Fréttablaðið - 20.05.2019, Blaðsíða 16
Ferðamálaskóli Íslands • www.menntun.is • Sími 567 1466
Opið 8-22
LEIÐSÖGUNÁM
FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS,
Bíldshöfða 18, sími 567 1466,
Opið til kl. 22.00,
Martha Jensdóttir
kennari.
Martha Jensdóttir
kennari.
Ferða álaskóli Íslands • www. enntun.is • Sí i 567 1466
pið 8-22
I
FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS,
Bíldshöfða 18, sími 567 1466,
Opið til kl. 22.00,
Martha Jensdóttir
kennari.
Martha Jensdóttir
kennari.
- Nemendur geta að námi loknu gengið í Leiðsögufélagið -
LEIÐSÖGUNÁM
VIÐURKENNT STARFSNÁM AF ATVINNULÍFINU
Opið 8-22
Magnús Jónsson
fv. veðurstofustjóri
Guðrún Helga
Bjarnadóttir,
Vestmannaeyjum
Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum.
Námið er opið öllum þeim sem vilja læra leiðsögn erlendra og innlendra ferða-
manna um Ísland.
Flest stéttarfélög styrkja nemendur til náms.
Námið:
• Helstu viðkomustaðir ferðamanna á Íslandi í máli og myndum.
• Mannleg samskipti, leiðsögutækni, hestar, fuglar og flóra. Framsaga.
• Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta.
• Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira.
Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á sínu sviði.
Boðið er upp á dag eða kvöldnám auk þess sem farið verður í fjölda vettvangsferða.
Umsögn: „Fyrir nokkrum árum stundaði ég leiðsögunám í Ferðamálaskóla
Íslands. Námið stóð vel undir væntingum mínum. Fjölmargir kennarar komu
að kennslunni sem áttu auðvelt með að ná til mín, auka áhuga minn á náms-
efninu og ekki síst að vekja mig til umhugsunar um þá auðlind sem landið
okkar er. Auk þess hvöttu þeir okkur til að virða landið okkar. Kennararnir
voru mjög færir og fróðir hver á sínu sviði og áttu auðvelt með að koma
efninu til skila.
Námið gefur mikla atvinnumöguleika og það eru spennandi tímar framundan.
LEIÐSÖGUNÁM
VIÐURKENNT STARFSNÁM Í ATVINNULÍFINU
Ferðamálaskóli Íslands • ww .menntun.is • Sími 5
elga
Bjarnadóttir
OPIÐ
8-22
Fólk er kynningarblað sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu
í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu
er einnig hefðbundið ritstjórnarefni.
Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Benedikt Bóas Hinriksson
benediktboas@frettabladid.is s. 550 5725 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is,
s. 550 5762 | Sólrún Freyja Sen, solrunfreyja @frettabladid.is, s. 550 5765 |Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@
frettabladid.is s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Kristín Þorsteinsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653,
Útvarpsmaðurinn Þórður Helgi er flestum kunnur sem Doddi litli. En hvernig
stendur á þessu gælunafni? Var ein-
hver Doddi í kringum hann stærri?
„Nei, það var enginn Doddi
stærri en ég,“ svarar Þórður Helgi.
„Þetta er ömurleg saga og við
sjálfan mig að sakast. Ég var að
hefja útvarpsferilinn á X-inu og
kynnti mig jafnan sem Þórð Helga í
loftinu en náði ekkert að skapa mér
nafn. Þarna voru allir með gælu-
nafn; Þossi, Addi B, Hansi B, Raggi B
og Þórður Helgi var ekki mjög kúl.
Á sama tíma var Gaui litli í öllum
auglýsingum. Ég var þá nýbúinn að
raka á mér hausinn í fyrsta sinn og
var bara ekkert svo ólíkur Gauja. Ég
skellti mér því bara beint í Dodda
litla. Nafnið hefur loðað við mig í
25 ár og enn hafa margir ekki hug-
mynd um hvað ég heiti þótt ég taki
það alltaf skýrt fram að nafn mitt er
Þórður Helgi.“
Hélt að hann myndi deyja
Í æðum Þórðar rennur vestfirskt
blóð úr báðum ættum en hann ólst
upp hjá móðurömmu sinni og afa í
Njarðvík á Reykjanesskaganum.
„Ég held ég hafi verið alveg
prýðilegur krakki en ég er heilt yfir
leiðinlegur og var ekkert minna
leiðinlegur sem barn. Mamma
flutti vestur um haf þegar ég var
fjögurra ára en pabbi tók ekki í mál
að ég færi með henni og úr varð að
mér var komið fyrir hjá ömmu og
afa, þeim til lítillar gleði, ef ég segi
hreina satt. Það var sennilega ekki
fyrsta val ömmu og afa að fá þetta
dýr til viðbótar á sitt heimili en
pabbi var ekki í aðstöðu til að hafa
mig hjá sér,“ útskýrir Þórður sem
var blítt og gott barn.
„Ég er frekar næs að upplagi en
það er mikið um misskilning þegar
ég á í hlut og margt sem gerðist
óvart. Ég gerði því helling af mér, en
ekkert sem ég ætlaði að gera. Þann-
ig er saga lífs míns.“
Þegar Þórður stálpaðist flutti
móðir hans aftur til Íslands og þau
áttu sumrin saman á Ísafirði.
„Ég dreif mig svo í fiskvinnslu í
Súðavík tvítugur, náði mér í konu
og gifti mig, eignaðist barn, skildi
og fór aftur suður,“ upplýsir Þórður
og rifjar upp minningu að vestan.
„Kominn á Súðavík var ég allt í
einu staddur í kvæði eftir Bubba
Morthens. Það var mikið högg fyrir
lítinn dreng frá Njarðvík að fara
einn í 250 tonna löndun eftir að hafa
ekki gert handtak í tvo mánuði. Ég
hélt ég mundi deyja. Eftir að hafa
alltaf búið hjá ömmu og afa var
sjokk að vera í fyrsta skipti einn úti
á landi þar sem ég þekkti engan og
bjó að auki í verbúð. Það var mikil
manndómsvígsla og sama dag og
ég kom til Súðavíkur var Bubbi
með tónleika í þorpinu. Verbúðar-
fólkið spurði hvort ég ætlaði ekki
að koma með en ég fór ekki. Mér
hafði liðið svo ósköp vel í örygginu
heima og þótt ég hefði farið fáein
sumur vestur til mömmu voru mikil
viðbrigði að standa allt í einu einn á
eigin fótum vestur á Fjörðum. Ég var
svo mikill aumingi og tónleikar með
Bubba voru mér ekki efstir í huga.
Hræddur; ekki snobbaður
Þórður vaknar alla virka morgna
til að ganga í Morgunverkin á Rás 2
og veita samfylgd sína í lífi og starfi
landsmanna; gleði og sorg.
„Ég setti þá stefnu snemma í
lífinu að vinna í útvarpi og veit
ekki hvaðan sú fluga kom í hausinn
á mér. Það hlýtur að hafa verið
eftir að Rás 2 hóf útsendingar
því ekki þótti mér gamla Gufan
skemmtileg sem krakki. Verandi
Suðurnesjamaður ólst ég upp við
Kanaútvarpið og Kaninn fór með
mér í háttinn á hverju kvöldi. Mér
þykir alltaf gaman að vera í útvarpi
og aldrei erfitt, og þótt erfiðleikar
banki upp á í lífinu eða ég sparki tá
í vegg áður en ég fer í útsendingu
tek ég hvorki sársauka né fýlu með
mér í stúdíóið,“ segir Þórður sem
er þekktur fyrir hressleika og létta
lund í útvarpinu.
„Ég er heilmikið líkur þessum
útvarpsgaur. Ég er til dæmis álíka
vitlaus og hann, en kannski ekki
alveg jafn glaður. Ég bara stend í
þeirri trú að fólk vilji heldur heyra
í léttum gaur en þunglyndum. í
raunveruleikanum er ég hins vegar
„dead boring“ náungi. Ég er fárán-
lega heimakær og fer helst ekki til
útlanda. Ég fer í vinnuna og heim
aftur og þá er það upptalið, fyrir
utan fótboltaleiki með stelpunni
minni í Leikni,“ segir Þórður hinn
alvarlegasti.
„Margir halda að ég sé hrókur
alls fagnaðar en ég er rosalega
feiminn og frekar ómannblendinn.
Það hefur ágerst með árunum og ég
stend sjálfan mig að því að hverfa
frekar út í horn en að blanda geði.
Ég var oft kallaður Doddi snobb á
árum áður því fólk fékk á tilfinn-
inguna að ég væri svo snobbaður
og merkilegur með mig að ég vildi
ekki tala við það og væri jafnvel fúll
út í það. Ég er samt ekkert fúll, bara
hræddur, og þannig var það líka
löngu áður en ég byrjaði í útvarpi.“
Kann að kveikja í fólki
Hliðarsjálf Þórðar er gleðidiskó-
stjarnan Love Gúrú og sá er allt
annað en feiminn.
„Því fleiri sem horfa eða hlusta
á mig; því léttara finnst mér það.
Á sviðinu sé ég áhorfendur ekki
sem einstaklinga heldur birtist
mér heildin sem stemning og fjör
og þótt ég segi sjálfur frá kann ég
að kveikja í mannskapnum þótt
Doddi litli er Njarðvíkingur sem hefur unað hag sinum vel i Efra-Breiðholti undanfarin tuttugu ár. MYND/ERNIR
ekki sé margt í mig spunnið,“ segir
Þórður sem dreymdi í æsku um
að starfa í útvarpi eða sem popp-
stjarna.
„Mamma sagði mér að gleyma
því en ég gerði samt hvort tveggja. Á
unglingsaldri var ég í hljómsveitinni
Mullet sem gaf út plötuna XXX árið
1999 og eiginlega enginn veit af.
Platan er safngripur og meistara-
stykki með eitís tölvutónlist en
seldist svo illa að hægt var að kaupa
hana á markaði fyrir eina krónu. Það
var eina platan sem Valgeirsbakarí í
Njarðvík gaf út,“ segir Þórður stoltur.
Love Gúru varð svo til í þættinum
Ding Dong sem Þórður og Pétur
Jóhann Sigfússon sáu um á útvarps-
stöðinni FM 95,7.
„Það er ekkert launungarmál að
ég hafði óbeit á tónlistinni á FM
á þeim tíma, þegar strákabönd
og R&B var upp á sitt allra besta.
Við Pétur höfðum gert nokkur
flipplög saman fyrir Ding Dong
og þegar ég bað hann um að semja
með mér nýtt lag með fyndnum
beatbox-kafla úr Rock You Baby
með Justin Timberlake sagðist
hann ekki nenna því og að ég gæti
bara gert það sjálfur. Um sama leyti
hafði ég hermt eftir Barry White í
þættinum, sem Pétri þótti hlægi-
legt og sagði að ég væri eins og hinn
íslenski Love Gúru. Þannig kom
nafnið. Ég hafði ekki punginn í að
koma fram sem Þórður Helgi heldur
varð að finna mér karakter,“ upp-
lýsir Þórður og kímir.
Þrábeðinn um Love Gúrú
Í kjölfarið varð til grínlag sem sló
rækilega í gegn með Love Gúrú.
„Mér að yrkisefni var setning úr
Fóstbræðrum þar sem Jón Gnarr
talar sem gömul kerling um að
sleikja og sjúga. Textinn inni-
hélt meðal annars: „Ef þú átt við
vandamál að stríða og kannt ekki
að ríða, þarftu að bíða með maga-
sár og kvíða“. Það fór voða vel í
FM-hnakkana sem vildu meira og
er það Pétri Jóhanni og Jóni Gnarr
að kenna að Love Gúrú kom inn í
líf mitt,“ segir Þórður í gríni en við
tóku nýir og óvæntir tímar.
„Þetta var á tíma Napster þar sem
hægt var að stela lögum og ég stal
langri útgáfu af lagi Deee-Lite þar
sem ég fékk Þóru Sif vinkonu mína
til að syngja Partí út um allt í stað
Groove is in the heart. Það sló líka
í gegn og Love Gúru varð alvöru
stjarna sem kom fram á böllum en
söng ekki einu sinni lagið. Ég mætti
bara á svæðið með stællegri inn-
komu, stemningin kveikti í mér og
allt varð kreisí,“ segir Þórður sællar
minninga.
„Árið 2004 er hápunktur Love
Gúrú en þá kom út plata og við
fengum styrk frá Dominos og
Durex til að túra um landið með
plötusnúð, tvo dansara, söngkonu
og mig án þess að þurfa nokkurs
staðar að borga fyrir ferðir né
gistingu. Nú er aðeins minni hiti í
kringum Love Gúrú, væntanlega
vegna þess að ég er að verða fimm-
tugur. Ég gæti trúað að það þyki
ekki mjög töff að mæta á dansleik
með fimmtugum manni í glimmer
jogginggalla, hoppandi eins og
hálfviti. Hann virkar vel „live“ en
þrátt fyrir að ég hafi gefið út lög á
þriggja ára fresti heyrast þau aldrei
í útvarpi. Fólk hefur gaman af þeim
í ákveðinni stemningu en ekki á
mánudagsmorgni klukkan tíu. Ég
spila þau vitaskuld ekki sjálfur í
útvarpi en held samt að ég sé eini
útvarpsmaðurinn sem er beðinn
um Love Gúrú. Fólk lætur sig
dreyma um að ég láti undan en það
hef ég ekki gert og þætti það bara
mjög asnalegt.“
Fimmtugur 1. júní
Þann 1. júní verður liðin hálf öld
síðan Þórður Helgi kom í heiminn.
„Ég hlakka mikið til. Tilfinn-
ingin að verða fimmtugur er ekki
eins óbærileg og ég óttaðist. Ég var
með mikla aldurskomplexa þegar
ég varð 35 ára en þeir hurfu þegar
ég varð fertugur og eru jafnvel enn
minni nú,“ segir Þórður sem gefur
aðdáendum sínum spánnýja plötu
með Love Gúrú í afmælisgjöf.
„Daginn fyrir afmælið mitt, 31.
maí, kemur út nýtt lag og platan
viku síðar. Síðar í sumar kemur líka
út remix-plata og þá get ég lofað að
fólk getur ekki setið kyrrt,“ segir
Þórður í stuði.
Platan ber nafnið: „Dansaðu,
fíflið þitt. Dansaðu!“
„Ég er gríðarlegt dansfífl þótt ég
komist ekki í hálfkvisti við pabba
sem er mesta dansfífl landsins,
rétt rúmlega sjötugur. Hann er
súmbakennari og var á tímabili
eini karlinn á landinu með réttindi
í kennslu í vatnssúmba,“ upplýsir
Þórður um föður sinn Þórð Örn
Guðmundsson.
„Ég fer ekki á dansgólf til þess
eins að dansa en ef takturinn er
góður er ég mættur og tek spor eða
tvö bæði heima og hvar sem er. Ég
hoppa líka mikið í gulum glans-
galla Love Gúrú og það er ástæðan
fyrir því að tónlistin mín er svona.
Ég kalla hana „silly hop“ eða bjána-
tónlist sem er gott að hoppa við.“
Fínn gaur sem varð vondur
Tilefni nýrrar plötu Love Gúru er
fimmtán ára afmæli Partý Hetju,
sem er fyrri platan hans. Í apríl
kom út fyrsta lagið af plötunni, Mér
er boðið, en í því eru Þórði til full-
tingis tónlistarfólkið Cell7, Steini
Quarashi og Helgi í Úlfi Úlfi.
„Mig langaði að safna saman
lögum sem ég hef gert í gegnum
tíðina til að geta endanlega kvatt
Love Gúrú. Þegar ég hlustaði á
gömlu lögin varð mér ljóst að margt
væri á mörkum hins ólöglega og
því þyrfti ný lög til. Sjálfur er ég
svo lélegur tónlistarmaður að ég fæ
alltaf aðra til liðs við mig til að lagið
hljómi betur og þar sem Ragna í
Cell7 er uppáhalds rapparinn minn
og Helgi uppáhalds pródúserinn
minni í rapptónlist prófaði ég að
banka upp á hjá þeim á Facebook.
Ég spurði Helga hvort hann ætti
nokkuð takta sem væru á leið í
ruslið og Steini í Quarashi var strax
til. Ég bjóst reyndar alls ekki við að
Cellan yrði til en hún vildi vera með
og allar mínar óskir rættust,“ segir
Þórður sem fékk líka takt frá Bigga
Veiru úr GusGus sem varð að lagi
sem hann syngur með Unu Stefáns.
„Lagið er það langbesta sem ég
hef gert og alveg spánný upplifun
fyrir mig sem Love Gúrú að vera
himinlifandi með útkomuna.
Platan er algjör tímaskekkja og það
var lyginni líkast hvernig tónlist
var unnin. Allt gerðist í gegnum
Facebook þar sem fólk henti á milli
sín hugmyndum og hljóðbútum og
lagið var komið án þess að ég hefði
hitt samverkafólk mitt eða fengið
að taka í hendurnar á því.“
Love Gúrú kemur fram á BBQ- og
tónlistarhátíðinni Kótilettunni á
Selfossi í júní, áttunda árið í röð.
„Ég kem fram sem Love Gúru
þegar er kallað en Durex er hætt að
styrkja mig og því túra ég minna
um landið í sumar,“ segir Þórður og
þvertekur fyrir að þeir Love Gúru
eigi nokkuð sameiginlegt.
„Nei, akkúrat ekkert. Karakter-
inn var búinn til úr öllu sem ég fyrir-
lít og hata. Fyrsta lagið var klámvísa
og það næsta snerti á kvenfyrir-
litningu, sem ég hef andstyggð á.
Fyrsta platan innihélt líka samsafn
tónlistar sem ég þoli ekki; Scooter,
R&B og meira að segja Söguna af
Nínu og Geira sem er leiðinlegasta
lag sögunnar. Ég líki þessu stundum
við kvikmyndina „Me, Myself &
Irene“ með Jim Carrey sem lék
góðan gæja sem varð vondur. Ég
var svona fínn gaur en sat upp með
Love Gúrú eftir að hafa unnið á FM
í nokkur ár og hlustað á tónlistina
sem þar var spiluð.“
Fylgstu með Þórði og kisunni hans
á Instagram: lilli_the_instacat og á
Twitter: doddilitli.
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
Framhald af forsíðu ➛
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . M A Í 2 0 1 9 M Á N U DAG U R
2
0
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:3
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
0
6
-F
4
0
8
2
3
0
6
-F
2
C
C
2
3
0
6
-F
1
9
0
2
3
0
6
-F
0
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
1
9
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K