Fréttablaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 36
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Sigurlaug R. Líndal
Karlsdóttir
(Gógó)
Hringbraut 2b, Hafnarfirði,
lést 15. maí. Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 24. maí kl. 13.00.
Kristín Líndal Hafsteinsd. Hörður Oddgeirsson
Karlotta Líndal Hafsteinsd. Sigurður Friðfinnsson
Guðmundur Örn Jónsson
Guðbjörg Líndal Jónsd. Hallgrímur Atlason
Grétar Jónsson Þórlaug Steingrímsdóttir
Rúnar Haraldur Jónsson
Elskuleg móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Brynja Unnur Magnúsdóttir
frá Súgandafirði,
lést á heimili sínu í Kópavogi
laugardaginn 11. maí. Útförin fer fram frá
Háteigskirkju þriðjudaginn 21. maí kl. 13.
Magnús B. Erlingsson Kristín Guðmundsdóttir
Þorsteinn Erlingsson Elin Anita Nilsen
Hjálmar Erlingsson Scarlet Cunillera
Unnur Sig. Erlingsdóttir Einar Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Margeir Ingólfsson
húsasmíðameistari,
Maltakri 7, Garðabæ,
lést föstudaginn 10. maí síðastliðinn.
Útför fer fram frá Garðakirkju, Garðabæ,
fimmtudaginn 23. maí kl. 15.00.
Ingólfur Steinar Margeirsson Linda Húmdís Hafsteinsd.
Gyða Hafdís Margeirsdóttir Páll Árnason
Erla Margrét Margeirsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín,
móðir, amma, langamma og systir,
Þórhalla Sveinsdóttir
Fífuhvammi 15,
lést 8. maí á hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópavogi. Útförin fer fram
frá Digraneskirkju þann 21. maí kl. 13.00.
Jón Kristinsson
Ragnhildur Jónsdóttir Brynhildur Jónsdóttir
Sigríður Haraldsdóttir Magnús Halldórsson
ömmubörn, langömmubörn og systkini.
Þrjú hundruð áru eru liðin
frá fæðingu Bjarna Páls-
sonar. Bjarni var fyrstur
manna til að gegna emb-
ætti landlæknis hér á landi
og sáði í embættistíð sinni
fræjum sem síðar áttu eftir
að verða hin íslenska heil-
brigðisþjónusta.
Þess var minnst um helgina að um þessar mundir eru 300 ár frá fæðingu Bjarna Páls-sonar. Bjarni var læknir og náttúrufræðingur, en er fyrst og fremst minnst sem fyrsta
landlæknis Íslands.
Bjarni var skipaður í embætti land-
læknis 18. mars 1760. Formleg læknis-
þjónusta á Íslandi á þessum tíma var
af skornum skammti og Bjarni tók að
sér það mikla verk að mennta lækna og
útskrifa, hafa umsjón með lyfsölu og ann-
ast sóttvarnir og heilsugæslu Íslendinga
allra. „Þetta var mikið verkefni fyrir einn
mann í strjálbýlu landi sem var erfitt yfir-
ferðar með óbrúaðar ár,“ ritaði Kolbrún S.
Ingólfsdóttir í sögulegri yfirlitsgrein sinni
um landlækna fyrri tíma í Læknablaðið
árið 2003. Upphaf íslenskrar læknastéttar
má rekja til Bjarna og segja má að hann
hafi sáð fræjum þess heilbrigðiskerfis sem
Íslendingar þekkja í dag. Bjarni þótt með
eindæmum ötull maður og metnaðar-
fullur.
Bjarni lærði í Danmörku og þótti
mikið efni. Hann fór í margar ferðir til
Íslands ásamt Eggert Ólafssyni til að
safna náttúrugripum og handritum. Í
einni slíkri ferð, árið 1756, rannsakaði
Bjarni sárasótt sem hafði blossað upp
í verksmiðju í Reykjavík. Guðmundur
Magnússon, prófessor og ritstjóri Lækna-
blaðsins árið 1919, rifjaði upp ummæli
Bjarna við amtmann í verksmiðjunni um
að taka þyrfti alvarlega í strenginn til að
koma í veg fyrir að sjúkdómurinn rót-
festist ekki í landinu til óbætandi skaða
og hneisu. „Menn létu sér fátt um finnast,
og varð sjúkdóminum ekki útrýmt fyrr
en hann [Bjarni] var orðinn landlæknir,“
ritaði Guðmundur. Skrif sín byggði Guð-
mundur á ævisögu Bjarna sem Sveinn
Pálsson ritaði og gaf út árið 1800.
Guðmundur segir í grein sinni, sem
rituð var þegar 200 ár voru liðin frá fæð-
ingu Bjarna, að þessi fyrsti landlæknir
Íslands hafi haft ríkan áhuga á því að
hefja hér land og lýð.
Eins og áður segir var Bjarna falið að
kenna læknaefnum og útskrifa en bisk-
upar vildu jafnframt að hann tæki að sér
að kenna prestum og gera þá að læknum.
„Bjarni afsagði það,“ ritaði Guðmundur.
„ [Bjarni] vildi koma upp vel lærðum
læknum en ekki skottulæknum!“
Á meðal þess sem Bjarni barðist fyrir
var að mennta yfirsetukonur og útvega
þeim laun og að hér yrði byggður lands-
spítali en kom því ekki fram „öllum
landsvinum til hrellingar“.
Bjarni lést 8. september árið 1779.
Kona hans og börn stóðu félaus uppi, því
skuldlausar eignir voru 111 ríkisdalir:
„Þetta var kaupið fyrir æfistarfið!“ ritaði
Guðmundur.
Blómsveigur var lagður á minnisvarða
um Bjarna við Nesstofu í gær en þar
settist hann að þegar hann tók fyrstur
manna við embætti landlæknis. – khn
Minntust 300 ára afmælis
Bjarna Pálssonar
Blómsveigur var lagður að minnisvarða Bjarna Pálssonar við Nesstofu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR
1883 Gos hefst í Krakatá. Sprengigos hefst þremur mán-
uðum seinna sem kostaði 36 þúsund manns lífið.
1902 Yfirráðum Bandaríkjanna yfir Kúbu lauk.
1932 Amelia Earhart flýgur
frá Nýfundnalandi til Írlands
og var þar með fyrsta konan
til að fljúga yfir Atlantshafið.
1940 Fyrstu fangarnir eru
fluttir í útrýmingarbúðirnar
í Auschwitz.
1944 Þjóðaratkvæða-
greiðsla um lýðveldis-
stofnun Íslands hófst og
stóð í fjóra daga.
1964 Vísindamennirnir Ro-
bert Woodrow Wilson
og Arno Penzias upp-
götva örbylgjukliðinn.
Hann er merki um
alheiminn eins og hann
var stuttu eftir Miklahvell.
1980 Íbúar í Quebec hafna því í atkvæðagreiðslu að
héraðið slíti sig frá Kanada og lýsi yfir sjálfstæði. Sextíu
prósent sögðu nei.
1983 Vísindagrein birt í Science þar sem greint er frá upp-
götvun HIV-veirunnar og tengsla hennar við AIDS.
2006 Finnska hljómsveitin Lordí sigraði í Eurovision
keppninni og fékk 292 stig sem var met á þeim tíma.
2012 Að minnsta kosti 27 farast og 50 aðrir særðust
þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir norðurhluta Ítalíu.
Merkisatburðir
2 0 . M A Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R16 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
2
0
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:3
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
0
6
-D
B
5
8
2
3
0
6
-D
A
1
C
2
3
0
6
-D
8
E
0
2
3
0
6
-D
7
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
1
9
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K