Fréttablaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 6
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Vöðva eða liðverkir? Voltaren Gel er bæði verkjastillandi og bólgueyðandi Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. 15% afsláttu r af 100g og 150 g Voltare n Gel www.apotekarinn.is - lægra verð Voltaren Gel - njótum þess að hreyfa okkur Voltaren_Gel 2 tupur 15% 5x10 apotekarinn.indd 1 31/10/2017 11:31 ÁRBORG Ari Björn Thorarensen og Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Árborg, saka Tómas Ellert Tómasson, fulltrúa Miðf lokksins, um að hafa staðið í lóðabraski þegar fyrirtæki fékk úthlutað lóð á síðasta kjörtímabili. Fulltrúar allra annarra flokka vilja að Samband sveitarfélaga úrskurði hvort Sjálfstæðismennirnir hafi farið á svig við siðareglur. Forsaga málsins er sú að Sjálf- stæðismennirnir telja að fyrirtæki í eigu Tómasar Ellerts hafi fengið atvinnuhúsnæðislóð í Álalæk í Árborg á síðasta kjörtímabili. „Hann fékk þessa lóð og gerði ekk- ert við hana og seldi síðan og græddi peninga á því, Við erum ekki til- búnir til að draga þessi ummæli til baka,“ segir Ari. Eggert Valur Guðmundsson er formaður bæjarráðs í meirihluta Árborgar. Hann segir ummæli um lóðabrask vera ósannindi. „Við vild- um að þeir myndu draga þessi orð til baka en þeir höfðu ekki áhuga á því. Það var dapurlegt að verða vitni að þessu,“ segir Eggert Valur en á síðasta fundi bæjarstjórnar voru lögð fram gögn sem sýndu að Tómas Ellert átti engan hlut í því fyrirtæki sem fékk umrædda lóð. „Það er alveg ljóst að kjörnum fulltrúum ber að haga störfum sínum og orðræðu í samræmi við settar siðareglur sem þessir bæjar- fulltrúar hafa skrifað undir og sam- þykkt,“ segir Eggert Valur. Í bókun meirihluta bæjarstjórnar er það talið eðlilegt að samband sveitar- félaga kanni hvort ummæli bæjar- fulltrúanna hafi brotið í bága við siðareglur. „Það er alveg ljóst að gögnin sem voru lögð fram sýna að hann átti ekki umrætt fyrirtæki og því ekki hægt að saka hann um að vera í lóðabraski.“ Ari Björn Thorarensen segist standa við orð sín. „Við vorum í meirihluta á síðasta kjörtímabili og þar kom það skýrt fram að hann hafi verið að sækjast eftir lóð. Við gætum átt tölvupósta því til stað- festingar.“ Sjálfstæðisf lok kur inn var í síðustu bæjarstjórn með hreinan meirihluta; fimm bæjarfulltrúa af níu. Meirihlutinn féll hins vegar í síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2018. Nú eru í meirihluta Áfram Árborg, Framsókn, Mið- flokkur og Samfylkingin. sveinn@frettabladid.is Saka fulltrúa Miðflokks um brask á bæjarstjórnarfundi Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks eru sakaðir um lygar og ósannindi í bæjarstjórn Árborgar. Sökuðu þeir bæjarfulltrúa um lóðabrask. Meirihlutinn vill skoða hvort ummælin stangist á við siðareglur kjörinna fulltrúa. Siðareglur segja til um að bæjarfulltrúar skuli sýna störfum annarra virðingu. Miðflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Áfram Árborg og Samfylkingin mynda meirihluta í Árborg. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR BANDARÍKIN Donald Trump Banda- ríkjaforseti segist vera hlynntur hertri löggjöf um þungunarrof. Trump, sem hefur í gegnum tíðina gefið upp mismunandi skoðanir á málinu, sagði á Twitter í gær að hann væri afar mikill stuðningsmaður hinnar svokölluðu Pro-Life-hreyf- ingar sem berst gegn því að konur fari í þungunarrof. Í færslu sinni á samskiptamiðl- inum sagðist hann vera andvígur þungunarrofi nema í þremur undan- tekningartilvikum: ef um er að ræða þungun sem verður til eftir nauðgun eða sifjaspell, eða þegar meðgangan ógnar lífi móðurinnar. Ljóst er að Trump hefur hug á að gera þung- unarrof að einu af meginstefi næstu forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári. „Við verðum að sameinast og sigra fyrir lífið árið 2020,“ tísti for- setinn. Á undanförnum misserum hafa nokkur ríki Bandaríkjanna þrengt verulega rétt kvenna til að fara í þungunarrof. Hreyfing fyrir aukn- um ákvörðunarrétti kvenna hefur boðað mótmæli í dag í kjölfar laga sem sett hafa verið í ríkjum Banda- ríkjanna, til að mynda Alabama. Sextán ríki eru með það á dagskrá að herða löggjöfina um þungunarrof. Ætla má að löggjöfin í Alabama rati alla leið fyrir Hæstarétt Banda- ríkjanna og að þar verði látið reyna á sögulegan Roe v. Wade-dóm frá árinu 1973 sem veitti konum rétt til að ákveða hvort þær vildu gangast undir þungunarrof í Bandaríkj- unum. Landslagið er breytt í Hæstarétti og í f leiri ríkisdómstólum með til- komu nýrra dómara. Íhaldssamir dómarar eru nú í meirihluta við Hæstarétt Bandaríkjanna og er talið að látið verði reyna á áðurnefndan Roe v. Wade-dóm. - dfb, khn Trump fagnar atlögum að sjálfsákvörðunarrétti kvenna Við vildum að þeir myndu draga þessi orð til baka en þeir höfðu ekki áhuga á því. Eggert Valur Guðmunds- son, formaður bæjarráðs Árborgar Donald Trump Bandaríkjaforseti. NORDICPHOTOS/GETTY EGYPTALAND Sextán hið minnsta særðust þegar sprengja sprakk í grennd við Grand Egyptian-safnið við pýramídana í Giza í Egyptalandi í gær. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að flestir hinna særðu séu ferða- menn frá Suður-Afríku. Enginn særðist lífshættulega samkvæmt heimildum útvarpsins. Ekki liggur fyrir hver stóð að baki sprengjuárásinni, en íslamskir víga- menn hafa áður gengist við ábyrgð á slíkum ódæðum í Egyptalandi. Í desember létust þrír víetnamskir ferðamenn og leiðsögumaður þeirra þegar sprengja sprakk nálægt pýra- mídunum. Framkvæmdir standa nú yfir í Grand Egyptian-safninu en það mun opna dyr sínar árið 2020 og verður þá stærsta fornleifasafn í heimi. – khn Margir særðir eftir ódæði í Egyptalandi Sprengjan sprakk nærri pýramíd- unum í Giza. NORDICPHOTOS/GETTY 2 0 . M A Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 0 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :3 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 0 6 -F D E 8 2 3 0 6 -F C A C 2 3 0 6 -F B 7 0 2 3 0 6 -F A 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.