Fréttablaðið - 16.05.2019, Side 8
Þessi þróun mun á
endanum hafa þau
áhrif að fjármálakerfið
verður endurhannað frá
grunni með tilliti til þess-
arar tækni.
Kristján Ingi
Mikaelsson, fram-
kvæmdastjóri
Rafmyntaráðs
Bandaríski fjármálaris-
inn JP Morgan hefur gefið út
sína eigin rafmynt sem
byggist á bálkakeðjutækni.
Alþingi hunsar
þjóðarvilja!
sem og álit færustu sérfræðinga í Evrópurétti
og þverpólitískra reynslubolta í íslenskri pólitík
einróma raddir forystu verkalýðsins:
ASÍ: Þriðji orkupakkinn feigðarflan.
Á hvaða vegferð er ríkisstjórnin?
Fyrsta orustan er töpuð en langt frá því stríðið allt!
Lagafrumvörp um orkupakka 3 verða ekki að lögum
ef Forseti Íslands hlýðir kalli almennings og þjóðin öll
hafnar þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Skrifum öll undir áskorun gegn Orkupakka 3
orkanokkar.is
Mætum öll á Austurvöll fimmtudaginn 16. maí kl. 17.00
á almennum mótmælafundi og lau. 18. maí kl. 14. - 15.00
Fulltrúi almennings og gulu vestanna
Á stuttum tíma hefur slaki tekið við
af spennu í efnahagslífinu, sem lýsir
sér meðal annars í því að atvinnu-
leysi mældist í apríl 3,7 prósent
borið saman við 2,3 prósent á sama
tíma fyrir ári, og sterk rök eru þess
vegna fyrir því að stýrivextir verði
lækkaðir þegar vaxtaákvörðun
peningastefnunefndar Seðlabank-
ans verður kynnt miðvikudaginn
22. maí næstkomandi.
Þetta kemur fram í nýrri grein-
ingu Samtaka iðnaðarins (SI) en þar
segir að fjórar meginforsendur séu
fyrir því að ráðast í lækkun vaxta.
Þannig hafi miklar breytingar orðið
til hins verra í gjaldeyrissköpun
þjóðarbúsins vegna minnkandi
tekna af erlendum ferðamönnum
eftir fall WOW air. Það hafi mikil
áhrif á afkomu margra fyrirtækja
sem þurfi að bregðast við breyttu
ástandi með fækkun starfsfólks.
Þá endurspeglast versnandi
horfur í efnahagsmálum í þeirri
staðreynd að væntingar stjórn-
enda 400 stærstu fyrirtækja lands-
ins hafa gerbreyst til hins verra.
Vísitala efnahagslífsins, sem mælir
mun á fjölda stjórnenda sem meta
aðstæður góðar eða slæmar, hefur
þannig ekki verið lægri síðan árið
2013. Væntingar til næstu sex mán-
aða eru áfram í sögulegi lágmarki
en nýlega lækkaði Hagstofan hag-
vaxtarspá sína fyrir þetta ár í 0,2
prósenta samdrátt í hagkerfinu.
Í þriðja lagi, að því er fram kemur
í greiningunni, þá er það mat SI
að nýir kjarasamningar við meiri-
hluta vinnumarkaðarins, sem séu
til ársins 2022 og skapa grundvöll
að stöðugleika og framleiðnivexti,
séu góð undirstaða fyrir lækkun
stýrivaxta Seðlabankans.
Að lokum er á það bent að verð-
bólguvæntingar aðila á innlendum
fjármálamarkaði hafi lækkað frá
síðustu könnun sem hafi verið
gerð í ársbyrjun. Vænta þeir þess
að verðbólgan, sem mælist nú 3,3
prósent, verði 3 prósent eftir eitt
ár og 2,8 prósent eftir tvö, sem er
litlu meira en verðbólgumarkmið
Seðlabankans. Á sama tíma og
raunstýrivextir bankans, mældir
sem munurinn á stýrivöxtum og
verðbólguvæntingum, hafa verið
að hækka þá hefur hins vegar verið
vaxandi slaki í efnahagslífinu.
Sú þróun, að því er segir í grein-
ingu SI, er andstæð því sem rétt er
við slíkar aðstæður, sem væri að
draga úr aðhaldi peningastefnunn-
ar. – hae
Samtök iðnaðarins segja
innistæðu fyrir vaxtalækkun
Sigurður Hannesson, framkvæmda-
stjóri Samtaka iðnaðarins.
4,5
prósent eru núverandi
stýrivextir Seðlabankans.
Bálkakeðjur munu á endanum
gjörbreyta uppbyggingu fjármála-
kerfisins með því að skera út milli-
liði og gera það skilvirkara. Þetta
segir Kristján Ingi Mikaelsson,
framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs.
Kristján heldur erindi um áhrif
bálkakeðja á bankakerfið á vor-
ráðstefnu Reiknistofu bankanna í
Hörpu sem hefst í hádeginu í dag.
„Mörg stórfyrirtæki úti í heimi
eru byrjuð að nýta bálkakeðjur og
þessi þróun er að færast aukana,“
segir Kristján Ingi í samtali við
Fréttablaðið.
Bálkakeðjur (e. blockchain) eru
tæknilausn sem er ætlað að stuðla
að auknu trausti í ýmiss konar sam-
skiptum og viðskiptum. Bálkakeðja
er sívaxandi keðja af bálkum þar
sem hver bálkur geymir dulkóðuð
gögn um viðskipti eða aðrar upp-
lýsingar.
„Fjármálakerfið eins og það er
í dag byggir á trausti á milli raða
milliliða. Þetta fyrirkomulag er dýrt
og það er erfitt að færa fjármuni til.
Það sem bálkakeðjur gera er að þær
skapa traust án aðkomu milliliða.
Þær gera okkur kleift að færa fjár-
muni án þess að tala við greiðslu-
kortafyrirtæki, banka o.s.frv. Kerfið
verður skilvirkara og krafan um
meiri skilvirkni er að drífa þessa
þróun áfram,“ segir Kristján.
Hvernig stuðla bálkakeðjur að
trausti?
„Þegar Bitcoin, sem byggist á
bálkakeðjum, komu fram var í
fyrsta sinn hægt að færa eignir til
á internetinu án þess að afrita þær.
Það hafði ekki verið hægt að gera
áður. Þegar þú sendir tölvupóst
þá fjölfaldast hann á öllum net-
þjónunum á leiðinni en það er ekki
ásættanlegt þegar þú ert að færa
til verðmæti. Þú vilt að verðmætin
færist milli aðila. Þarna í fyrsta
skiptið var hægt að færa til verð-
mæti eða eignarrétti með sannan-
legum hætti. Þaðan kemur þetta
traust. Notendur vita að þeir eru
að færa verðmætin til með sannan-
legum hætti og með tækni sem er
búið að sannreyna. Ef ég veit hver
þú ert þá get ég sent á þig og vitað
að það komist á leiðarenda. Það er
leiðin til að skera út þessa milliliði.
Kristján nefnir sem dæmi um
nýlega hagnýtingu bálkakeðja að
bandaríski fjármálarisinn JP Morg-
an sé búinn að gefa út sína eigin raf-
mynt fyrir millibankaviðskipti.
„Millibankaviðskipti eru gífur-
lega umfangsmikil en þau byggja á
þungum kerfum. Menn sjá fyrir sér
að gera þau mun skilvirkari með því
að nýta bálkakeðjur. Þá geta bank-
arnir talað saman og deilt upplýs-
ingum á snjallari hátt en áður í stað
þess að allt sé á pappír og eyðu-
blöðum. Óskilvirknin er leyst með
sjálfvirknivæðingu.“
Kristján telur að innleiðing
bálkakeðja í fjármálakerfinu geti
gjörbreytt uppbyggingu kerfisins.
„Fyrirtæki og seðlabankar eru
að skoða að gefa út sínar eigin raf-
myntir sem eru byggðar á lögeyri
eins og Bandaríkjadal eða evru,“
segir Kristján og nefnir að íslenska
f jártæknifyrirtækið Monerium
stefni að því að gefa út evrur og
krónur á bálkakeðjum hugsanlega
á þessu ári.
„Bálkakeðjur komu fram á sjónar-
sviðið fyrir um sex árum en nú er
notagildi tækninnar að koma í ljós.
Þessi þróun mun á endanum hafa
þau áhrif að fjármálakerfið verður
endurhannað frá grunni með tilliti
til þessarar tækni.“
thorsteinn@frettabladid.is
Bálkakeðjur gjörbreyta landslaginu
Seðlabankar og stórfyrirtæki skoða hagnýtingu á bálkakeðjutækni með því að gefa út rafmyntir bundnar við lögeyri. Fram-
kvæmdastjóri Rafmyntaráðs segir tæknina geta breytt fjármálakerfinu. Þróunin drifin áfram af kröfu um meiri skilvirkni.
Bálkakeðjur komu fram á sjónarsviðið fyrir um sex árum. Nú er notagildi þeirra í fjármálakerfinu að koma í ljós. NORDICPHOTOS/GETTY
MARKAÐURINN
1 6 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
6
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:3
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
0
1
-C
2
9
C
2
3
0
1
-C
1
6
0
2
3
0
1
-C
0
2
4
2
3
0
1
-B
E
E
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
6
4
s
_
1
5
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K