Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.05.2019, Qupperneq 53

Fréttablaðið - 16.05.2019, Qupperneq 53
BÆKUR Ó – um þegnrétt tegundanna í íslenskri náttúru Höfundur: Haukur Már Helgason Útgefandi: Mál og menning Blaðsíður: 288 Við erum stödd í yfirheyrslu hjá lögreglunni. Yfirheyrður er Ónatan Óttar, örveru- fræðingur sem nýlega hefur verið sagt upp hjá Náttúrufræðistofnun og sem, að því er virðist, er ramm- f læktur í strok og eltingaleik við fjölda ólöglegra sjaldgæfra fugla sem herja á borgina. Yfirheyrand- inn, lögregluþjónninn Svanur sem lítur á yfirheyrsluna sem nokkurs konar innlegg í kjarabaráttu lög- reglumanna, er duglegur að slökkva á hljóðupptöku í yfirheyrslunni öðru hvoru og þannig hverfur allt- af öðru hvoru hluti samskiptanna. Saman rekja þeir aðdraganda þess að Ónatan er kominn í þessar aðstæður, hvor með sínar áherslur, skoðanir og framsetningu á heim- inum. Hau k u r Má r Helg a son er skemmtilegur stílisti og persónur náttúrufræðingsins og lögreglu- mannsins standa ljóslifandi fyrir hugskotssjónum með öllum sínum kostum og kynjum. Sagan er öll sögð í samræðum þeirra Ónatans og Svans sem eru mjög fjarri því að vera línulegar, þeir steypast báðir ofan í og um víða velli alls konar pælinga um allt frá örverum til mannvera, um samskipti, lífs- mynstur og réttinn til að vera til og tilheyra, hvort sem rætt er um kan- ínur í náttúru Íslands eða ólöglega innflytjendur. Og um þörfina til að útrýma og losna við það sem ekki hentar, sem er ó-æskilegt, ó-þægi- legt, ó-venjulegt. Eins og segir á bókarkápu í til- vitnun í Eirík Örn Norðdahl er farið frá hinu stærsta til hins smæsta og aftur til baka, frá örveru til örvænt- ingar. Lesandans bíður því ærið verkefni, að fylgja þræði en finna jafnframt vísbendingar um það sem gerðist, er að gerast og mun gerast í sögunni og reyna að njóta allra vangaveltnanna um lífið og heiminn og hið stóra samhengi eða samhengisleysi um leið. Þetta er ekki hefðbundin skáld- saga og þó hún sé mjög fyndin á köf lum fullnægir hún ekki þeim kröfum sem sumir gera til sumar- leyfisbóka að þær séu auðmeltar og léttlesnar. Öðrum er hún hins vegar einmitt fengur á sundlaugarbakk- ann eða í sumarbústaðarpottinn þar sem gefst mögulega tími til að njóta hennar hægt, leggja frá sér og melta. Brynhildur Björnsdóttir NIÐURSTAÐA: Vel skrifuð og óhefð- bundin skáldsaga þar sem vangaveltur um heiminn eru ekki síður burðarefni en framvinda og söguþráður. Búrabobbi bíður útrýmingar Vorhefti Skírnis, tímarits Hins íslenska bókmenntafélags, er komið út. Ritstjóri er Páll Valsson. Meðal efnis í þessu hefti er grein eftir þjóðskáldið Hannes Pétursson um Staðarhóls-Pál. Bergsveinn Birg- isson skrifar grein þar sem hann gagnrýnir hvernig akademísk orð- ræða hefur þróast í hugvísindum og útilokað skáldlegt hugarflug og tilfinningar og Ragnar Ingi Aðal- steinsson fjallar um helsta sérkenni íslenskrar braghefðar, stuðlasetn- inguna. Þá skrifa Valdi- mar Hafstein og Egill Viðarsson um vísur Vatnsenda- Rósu, frá höfunda- réttarsjónarhorni, og Gunnar Harðar- son skrifar greinina „Tilraun til rök- legrar greiningar á lögfræðidrama“ um margræddan dóm Hæstarétt- ar um málef ni Landsréttar. Sigríður Sigurjóns- dóttir skrifar um málum- hverfi barna og framtíð íslenskunnar og Auður Aðalsteinsdóttir skrifar grein um náttúruhamfar- ir í nokkrum íslenskum skáldsögum á hundrað ára tímabili. Skáld Skírnis er Fríða Ísberg og Aldís Snorradótt- ir fjallar um Hrafnhildi Arnardóttur, Shoplift er, sem er fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum. Fjölbreytni í vorhefti Skírnis Fríða Ísberg er skáld Skírnis. Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 Af fart ölvum Allt að 80.000 Afslátt ur Fyrir upphæð all t a ð 35 0. 00 0 KA UP IR N ÚN A - GR EIÐIR 1. ÁGÚST 2019SU MA RGREITT 2.95% lántökugjald og greiðslu- og tilk ynn ing ar gj al d kr . 1 95 VERÐ ÁÐUR 349.990 Af yfir 1000 vörum Allt að 90% Afslátt ur 16. m aí 2019 • Útsölutilboð gilda 2-31. m aí eða m eðan birgðir endast. B irt m eð fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og m yndabrengl SUMAR FULLU TÖLVUTEKS ER Á ÚTSALA MÖGNUÐ TILBOÐ Af öllum OnePlus 6Tsímum 20.000Afsláttur RÝMINGARSALA Meðan birgðir endast STÚTFULL UR AF MÖGNUÐ UM TILBOÐUM ÚTSÖLU BÆKLING UR M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 33F I M M T U D A G U R 1 6 . M A Í 2 0 1 9 1 6 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :3 3 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 0 1 -A 9 E C 2 3 0 1 -A 8 B 0 2 3 0 1 -A 7 7 4 2 3 0 1 -A 6 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 1 5 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.