Fréttablaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 30
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Barnavagnarnir frá Roan eru heimsþekktir fyrir einstök gæði og hafa verið fram- leiddir í Evrópu síðan 1972,“ segir Theodóra Elísabet Smáradóttir sem kom íslenskum foreldrum á bragðið þegar verslun hennar, Barnið okkar, hóf að selja vagnana á Íslandi við góðar undirtektir árið 2012. „Roan féll strax vel í kramið hjá íslenskum foreldrum sem voru í leit að hinum eina rétta barna- vagni enda einstaklega vandaðir og á góðu verði,“ upplýsir Theo- dóra sem hefur í samstarfi við Roan sérhannað barnavagnana Comfort og Kortina. „Comfort- og Kortina-barna- vagnarnir eru sérstaklega fram- leiddir af Roan fyrir íslenskar aðstæður þar sem íslensk börn eru almennt látin sofa utandyra árið um kring, en það er óvanalegt samanborið við önnur lönd. Því er einangrunin mikilvæg þegar kemur að barnavögnum hér á landi, ásamt fleiri mikilvægum atriðum sem eingöngu Roan- barnavagnarnir hjá Barninu okkar bjóða upp á,“ útskýrir Theodóra. Fyrirfram pöntun borgar sig Roan hefur slegið í gegn hér á landi eins og á heimsvísu. Því býður Barnið okkar frían aukahluta- pakka með fyrirfram pöntuðum barnavögnum til að mæta mikilli eftirspurn og ná betri stjórn á afgreiðslu barnavagna til verðandi foreldra. „Það var farið að koma fyrir trekk í trekk að alltof margir ætl- uðu að fá vagn úr næstu sendingu, sem varð til þess að sendingarnar seldust upp áður en þær náðu til landsins. Það varð þess valdandi að margir þurftu að bíða eftir barnavagni úr næstu sendingu, sem var oft um það leyti sem barnið var væntanlegt í heiminn og olli því óþarfa spennu svona rétt í lok meðgöngunnar,“ upplýsir Theodóra sem reynir alltaf að eiga til gott úrval barnavagna á lager. „Yfirleitt slapp þetta alltaf en sumir foreldrar urðu sér úti um lánsvagn í smá tíma þar til vagn- inn þeirra var kominn til landsins. Við hvetjum því fólk til að vera tímanlega í kaupum á barnavagni með því að bjóða frían aukahluta- pakka með fyrirfram pöntuðum vögnum og hefur það skilað sér í aukinni ánægju viðskiptavina ásamt því að hjálpa okkur að hafa betri stjórn á hverri og einni vagnaframleiðslu sem við tökum til landsins,“ segir Theodóra. Kerrur sem stækka með stækkandi barnahópi Theodóra segir vel ígrunduð og vönduð vagnakaup skipta miklu máli. „Foreldrar lítilla barna standa framan við vagninn næstu þrjú til níu árin, allt eftir því hvað börnin koma með stuttu millibili. Meðal viðskiptavina okkar eru margir að eignast sitt annað eða jafnvel þriðja barn sem öll munu hvílast í Roan-barnavögnum frá Barninu okkar og þeir eru yfir sig ánægðir með vagnana.“ Barnið okkar býður einnig upp á breska verðlaunamerkið iCandy sem sérhæfir sig í vönduðum borgarvögnum og kerrum sem hægt er að byggja á eftir því sem fjölskyldan stækkar. „Með iCandy er hægt að byrja á að kaupa kerru fyrir fyrsta barnið og þegar von er á öðru barni er hægt að kaupa eingöngu vagn- stykki með festingum og festa á sömu grind og kerran er á. Þannig er leikur einn að breyta iCandy í systkinakerru eða jafnvel tvíbura- vagn, sem er algjör snilld og frábær lausn,“ segir Theodóra. „iCandy er merkið sem Victoria Hjá Barnið okkar finnur þú bílstóla, ömmustóla, matarstóla og ullarsvefnpoka ásamt vönduðum gjafavörum. Gullslegnir og mjúkir leðurskór sem hæfa litlum prinsessum og prinsum. Barnavagnar og kerrur frá Roan og iCandy standast ströngustu kröfur foreldra þegar kemur að öryggi og umhyggju. Theodóra Elísabet Smáradóttir. Comfort og Kort- ina eru sérstaklega framleiddir af Roan fyrir íslenskar aðstæður þar sem íslensk börn eru almennt látin sofa utan- dyra árið um kring. Litlum tásum líður vel í heillandi og handgerðum leðurskóm úr hágæða leðri. FRÉTTABLAÐIÐ/SIG- TRYGGUR ARI Beckham, Rooney-fjölskyldan og Kourtney Kardashian, ásamt fjölda annarra himinlifandi for- eldra, hafa valið fyrir börn sín, en hjá Barninu okkar er einnig úrval bílstóla, ömmustóla og matarstóla ásamt vönduðum gjafavörum, umhverfisvænum drykkjar- ílátum, handgerðum leðurskóm, dúnúlpum og dásamlega mjúkum Pompom-ullarhúfum,“ upplýsir Theodóra. Verið velkomin í Barnið okkar, Hlíða smára 4 í Kópavogi eða kíkið á vandað vöruúrval á barnidokkar.is. 2 KYNNINGARBLAÐ 1 6 . M A Í 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RSUMAR OG BÖRN 1 6 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :3 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 0 1 -A 0 0 C 2 3 0 1 -9 E D 0 2 3 0 1 -9 D 9 4 2 3 0 1 -9 C 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 1 5 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.