Morgunblaðið - 09.01.2019, Side 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2019
GLÆNÝ
LÍNUÝSASALTFISKHNAKKAR
Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 11.00 - 14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686
ÞORSKHNAKKAR
GLÆNÝ LÚÐA
Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði beint í ofninn
N FRÁ
NÝLÖGUÐ HUMARSÚPA
Stafræna ferlið er
byrjað að breyta
byggingargreininni,
einnig hér á Íslandi.
Mikill ávinningur
mun fylgja því ferli á
næstu árum og birt-
ast í aukinni hag-
kvæmni við fram-
kvæmdir og í lægra
verði íbúða og ann-
arra bygginga.
Það er viðurkennt og algerlega
klárt í huga stafrænna áhuga-
manna að sá sem ekki tileinkar
sér tæknina nógu fljótt verði fljót-
lega einmana á sviðinu.
Það hefur gengið hraðar í öðr-
um atvinnugreinum að taka staf-
ræna skrefið. Þar hafa stafræn
viðskiptamódel fyrir löngu verið
tekin í notkun og áætlanir.
Stafræn tækni vinnur á móti lít-
illi framleiðni og óhagkvæmni.
Með hjálp stafrænnar tækni eru
gerðar áreiðanlegar og vandaðar
áætlanir og með því að fylgja
þeim eftir, einnig með hjálp staf-
rænnar tækni, er komið í veg fyrir
tjón, oft stórtjón.
Þróunin byggist ekki á þeirri
ákvörðun út af fyrir sig að verða
stafræn. Hún byggist á því að
velja saman samstarfsaðila sem
styðja stafrænu markmiðin og
skapa þá menningu í fyrirtækj-
unum, sem hvetur starfsmennina
til að leita að nýjum lausnum með
hinum stafrænu verkfærum. Þetta
getur verið innan stærri fyr-
irtækja og einnig með
aðstoð utan frá. Þetta
geta minni aðilar
einnig nýtt sér.
Framkvæmdunum
þarf svo að fylgja eft-
ir með framvindu-
skýrslum og með
ákvörðunum út frá
því sem þær leiða í
ljós.
Til að stafræn þró-
un gangi eftir þarf
góða samvinnu milli
allra í greininni, lá-
rétt og lóðrétt.
Mesti sparnaðurinn
og mesta öryggið!
Fyrsti þáttur allra framkvæmda
er tilurð hugmyndarinnar og sá
næsti að átta sig á umfangi henn-
ar og líklegum kostnaði. Sá þáttur
er stöðugt meira unninn stafrænt í
byggingargreininni, tölvan reiknar
þá út kostnaðinn út frá gerð og
stærð hússins með sk. staðlaðri
áætlun. Með því er hugmynda-
smiðurinn kominn með fyrsta
svarið á mjög ódýran og einfaldan
hátt, þ.e. svarið við spurningunni
„Hvernig hús get ég byggt og
hversu stórt“.
Með svarinu er kominn grund-
völlurinn að þriðja þættinum, þ.e.
hönnuninni. Sá þáttur er allur
stafrænn í dag sem gefur hönnuð-
unum mikla möguleika við hönn-
unina.
Fjórði þátturinn er nákvæm
kostnaðaráætlun. Hún er að miklu
leyti unnin í tölvum, en í mismun-
andi tölvukerfum, sumum sér-
hönnuðum heildarkerfum fyrir
verkefnið, sem gefur mesta ávinn-
inginn. Þá næst best samspil og
tenging á milli verkþáttanna og
þar með mesti vinnusparnaðurinn
og mesta öryggið.
Margir eru byrjaðir að nýta sér
þennan ávinning, en ljóst er að
þarna er enn mikil vinna eftir við
að auka notkun stafrænna aðferða.
Með fjölgun notenda starfrænna
heildarkerfa má ná þeim sparnaði
og því öryggi sem fylgir slíkum
kerfum. Þetta er sá þáttur sem er
kominn styst í stafrænu þróuninni.
Við hjá Hannarr höfum unnið að
því að hanna og þróa stafræn
heildarkerfi fyrir byggingargrein-
ina og viljum hér gera nokkra
grein fyrir tveimur mikilvægum
þáttum slíkra kerfa. Fyrri þáttur-
inn er gerð vandaðra áætlana og
sá síðari eftirfylgni þeirra á fram-
kvæmdatíma.
Gerðar eru vandaðar kostnaðar-
og verkáætlanir og þeim fylgt eft-
ir með framvinduskýrslum og
ákvörðunum sem þeim fylgja.
Þessir þættir eru grundvöllur þess
að ná tökum á því meini sem hrjá-
ir framkvæmdir á Íslandi og hefur
gert lengi, þ.e. óásættanleg fram-
úrkeyrsla á tíma og kostnaði.
Nákvæm kostnaðar-
áætlun – rétt áætlun
Nákvæm kostnaðaráætlun legg-
ur sjálfkrafa grunninn að mörgum
verkefnum við húsbygginguna, svo
sem:
Kostnaðaráætlun hússins
Magntöluskrá í útboði
Verklýsingum í útboði
Tilboði í framkvæmdir
Verkáætlun við framkvæmdir
Verkuppgjöri við framkvæmdir
Samningum um framkvæmdir
Eftirliti með kostnaði
(framvinduskýrslur)
Eftirliti með verktíma
(framvinduskýrslur)
Greiðsluákvörðunum við fram-
kvæmdir
Með þessum grunni sparar not-
andinn sér mikinn tíma og kostnað
og þessar upplýsingar gefa mögu-
leika á að bregðast tímanlega við
frávikum í verktíma og kostnaði.
Þetta eykur líka öryggi fram-
kvæmdarinnar þar sem unnið er
með sömu gögnin við mismunandi
verkþætti.
Framvinduskýrslur koma
í veg fyrir framúrkeyrslu
Við framkvæmdina skiptir öllu
máli að verkið sé unnið á þann
hátt sem samningar segja til um.
Til að passa upp á það eru notaðar
framvinduskýrslur. Með þeim er
reglulega fylgst með verktímanum
og hann borinn saman við upp-
haflega verkáætlun. Ef stefnir í
frávik samkvæmt framvindu-
skýrslunum þá fær verkkaupinn
tímanlega upplýsingar um það og
getur þá gripið til aðgerða til að
leiðrétta það.
Á sama hátt er fylgst með
kostnaði og er hægt að krefjast
skýringa og leiðréttinga ef kostn-
aður er meiri en samningar segja
til um. Ekki er nóg að gera áætl-
anir og bíða svo og sjá til í lokin
hvernig hefur tekist að fylgja
þeim. Verkum þarf að fylgja eftir
með reglulegu eftirliti bæði með
gæðum þess, kostnaði og tíma.
Verkáætlanir og uppfærsla
þeirra á verktímanum er þannig
annar mikilvægasti þátturinn í
framvinduskýrslunum.
Kostnaðaráætlanir og eftirlit
með kostnaðinum á verktímanum
er hinn mikilvægasti þátturinn í
framvinduskýrslunum, en kostn-
aðarauki er aldrei sjálfgefinn, um
hann þarf að fjalla og samþykkja
hann áður en hann er tekinn til
greina.
Hvar eru byggingarframkvæmdir á
Íslandi staddar í stafrænu þróuninni?
Eftir Sigurð
Ingólfsson » Það er viðurkennt og
klárt í huga staf-
rænna áhugamanna að
sá sem ekki tileinkar sér
stafrænu tæknina nógu
fljótt verði fljótlega ein-
mana á sviðinu.
Sigurður Ingólfsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Hannars ehf.
Allt um
sjávarútveg