Morgunblaðið - 09.01.2019, Side 2
Morgunblaðið/Eggert
Karphúsið Fundað er í nokkrum hópum hjá Ríkissáttasemjara.
Undirhópar vegna viðræðna
Starfsgreinasambands Íslands
(SGS) og Samtaka atvinnulífsins
(SA) funduðu í gær. „Við teljum að
það hafi þokast í ýmsum málum í
dag og menn ætla að funda meira í
vikunni. Við erum hóflega ánægð
eftir daginn,“ sagði Flosi Eiríksson,
framkvæmdastjóri SGS, í gær.
Hóparnir eru myndaðir til þess
að ræða sérstök álitamál innan
hverrar stéttar. Fulltrúar Eflingar
tóku þátt í vinnunni í gær þótt fé-
lagið hafi dregið sig út úr samfloti
SGS-félaga. Samninganefndir
Starfsgreinasambandsins og Sam-
taka atvinnulífsins koma saman til
viðræðna á fimmtudag og föstudag
og vinnan úr hópunum verður lögð
inn í viðræðurnar.
Efling, VR og Verkalýðsfélag
Akraness eru í samfloti í samninga-
viðræðunum og vísuðu deilu sinni
til Ríkissáttasemjara fyrir áramót.
Annar fundur í deilu þeirra og SA
verður hjá Ríkissáttasemjara í dag.
Verkalýðsfélag Grindavíkur hef-
ur vísað deilu sinni við SA til Ríkis-
sáttasemjara. Það er fyrsta félagið
sem það gerir á nýju ári.
Þokast í viðræðum
Starfshópar SGS og SA funda
Grindvíkingar vísa til sáttasemjara
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2019
Álfabakka 12, 109 Rvk • s. 557 2400 • bjorg@bjorg.is • Opið virka daga kl. 8-18
Fjölskyldufyrirtæki
frá 1953
Þú kemur með
fjórar flíkur en
greiðir fyrir þrjár
(ódýrasta flíkin frítt)
4 3fyrir
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ólafur Jóhann Ólafsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri
Time Warner-fjölmiðlasamsteypunnar, er einn þeirra
fjögurra stjórnenda sem talið er að geti komið til greina
sem næsti forstjóri CBS-sjónvarpsrisans bandaríska og
til að vinna að sameiningu við Viacom,
fjölmiðla- og kvikmyndasamsteyp-
una. Kemur þetta fram á viðskipta-
síðum New York Post.
Milljarðamæringurinn Sumner
Redstone á ráðandi hlut í báðum
fyrirtækjunum, CBS og Viacom, í
gegnum eignarhaldsfélag sitt. Sam-
komulag var gert í september um að
fyrirtækin yrðu ekki sameinuð í tvö
ár. Vegna breytinga á stjórn CBS er
talið að aðstæður kunni að vera
breyttar. Meðal annars þurfti for-
stjóri CBS, Les Moonves, að segja af sér vegna ásakana
um kynferðislega áreitni gagnvart konum.
Reki tvö stórfyrirtæki
Nú er leitað að forstjóra til framtíðar og er Ólafur Jó-
hann Ólafsson einn af fjórum mönnum sem nefndir eru
til sögunnar í grein New York Post. Hlutverk nýs for-
stjóra yrði hugsanlega ekki aðeins að stýra CBS heldur
einnig Viacom því áhugi er sagður á því að hefja sem
fyrst undirbúning að sameiningu. Blaðið segist hafa
heimildir fyrir því að stefnt sé að því að ganga frá samn-
ingum í mars eða apríl og hugsanlega tilkynna þá um leið
forstjóra til framtíðar fyrir sameinað fyrirtæki.
Ólafur Jóhann nefndur
CBS-sjónvarpsrisinn leitar að nýjum forstjóra
Sameining við Viacom-samsteypuna aftur til umræðu
Frétt Fjallað er um málið á forsíðu viðskiptasíðna NYP.
Ólafur Jóhann
Ólafsson
Lögreglan lagði hald á tvöfalt meira
magn af marijúana á nýliðnu ári en
árið á undan, eða tæplega 72 kíló. Er
það meira en lagt hefur verið hald á á
einu ári síðustu árin. Mest munar um
mikla framleiðslu í einu máli þar sem
lagt var hald á yfir 17 kíló af efninu.
Kemur þetta fram í bráðabirgða-
tölum Ríkislögreglustjóra um afbrot
á árinu 2018.
Brotum fjölgar
Ef litið er til annarra fíkniefna má
sjá að töluverðar sveiflur eru á milli
ára. Þannig minnkaði verulega það
magn af hassi sem hald var lagt á
sem og amfetamín, þessi efni helm-
inguðust á milli ára. Þá minnkaði það
kókaín sem lagt var hald á.
Hegningarlagabrotum fjölgaði um
6% á milli ára, miðað við bráða-
birgðatölurnar sem nú liggja fyrir.
Voru brotin 12.338 á árinu sem svar-
ar til 34 brota á dag. Innbrotum
fjölgaði um 265 brot, eða 25% á sama
tíma og þjófnuðum fækkaði um 13%.
Dreifing hegningarlagabrota er
ójöfn eftir landshlutum. Flest brotin
eru á höfuðborgarsvæðinu, 81% allra
brota á landinu. Þar eru brotin einn-
ig hlutfallslega flest miðað við fjölda
íbúa en Suðurnes og Vestmannaeyj-
ar koma næst þar á eftir. Hlutfalls-
lega fæstu brotin eru á Norðurlandi
vestra og Austurlandi.
Sérrefsilagabrot voru 6.140 og
fjölgaði um 9% frá fyrra ári. Fjölg-
unin er enn meiri þegar fjöldinn er
borinn saman við meðaltal þriggja
ára.
Flest brotin voru í umferðinni.
Umferðarlagabrot voru 78.234 tals-
ins. Hraðakstursbrot voru 61.282 og
þar af voru 45.579 tekin á sjálfvirkar
stafrænar hraðamyndavélar.
helgi@mbl.is
Marijúana tvöfaldaðist
Lögreglan lagði hald á 72 kíló af marijúana á síðasta ári
en minna af hassi og amfetamíni Fjórðungi fleiri innbrot
Smygl Lagt var hald á tæp 5 kíló af
amfetamíni en 14 kg árið áður.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Cargolux mun leggja til Boeing 747-
400ERF-vöruflutningaþotu til að
flytja tvo mjaldra í vor úr Chang-
feng-sjávardýragarðinum í
Sjanghæ í Kína til Keflavíkur-
flugvallar. Búið er að skreyta þot-
una sérstaklega í tilefni af ferðalagi
hvalanna.
Búið verður um mjaldrana Litlu-
Hvít og Litlu-Grá á sérstökum bör-
um sem sniðnar eru að hvorum hval
fyrir sig. Börunum verður komið
fyrir í sérsmíðuðum flutningagám-
um áður en gámarnir með hvöl-
unum í verða hífðir úr laug safnsins.
Mjöldrunum verður ekið fyrsta spöl-
inn að Pu Dong-alþjóðaflugvellinum
þar sem þeim verður komið fyrir um
borð í þotu Cargolux sem flýgur
með þá til Íslands.
Flogið verður í einum áfanga en
flugleiðin er um 9.000 km og tekur
flugið um tíu klukkustundir. Hvöl-
unum verður svo ekið frá Keflavík í
Landeyjahöfn og þeir svo fluttir
með Herjólfi til Vestmannaeyja þar
sem þeirra bíður athvarf. Það er
fyrsta athvarf mjaldra í heiminum
sem er fyrir opnu hafi. Verkefnið
þykir vera mjög krefjandi og vanda-
samt og alþjóðlegir sérfræðingar í
flutningi lifandi sjávarspendýra
koma að undirbúningnum. Ferðalag
hvalanna á að taka alls um einn sól-
arhring, að því er fram kemur í til-
kynningu frá Cargolux og Sea Life
Trust.
Auk farþeganna tveggja verða
átta manns um borð í flugvélinni,
samkvæmt upplýsingum frá Cargo-
lux. Þar af verða fjórir dýralæknar,
einn fulltrúi flugfélagsins og þrír
flugmenn. Samtökin Sea Life Trust,
sem mörg sjávardýrasöfn eiga aðild
að, standa að flutningunum ásamt
Cargolux. Einnig koma samtökin
Whale and Dolphin Conservation að
verkefninu. Merlin Entertainments
styrkir verkefnið.Ljósmynd/Cargolux
Cargolux-vél skreytt mjaldramyndum
Flytur tvo
mjaldra í vor frá
Kína til Íslands