Morgunblaðið - 29.01.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2019
Veður víða um heim 28.1., kl. 18.00
Reykjavík -6 léttskýjað
Hólar í Dýrafirði 1 skýjað
Akureyri -4 snjókoma
Egilsstaðir -4 skýjað
Vatnsskarðshólar -2 heiðskírt
Nuuk -7 snjóél
Þórshöfn 0 snjókoma
Ósló -4 snjókoma
Kaupmannahöfn 2 þoka
Stokkhólmur -2 snjókoma
Helsinki -6 snjókoma
Lúxemborg 2 snjóél
Brussel 3 skúrir
Dublin 5 rigning
Glasgow 4 léttskýjað
London 4 léttskýjað
París 5 skýjað
Amsterdam 4 léttskýjað
Hamborg 3 súld
Berlín 4 rigning
Vín 3 heiðskírt
Moskva -7 snjókoma
Algarve 16 skýjað
Madríd 13 léttskýjað
Barcelona 13 léttskýjað
Mallorca 15 léttskýjað
Róm 8 rigning
Aþena 13 léttskýjað
Winnipeg -18 snjókoma
Montreal -20 léttskýjað
New York -3 heiðskírt
Chicago 1 rigning
Orlando 10 alskýjað
29. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:18 17:05
ÍSAFJÖRÐUR 10:41 16:52
SIGLUFJÖRÐUR 10:25 16:34
DJÚPIVOGUR 9:52 16:30
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á miðvikudag Norðlæg átt 5-13 m/s, en heldur
hvassari með A-ströndinni. Él um norðanvert landið,
en léttskýjað sunnan heiða. Frost 2 til 15 stig, kald-
ast inn til landsins.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustlæg átt 3-10 m/s, en 10-18 á Vestfjörðum og SA-til. Víða él eða
snjókoma, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 1-10 stig, en kólnandi veður, einkum inn til landsins.
Matsnefnd eignarnámsbóta úr-
skurðaði eigendum Torfastaða í
Bláskógabyggð tæplega 8 milljóna
króna bætur fyrir land úr jörðinni
sem fer undir Reykjaveg við
endurbætur á veginum, auk máls-
kostnaðar. Er það hærra verð en
Vegagerðin hafði boðið en aðeins
lítið brot af kröfum eigendanna.
Ólafur Einarsson, annar eigandi
Torfastaða, á ekki von á því að eig-
endurnir muni una úrskurðinum.
Enn hafi þó ekki verið ákveðið að
leggja málið fyrir dómstóla.
Vegagerðin er að undirbúa
endurbætur á Reykjavegi í Blá-
skógabyggð, gömlum malarvegi.
Verður hann breikkaður og mal-
bikaður. Vegagerðin náði ekki
samningum við eigendur Torfa-
staða sem eiga hluta af landinu og
var það tekið eignarnámi.
Kröfðust 87 milljóna
Vegagerðin bauð landeigendum
650 þúsund kr. á hektara. Eig-
endur Torfastaða kröfðust 4,7
milljóna á hektara, samtals 39
milljóna kr. fyrir þeirra land og
spildu sem ágreiningur ríkir um
eignarhald á. Miðaðist krafan við
söluverð sumarbústaðalands úr
jörðinni. Auk þess kröfðust eig-
endurnir 2,5 milljóna í bætur fyrir
tímabundið rask og ónæði vegna
framkvæmdanna og nýtingu á veg-
slóða. Þá yrði Vegagerðinni gert
að greiða 46 milljónir kr. vegna
nýtingar jarðefna úr landi Torfa-
staða. Krafan hljóðaði samtals upp
á 87,5 milljónir kr. Matsnefndin
bendir á að landið sé beitarland í
um 100 metra hæð yfir sjávarmáli.
Ekki verði séð að lagning vegar
hafi neikvæð áhrif á sumarhúsa-
byggð.
Telur nefndin að hæfilegar bæt-
ur fyrir hvern hektara lands séu
800 þúsund krónur, eða alls rúmar
6 milljónir fyrir 7,67 hektara úr
landi Torfastaða og tæpar 2 millj-
ónir fyrir 2,18 hektara í hinu um-
deilda landi. Bætur fyrir rask og
ónæði og afnot af vegslóða eru
metnar 1,5 milljónir kr.
Nefndin bendir á að þegar ríkið
seldi núverandi eigendum Torfa-
staða jörðina hafi það haldið eftir
rétti til efnistöku umfram heim-
ilisþörf. Ríkiseignir hafi heimilað
Vegagerðinni efnistökuna. Er því
kröfu um gjald fyrir efnistöku
hafnað. helgi@mbl.is
Fengu brot af
kröfum sínum
Matsnefnd úrskurðar um bætur
fyrir eignarnám vegna Reykjavegar
Ljósmynd/Vegagerðin
Malarvegur Rykstrókur stendur
aftur úr bíl á Reykjavegi.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Fundað var í gær hjá ríkissátta-
semjara, þar sem fulltrúar VR, Efl-
ingar, Verkalýðsfélags Grindavíkur
og Verkalýðsfélags Akraness
ræddu þar við fulltrúa Samtaka at-
vinnulífsins. Gekk fundurinn vel að
sögn Bryndísar Hlöðversdóttur
ríkissáttasemjara, en til stóð að
funda einnig á miðvikudag og föstu-
dag í þessari viku.
Vilhjálmur Birgisson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness, segir að
fundurinn hafi verið eins og búist
var við. „Við vorum að kasta á milli
okkar atriðum sem lúta að kröfu-
gerðinni og velta ýmsum hlutum
fyrir okkur í þeim efnum. Fundur-
inn var svo sem ágætur hvað það
varðar, en það er ljóst að það er
heilmikil vinna eftir ennþá,“ segir
Vilhjálmur.
Viðræður á hraða snigilsins
Spurður um gang viðræðnanna
segir Vilhjálmur það alveg ljóst að
þær séu á hraða snigilsins. „Við
verðum að átta okkur á því að þessi
mánuður er að verða liðinn og það
er aldrei gott þegar kjaraviðræður
dragast svona.“ Segir Vilhjálmur
að það virðist vera lenska hér að
kjaraviðræður taki nokkra mánuði
á hinum almenna vinnumarkaði,
sem sé óþolandi staða. „En menn
eru að tala saman og meðan það er
verðum við að eygja einhverja von.“
En hvernig sér Vilhjálmur fyrir
sér gang viðræðnanna á næstu
dögum? „Það er ljóst að því fleiri
fundir sem haldnir eru, því nær
komumst við að endamarkinu.
Hvort endamarkið verður með
þeim hætti að menn komist ekki
lengra og allt fari í strand verður
að koma í ljós, en til að tikka í öll
boxin verða menn að funda ótt og
títt,“ segir Vilhjálmur og bætir við
að á endanum komi einhver niður-
staða í viðræðurnar hvort sem hún
verði í formi kjarasamnings eða
samningsslita. Tíminn einn muni
leiða í ljós hvort verði.
Vilhjálmur segir að lokum ljóst
að aðkoma stjórnvalda muni vega
þungt í því hvort samningar náist.
„Það er hægt að auka ráðstöfunar-
tekjur lágtekjufólks, verkafólks og
millitekjufólks með margvíslegum
hætti, meðal annars með breyting-
um á skattkerfi, okurvöxtum, verð-
tryggingu og svo framvegis.“
Hann bætir við að tillögur átaks-
hópsins í húsnæðismálum sem
lagðar voru fram í síðustu viku
yrðu mjög jákvætt skref, en að það
þyrfti að bíða og sjá hvernig
stjórnvöld vilji afgreiða þær 40 til-
lögur sem þar voru lagðar fram. Þá
muni skattamálin einnig skipta
máli.
Vinnan er í gangi
Halldór Benjamín Þorbergsson,
framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, segir að fundurinn í
gær hafi verið ágætis vinnufundur.
„Við fórum yfir mörg mál sem til-
heyra endurnýjun kjarasamning-
anna, og að því leytinu til er ég
ánægður með að samtalið sé komið
á ágætis rekspöl.“ Halldór segir
það mikilvægt að búið er að boða
til tveggja funda í vikunni til við-
bótar. „Á meðan við erum að tala
saman, þá er gangur í viðræðum,
en þetta þarf einfaldlega að taka
sinn tíma.“
Samtök atvinnulífsins eru einnig
í viðræðum við Starfsgreinasam-
bandið, iðnaðarmannafélögin og
Landssamband verslunarmanna, en
þær viðræður eru ekki á borði
ríkissáttasemjara. Halldór Benja-
mín segir að fundað verði með þeim
öllum í vikunni, til dæmis hafi hann
hitt fulltrúa Starfsgreinasambands-
ins og iðnaðarmanna í gær og muni
hitta þá aftur í dag. Það sé því þétt
dagskráin hjá Samtökum atvinnu-
lífsins næstu daga. „Vinnan er í
gangi.“
Morgunblaðið/Hari
Kjaraviðræður Fundað var hjá Ríkissáttasemjara í gærmorgun. Á myndinni sjást meðal annars þau Vilhjálmur
Birgisson, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
„Heilmikil vinna“
eftir í kjaraviðræðum
Fundað aftur hjá ríkissáttasemjara á morgun og föstudag
Vilhjálmur
Birgisson
Halldór Benjamín
Þorbergsson
Tveir fulltrúar af þremur sem sitja í
siðanefnd Alþingis hafa óskað eftir
því að fjalla ekki um hið svonefnda
Klausturmál. Hafsteinn Þór Hauks-
son, dósent við lagadeild Háskóla Ís-
lands, hefur ákveðið að hætta í
nefndinni, en sú ákvörðun tengist
málinu ekki. Hinn fulltrúinn, Salvör
Nordal, ákvað að koma ekki að mál-
inu vegna anna í embætti sínu sem
umboðsmaður barna.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti
Alþingis, staðfesti þetta í samtali við
mbl.is í gær, en fyrst var greint frá
ákvörðununum í hádegisfréttum
Ríkisútvarpsins í gær. Ljóst er að
Margrét Vala Kristjánsdóttir, vara-
maður Hafsteins, tekur sæti hans í
siðanefndinni. Þá liggur fyrir tillaga
um staðgengil Salvarar en forsætis-
nefnd Alþingis mun ræða hana á
fundi sínum í dag.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir,
fyrrverandi forseti Alþingis, mun
áfram sitja sem formaður siða-
nefndarinnar og fjalla sem slíkur um
Klausturmálið þegar því verður vís-
að til nefndarinnar.
Tveir víkja sæti í
siðanefnd Alþingis
Tillaga um staðgengil rædd í dag