Fréttablaðið - 16.05.2019, Qupperneq 14
Þetta hljómar eins og einhvers konar sölu-mennska, þessi titill, en það er f lestum ljóst að tónlist hefur margvísleg áhrif á mannskepnuna og í sumum tilvikum getum við notað hana sem meðferð eða í það minnsta sem viðbótarmeðferð.
Vísindin hafa sýnt fram á að tónlist getur haft áhrif
á tilfinningar, líðan, hegðun, hreyfigetu og þess utan
á minni og einbeitingu þar sem hlutar heilans sem
tengjast úrvinnslu og nálgun á þá þætti virkjast við
hlustun.
Þrátt fyrir að við vitum nú enn meira en áður um
þær tengingar sem eru í heilanum við hinar mis-
munandi stöðvar hans og þá sér í lagi boðefnakerfi
heilans erum við enn á byrjunarstigi í nálgun okkar
að nota tónlist sem meðferðarform. Víða hefur tón-
list verið beitt í slökun og til að lina verki sem og
einnig aukaverkanir af meðferð. Harvard-háskóli
hefur birt gögn sem sýna fram á að tónlist getur
minnkað þörf fyrir róandi og verkjalyf við aðgerðir
og dregið úr kvíða svo eitthvað sé nefnt. Tónlistar-
meðferð hefur einnig gagnast þeim sem hafa fengið
heilaáfall og málstol vegna áverka í vinstra heila-
hveli þar sem málstöðvarnar eru. Er það gert með
því að reyna að syngja og fara þannig fram hjá áverk-
anum. Söngur á uppruna sinn í hægra heilahveli og
æfing með þessum hætti getur endurskapað mál-
tilfinningu og tal.
Við þekkjum þá einnig að í minnistruflunarsjúk-
dómi glatast hæfileikinn til þess að njóta tónlistar
og endurvekja minningar með þeim hætti að syngja
mjög seint í sjúkdómsferlinu. Þess vegna geta sumir
sjúklingar, t.d. Alzheimer-sjúklingar, munað heilu
lögin og sungið með þó að þeir sé með öllu ófærir
um að tjá sig skilmerkilega annars. Við þekkjum
líka dæmi þess að tónlistarmeðferð virkar í sjúkl-
ingahópi þeim sem glímir við hreyfiraskanir líkt og
Parkinson og viðlíka vanda. Þar byggist nálgunin á
því að sá taugasjúkdómur skemmir með tímanum
boðefnakerfi sem veldur verulegri truflun á sam-
hæfingu sem svo glatast með tímanum, og eykur
stífni og skjálfta. En þessum sjúkdómum fylgir líka
mjög reglulega talsverður kvíði og depurð, sérstak-
lega þegar viðkomandi getur fylgt þróun sjúkdóms-
ins sjálfur eftir.
Sýnt hefur verið fram á að tónlist dragi verulega úr
andlegum einkennum þessa sjúklingahóps og hefur
hún verið ráðlögð. Við vitum að rytmi er mikilvægur
sem hluti af tengingu milli heyrnar og hreyfikerfa
líkamans. Við getum til að mynda haft áhrif á þá
sjúklinga með því að láta þá hlusta á tónlist sem
þeim líkar og eiga þeir þá auðveldara með hreyf-
ingu, bætt göngulag og samhæfingu. Með þessum
hætti er hægt að viðhalda færni mögulega lengur
og hafa áhrif á lífsgæði og líðan þessara sjúklinga.
Það má því segja að tónlistin hafi margvísleg
áhrif, smekkurinn er misjafn og því er mikilvægt
að átta sig á því hvað hreyfir við viðkomandi. Eins
og við þekkjum öll eru minningar og tengingar við
tónlist og atburði lífs mjög sterkar og hið sama gildir
um gott lag sem einstaklingurinn er hrifinn af, það
mun hreyfa við honum. Skilningur okkar er enn
takmarkaður en það bætist í hann dag frá degi, ljóst
er hins vegar að þarna eru vannýtt tækifæri í með-
höndlun sjúklinga sem við ættum að skoða frekar.
Tónlistin bætir,
hressir, kætir
KA P stendu r f y r ir k undalini activa-tion process en það er ferli sem felur í sér að hreyfa við lífsork-unni sem innra með
okkur öllum býr og felur í sér um
leið dýpri vitundarvakningu.
Tónlistin er notuð í KAP-við-
burðum því hún felur í sér tíðni sem
hefur ákveðin áhrif á heilabylgjur
og gerir okkur kleift að gefa betur,
slaka á, sérstaklega í upphafi tímans
og opna fyrir möguleika á að djúp
heilun eigi sér stað.
Viðburðir fara þannig fram að
einstaklingur liggur á jógamottu
og/eða teppi á gólfinu í um klukku-
stund, spiluð er tónlist og snerting
gefin yfir ákveðna punkta líkam-
ans, svo sem enni, bringubein, lófa
og iljar. Það er allt og sumt sem á sér
stað hið ytra, það sem á sér stað hið
innra er annað mál.
Þóra Hlín Friðriksdóttir, jóga-
kennari og hjúkrunarfræðingur,
hefur leitt viðburðina hér á landi og
segir hún hvern viðburð einstakan
þannig að hver og einn getur mætt
eins oft og viðkomandi finnur þörf
fyrir.
Einstaklingsbundin upplifun
„Ég kynntist þessu merkilega starfi
á ferðalagi mínu um Asíu snemma
árið 2018. Þar fór ég á minn fyrsta
KAP-viðburð og upplifunin var
gríðarlega sterk og hafði mikil áhrif
á mig á svo margan hátt. Maður að
nafni Venant Wong sá um viðburð-
inn en hann varð síðar lærimeistari
minn og vinur,“ segir Þóra Hlín.
„Upplifunin er einstaklingsbund-
in, en djúpt hugleiðsluástand á sér
yfirleitt stað þar sem viðkomandi
upplifir sig í einingu með öllu sem er
og því fylgir vellíðan, gleði og kær-
leikur. Tilfinningar, svo sem sorg
eða reiði, geta einnig komið upp á
yfirborðið frá undirvitund án þess
að þeim fylgi minning eða saga,
einnig getur einstaklingur upplifað
innilegt hláturskast.“
Þóra segir að líkamleg viðbrögð
geti einnig komið fram sem og
ósjálfráðar hreyfingar eða dans-
hreyfingar. Einn og sami einstakl-
ingurinn getur mætt nokkrum
sinnum en átt gjörólíkar upplifanir
i hvert sinn.
„Við stýrum ekki orkunni sem
vaknar innra með okkur. Hún
leitar þangað sem hennar er þörf og
þannig er þetta náttúrulegt og eðli-
legt f læði sem ekki þarf að varast á
neinn hátt og allir geta notið góðs
af.“
Tíðni tónlistar notuð
til að slaka betur á
Létt snerting og tónlist á meðan legið er á dýnu eða teppi er það sem fer
fram á KAP-viðburðum sem haldnir eru á Íslandi. Þar er tónlist notuð
sem brú yfir í dýpra slökunarástand sem getur framkallað ýmis viðbrögð.
Þess vegna
geta sumir
sjúklingar,
t.d. Alz-
heimer-sjúkl-
ingar, munað
heilu lögin og
sungið með
þó að þeir
sé með öllu
ófærir um að
tjá sig skil-
merkilega
annars.
Teitur Guðmundsson
læknir
Upplifunin er
einstaklingsbund-
in, en djúpt hugleiðsluást-
and á sér yfirleitt stað þar
sem viðkomandi upplifir sig
í einingu með öllu sem er og
því fylgir vellíðan, gleði og
kærleikur.
Þóra Hlín Friðriks-
dóttir, jógakenn-
ari og hjúkrunar-
fræðingur
TILVERAN
1 6 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R14 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
6
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:3
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
0
1
-9
6
2
C
2
3
0
1
-9
4
F
0
2
3
0
1
-9
3
B
4
2
3
0
1
-9
2
7
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
6
4
s
_
1
5
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K