Fréttablaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 4
UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433
WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
jeep.is
JEEP ® RENEGADE
SUMARTILBOÐ
JEEP® RENEGADE LIMITED MEÐ TILBOÐSPAKKA - LISTAVERÐ: 5.702.000 KR. - TILBOÐSVERÐ: 5.390.000 KR.
JEEP® RENEGADE TRAILHAWK MEÐ TILBOÐSPAKKA - LISTAVERÐ: 6.202.000 KR. - TILBOÐSVERÐ: 5.690.000 KR.
Bjóðum nokkra Jeep® Renegade Limited og Trailhawk
með tilboðspakka. 2.0 lítra dísel vél 140 hö. Limited - 170 hö. Trailhawk.*
• 9 gíra sjálfskipting
• Hátt og lágt drif
• 7” upplýsinga- og snertiskjár
• Bluetooth til að streyma síma og tónlist
Tilboðspakki: Þægindapakki, LED ljósapakki, svart þak
og eingöngu í Trailhawk 8,4” upplýsinga- og snertiskjár
með íslensku leiðsögukerfi.
ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF
*Aukahlutir ekki í tilboði: Kajak og kajak festingar.
LÖGREGLUMÁL Dómsmálaráðherra
hefur sett Höllu Bergþóru Björns-
dóttur, lögreglustjóra á Norður-
landi eystra, til að taka afstöðu til
þess hvort hefja beri lögreglurann-
sókn á grundvelli nýrra ábendinga
um afdrif Guðmundar- og Geirfinns
Einarssona. Þetta kemur fram í
svari ráðuneytisins við fyrirspurn
Fréttablaðsins.
Samk væmt sakamálalög um
getur ríkissaksóknari kveðið á
um rannsókn máls, mælt fyrir
um framkvæmd hennar og gefið
öðrum ákærendum fyrirmæli
um einstök mál. Málið er á borði
ríkissaksóknara en Sigríður Frið-
jónsdóttir tilkynnti dómsmála-
ráðherra um vanhæfi sitt til að
fara með málið í bréfi til dóms-
málaráðherra 12. desember síðast-
liðinn. Var Halla Bergþóra settur
ríkissaksóknari í stað Sigríðar 22.
mars.
Þegar Davíð Þór Björgvinsson,
settur saksóknari í endurupptöku-
máli þeirra fimm sem sýknaðir voru
af aðild að málinu síðastliðið haust,
skilaði vinnu sinni til ríkissak-
sóknara vakti hann við það tæki-
færi sérstaka athygli á ábendingum
um afdrif mannanna tveggja sem
komið hafa fram á undanförnum
árum. Þar á meðal var ábending
um afdrif Guðmundar sem leiddi
til handtöku tveggja manna árið
2015. Einnig voru teknar skýrslur
af tveimur vitnum árið 2016 vegna
meintra atvika í Vestmannaeyjum
dagana í kringum hvarf Geirfinns
árið 1974.
Fréttablaðið greindi frá því í
haust að lögreglan á höfuðborgar-
svæðinu lægi undir feldi vegna
málsins og hefði hug á að hefja
rannsókn að nýju en biði formlegr-
ar afstöðu ríkissaksóknara. Emb-
ættið hefur aðeins forræði á máli
Guðmundar en hvarf Geirfinns
heyrir hins vegar undir lögregluna
á Suðurnesjum. - aá
Falið að skoða ábendingar um
hvarf Guðmundar og Geirfinn
Dómsmálaráðherra hefur sett Hölllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra til að taka afstöðu til
ábendinga um mannshvörfin. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari tilkynnti ráðherra um vanhæfi
sitt í desember. Ábendingar hafa komið fram um bæði mannshvorfin á undanförnum árum.
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lög-
reglustjóri á Norðurlandi eystra.
Ábending um Guðmund
Stefán Almarsson, sem er talinn
hafa logið því að lögreglu að
Kristján Viðar og Sævar ættu þátt
í hvarfi Guðmundar, var yfir-
heyrður af lögreglu síðla árs 2015
í kjölfar vitnisburðar fyrrverandi
sambýliskonu Stefáns sem bar
að hún hefði verið farþegi í bíl
undir hans stjórn þegar ekið var
á Guðmund Einarsson aðfara-
nótt 27. janúar 1974. Guðmundur
hafi verið tekinn upp í bílinn og
henni svo ekið heim en mjög
hafi verið dregið af Guðmundi
þegar hún yfirgaf bílinn. Einnig
var yfirheyrður Þórður Eyþórs-
son sem konan sagði einnig hafa
verið farþega í bílnum. Stefán og
Þórður neituðu hins vegar stað-
fastlega nokkurri aðkomu að
hvarfi Guðmundar.
Til er
skýrsla af
Stefáni
frá árinu
1977 um
ferðir hans
kvöldið
27. janúar
1974. Hann sagðist hafa verið
með nafngreindum vini sínum
að skemmta sér í Reykjavík. Í
skýrslutöku játaði vinur þessi
hvorki né neitaði að hafa verið
með Stefáni umrætt kvöld, en
hann viðurkenndi að hafa þekkt
Guðmund frá grunnskólaárum
sínum. Hann er eldri bróðir
Þórðar Eyþórssonar og mun hafa
verið í meiri vinskap við Stefán
en Þórður sem var aðeins 16 ára
þegar Guðmundur hvarf.
Ábendingar um Geirfinn
Í lok árs 2016 gaf maður sig fram
við lögreglu og bar um að hafa séð
þrjá borgaralega klædda menn
koma á smábáti til hafnar í Vest-
mannaeyjum 20. nóvember 1974,
daginn eftir að Geirfinnur hvarf í
Keflavík. Tveir þeirra hafi leitt þann
þriðja á milli sín sem hafi verið
máttfarinn og að því er virtist
rænulítill. Þeir hafi komið inn í
verbúð þar sem sjónarvotturinn
var staddur og dvalið þar dágóðan
tíma í lokuðu herbergi með leyfi
kokksins í mötuneyti fyrirtækisins.
Þegar þeir gengu aftur út hafi sá
sem var á milli þeirra talað til hans
og sagt: „Mundu eftir mér.“ Hann
hafi svo horft á eftir þeim fara
aftur um borð í trilluna og sigla frá
bryggju. Nokkru síðar komu þeir
að landi aftur en fóru þá bara tveir
frá borði.
Mennina
hafi hann
ekki séð
aftur fyrr
en nærri
tveimur ára-
tugum síðar
austur á landi þar sem annar þeirra
hafi verið að vinna í tengslum
við lagningu háspennulínu fyrir
Landsvirkjun.
Einnig var tekin skýrsla af fyrr-
verandi sambýliskonu mannsins
sem var með honum í verbúðinni
í Eyjum. Hún sá ekki mennina
þrjá. Hins vegar hafi hún fengið
símtal tveimur dögum síðar og
þeim hótað lífláti. Þau hafi óttast
hótunina og því ekki sagt neitt fyrr
en nú.
HEILBRIGÐISMÁL Þrátt fyrir að
konur hafi reynst vera með alvar-
legri þrengsli í ósæðarloku hjartans
en karlar, þá er árangur af loku-
skiptaaðgerðum mjög svipaður hjá
báðum kynjum og langtímalífslíkur
að lokinni aðgerð sömuleiðis. Þetta
kemur fram í niðurstöðum nýrrar
rannsóknar á vegum íslenskra
vísindamanna og nemenda við
Háskóla Íslands. Í rannsókninni var
í fyrsta sinn kannað hver árangur
ósæðalokuskiptaaðgerða er hjá
konum hérlendis og hann borinn
saman við árangur af sams konar
aðgerðum hjá körlum.
Alls tóku 428 sjúklingar þátt
í rannsókninni en allir gengust
undir ósæðarlokuskipti á Land-
spítala á árunum 2002 til 2013.
Þrenging í ósæðarloku er næstal-
gengasti hjartasjúkdómurinn sem
meðhöndlaður er með opinni
skurðagerð á eftir kransæða-
þrengslum.
Lokuþrengsli þeirra kvenna sem
tóku þátt í aðgerðinni voru almennt
alvarlegri en karlanna. Engu að
síður var árangur af aðgerðunum
svipaður hjá báðum kynjum og átti
það bæði við um snemmkomna
fylgikvilla og 30 daga dánartíðni.
Einnig reyndist langtímalifun
kvenna sambærileg og hjá körlum
en í kringum 80% sjúklinga voru
á lífi fimm árum eftir aðgerð sem
þykir ágætur árangur fyrir sjúkl-
inga á þessum aldri.
Af heildarfjölda þátttakenda í
rannsókninni voru konur aðeins
35 prósent og meðalaldur þeirra
72 ár, en hjá körlum 70 ár. Þetta
vekur upp spurningar hvort töf
verði á greiningu sjúkdómsins hjá
konum og þeim síður boðið upp
á lokaskiptaaðgerð. Rannsóknir
í öðrum löndum hafa leitt í ljós
svipaðar niðurstöður og er skýr-
ingin oftast talin liggja í ódæmi-
gerðum einkennum kvenna sem
geta tafið greiningu og meðferð.
– khn
Árangur lokuskiptaaðgerða svipaður hjá konum og körlum
Ósæðarlokuskipti á Landspítala,
þar sem komið er fyrir lífrænni
ósæðarloku úr gollurshúsi kálfs.
FRÉTTABLAÐIÐ/HÍ
EUROVISION Mona Berntsen, norski
dansarinn sem skartaði fána Pal-
estínu á bakinu í atriði Madonnu í
Eurovision á laugardagskvöldið, var
stöðvuð á f lugvellinum í Tel Avív í
Ísrael í gær.
Brentsen segir á Instagram að
vegabréfið hafi verið tekið af henni
og hún sætt rúmlega eins og hálfs
tíma yfirheyrslu af hálfu yfirvalda
á leið úr landinu.
„Líklega vegna þess að ég bar fána
sem hluta af atriði sem fjallaði um
núverandi átök, til að stuðla að friði,
samstöðu og frelsi,“ segir hún. „Ég
get ekki ímyndað mér hversu miklu
eftirliti og kúgun Palestínumenn
þurfa að sæta á hverjum degi.“
Í atriði Madonnu leiddi Brentsen
annan dansara, sem skreyttur var
fána Ísraels, upp stiga. Þessi hluti af
atriðinu var ekki gerður með leyfi
skipuleggjenda keppninnar.
Meðlimir íslensku sveitarinnar,
Hatari, sýndu einnig fána Palestínu
í söngvakeppninni. Héldu þeir uppi
þremur fánaborðum og í mynd-
bandi sem deilt var á samfélags-
miðlum má sjá öryggisverði krefjast
þess að þeir afhendi þá.
Feli x Bergsson, fa ra rst jór i
íslenska hópsins, segir að hópur-
inn leggi af stað snemma morguns
til Lundúna. Á hópurinn að lenda á
Íslandi um tíuleytið í kvöld. - ab
Stöðvuð á leið
frá Tel Avív
Berntsen skartaði fána Palestínu og
leiddi dansara með fána Ísraels í at-
riði Madonnu. NORDICPHOTOS/GETTY
2 0 . M A Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
0
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:3
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
0
6
-E
A
2
8
2
3
0
6
-E
8
E
C
2
3
0
6
-E
7
B
0
2
3
0
6
-E
6
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
1
9
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K