaðan frídag í gær og nutu lífsins í Tel Avív. Flestir í faðmi
fjölskyldu og ástvina sinna. Klem-
ens, Matthías og Gimpið þurftu
reyndar að vakna eldsnemma til
að mæta í viðtal hjá BBC og Piers
Morgan, en aðrir sváfu út og reyndu
að safna orku fyrir komandi átök.
Það var spenna í lofti þegar
keppnisdagurinn rann loks upp.
Útsendarar Fréttablaðsins skelltu
sér í svokallað Eurovision Fanzone.
Stemningin yfir íslenska laginu var
slík, að þegar fyrsti tónninn kom
fögnuðu nánast allir af þeim tug-
þúsundum sem þarna var saman-
komin af lífs og sálar kröftum.
Sumir hreinlega spruttu upp og
dönsuðu allan tímann með.
Þegar laginu lauk trylltist mann-
skapurinn og þó ég sé vissulega
hlutdrægur, þá fullyrði ég að fagn-
aðarlætin eftir Hatara voru langtum
meiri en eftir önnur lög.
Eftir að Ísland komst áfram, fóru
þreyttir en glaðir liðsmenn Hatara
heim á hótel þar sem fjölskyldur
þeirra tóku á móti þeim. Var haldið
upp á sundlaugargarð þar sem
kampavínsflöskur voru opnaðar og
skálað fyrir árangrinum. Ástralska
sendinefndin gerði slíkt hið sama
en frændur vorir Finnar drekktu
sorgum sínum á neðstu hæð hót-
elsins.
Hatari skálaði í kampavíni í sundlaugargarðinum
Íslensku keppendurnir eru eftir-
sóttir af fjölmiðlum. FRÉTTABLAÐIÐ/
INGÓLFUR GRÉTARSSON
SKRIFA FRÁ TEL AVIV
EUROVISION
Benedikt Bóas
benediktboas@frettabladid.is
Ingólfur Grétarsson
ingolfurg@frettabladid.is
Munur á tíunda og
ellefta sæti einungis
tvö stig
Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri
Eurovision-keppninnar, opin-
beraði á Twitter-aðgangi sínum að
einungis tveimur stigum stigum
hefði munað á lögunum í tíunda og
ellefta sæti. Það verður þó ekki opin-
berað hvaða tvö lönd það voru fyrr
en eftir að úrslitakvöldið er liðið.
Sama hvernig fer á laugardaginn þá
verður vafalaust gaman að sjá hvar
í röðinni Hatari var á undanúrslita-
kvöldinu. Samkvæmt tölum frá
Twitter var mest talað um íslenska
atriðið af öllum þeim sautján sem
stigu á svið þriðjudagskvöldið. Var
fólk hvatt til að nota myllumerkið
og ISL til að tjá sig um frammistöðu
íslenska lagsins. Þó nokkrir höfðu
orð á því á samskiptamiðlinum að
þetta myllumerki væri nú þegar
notað. Það vill nefnilega svo til að
unnendur íþróttarinnar lacrosse,
eða kylfuknattleiks eins og það gæti
íslenskast, nota stafina ISL þegar
þeir ræða hana sín á milli. Það er því
aldeilis munur orðinn á færslunum
sem tengjast merkinu síðan Hatari
vann forkeppnina hér heima.
Það kemur ekki í ljós fyrr en á
sunnudaginn í hvaða sæti Hatari var
í undanúrslitunum í Tel Avív.
Justin Roiland og Dan Harmon á
góðri stundu, en þeir gera þættina.
NORDIPHOTOS/GETTY
Hakkarar trufluðu
Euro vision
Ísraelsk vef út sending af fyrri undan-
riðli Euro vision í gær kvöldi var hökk-
uð og sáust því gervi sprengingar í
Tel Avív, en þetta kemur fram á vef
BBC. Ísraelska ríkis út varpið KAN
greindi frá því að tölvu á rásin væri
á vegum Hamas-samtakanna en
þau hafa ekki tjáð sig um á rásina.
Mynd skeið birtist í út sendingunni
þar sem á horf endur voru varaðir við
árás á borgina, sem sýndi tölvu gert
mynd band af sprengingum og hljóð
í loft varna flautum. Tals menn KAN
gerðu lítið úr mynd skeiðinu sem
sýnt var í rúmar 10 mínútur áður en
út sendingin var stöðvuð. „Við vitum
að á á kveðnum tíma punkti var til-
raun gerð, að því er virðist af Hamas,
til að hafa á hrif á net út sendinguna
okkar, en okkur tókst hins vegar
að ná tökum á á standinu innan ör-
fárra mínútna,“ segir fram kvæmda-
stjórinn Eldad Koblenz.
Rick and Morty
snúa aftur
Teiknimyndaþættirnir Rick and
Morty snúa aftur á skjá Comedy
Central í nóvember. Þetta mun vera
fjórða sería þáttanna sem koma
úr smiðju Justins Roiland og Dans
Harmon. Endurkomu þáttanna
hefur verið beðið með mikilli eftir-
væntingu, en þeir eiga sér stóran hóp
aðdáenda, sem margir ræða fram-
vindu þeirra í þaula á alnetinu. Þætt-
irnir hafa einnig hlotið einróma lof
gagnrýnenda. Þeir fjalla um dreng-
inn Morty, fjölskyldu hans og afa,
en hann er vísindamaður. Ferðast
Morty ásamt afa sínum um geiminn,
tíma og rúm.
L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 39F I M M T U D A G U R 1 6 . M A Í 2 0 1 9
1
6
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:3
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
0
1
-A
E
D
C
2
3
0
1
-A
D
A
0
2
3
0
1
-A
C
6
4
2
3
0
1
-A
B
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
6
4
s
_
1
5
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K