Morgunblaðið - 29.01.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2019
TUDOR rafgeymar
TUDOR TUDOR
Er snjósleðinn tilbúinn
fyrir vetrarkuldann?
Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is
Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta
Veldu
öruggt
start með
TUDOR
Sigurður Hannesson, talsmaðurSamtaka iðnaðarins, segir að
skattpíning sveitarfélaga á atvinnu-
fyrirtækjum sé „yfirleitt í toppi,
meðaltalið hjá
sveitarfélögunum er
rétt undir hámark-
inu. Það munar
langmest um
Reykjavík, stærsta
sveitarfélagið þar
sem álagningin er í
toppi þar sem er vel
á annan tug millj-
arða í fasteignagjöldum á atvinnu-
húsnæði fyrir utan íbúðarhúsnæði.
Þetta eru háar fjárhæðir.
Þó að sveitarfélög hafi lækkaðprósentuna á milli ára á at-
vinnuhúsnæði þá er það samt
hækkun í krónum talið af því að
stofninn hækkar svo mikið.
Þetta kemur til viðbótar við þaðað skattar á Íslandi eru háir í
alþjóðlegu samhengi.
Það er auðvitað ekki hægt aðbjóða fyrirtækjum upp á þetta
til viðbótar við sveiflur, óstöðug-
leika og innlendar kostnaðarhækk-
anir.
Við sjáum það að laun eru líka háí alþjóðlegum samanburði.
Allt leggst þetta á eitt, á samatíma og hægir á vextinum þá
eru sveitarfélögin að taka meira til
sín.
Gjöldin eru að hækka um 14% ámilli 2018 og 2019.“
Gjöld sem hækka um 14% á milliára í 3% verðbólgu eru merki
um rán en ekki heilbrigða gjald-
töku fyrir þjónustu.
Sigurður
Hannesson
Skattpíningin
skaðar alla
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
RÚV hefur verið gert að greiða eina
milljón króna í stjórnvaldssekt
vegna brota á lögum um Ríkis-
útvarpið, að því er kemur fram í
ákvörðun fjölmiðlanefndar vegna
kostunar Golfsambands Íslands á
þáttaröðinni Golfið sem var á dag-
skrá RÚV síðasta sumar.
Síminn hf. kvartaði til fjölmiðla-
nefndar 23. maí 2018 og taldi fyrir-
tækið að RÚV hefði brotið gegn lög-
um með því að leyfa Golf-
sambandinu að kosta sjónvarps-
þáttinn Golfið sem sýndur var 22.
maí.
Samkvæmt lögum er RÚV ein-
göngu heimilt að kosta stóra dag-
skráliði og útsendingar innlendra
íþróttaviðburða og umfjöllun um þá.
„Kvað Ríkisútvarpið umfjöllun
þáttanna ótvírætt falla undir heim-
ildir 7. gr. laga um Ríkisútvarpið
[…] til að afla tekna með kostun við
útsendingu innlendra íþróttavið-
burða og umfjöllunar um þá. Í þátt-
unum væru helstu mótum sumars-
ins gerð skil,“ segir í ákvörðun
fjölmiðlanefndar um afstöðu RÚV.
Hvatti Síminn til þess að RÚV
yrði beitt hámarkssektum og að sal-
an yrði stöðvuð „án tafar til að
Ríkisútvarpið ylli ekki frekari skaða
á samkeppnismarkaði í skjóli ríkis-
styrkja.“
RÚV sektað um eina milljón króna
Kostun á sjónvarpsþættinum Golfið
braut gegn lögum um Ríkisútvarpið
Morgunblaðið/Eggert
RÚV Kostun á þættinum Golfið
braut gegn lögum um stofnunina.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Við erum í grunninn mjög hlynnt
svona breytingum,“ segir Ragnheið-
ur Tryggvadóttir, framkvæmda-
stjóri Rithöfundasambands Íslands
(RSÍ), í samtali við Morgunblaðið.
Vísar hún í máli sínu til þess að
fjármála- og efnahagsráðuneytið
áformar að breyta skattalögum. Með
frumvarpinu verða lagðar til breyt-
ingar sem fela það í sér að gerður
verður greinarmunur í skattalegu
tilliti á höfundarlaunum annars veg-
ar og tekjum af höfundarréttindum
hins vegar þar sem lagt verður til að
hvers konar endurgjald til höfunda
og rétthafa fyrir afnot af hugverki,
að undanskildum höfundarlaunum,
teljist til eignatekna/fjármagns-
tekna. Fram kom í Morgunblaðinu í
gær að lausleg áætlun gerir ráð fyrir
að tekjutap ríkisins vegna þessa
nemi allt að 100 milljónum króna.
Vonast eftir samráði
Ragnheiður segist ekki vita ná-
kvæmlega útfærsluna á þessum
fyrirhuguðu breytingum.
„Þetta er í sjálfu sér alveg óunnið.
Þarna segir bara að áformað sé að
höfundargreiðslur sem „viðurkennd
rétthafasamtök“
innheimta verði
skattlagðar sem
eignatekjur.
Maður á því eftir
að sjá útfærsluna
á því. Þannig
myndi þetta til að
mynda ekki taka
til þess þegar við-
komandi selur
kvikmyndarétt
því það er nokkuð sem maður inn-
heimtir sjálfur. Við myndum því
gjarnan vilja sjá þetta tekið enn
lengra og væntanlega verðum við
kölluð til samráðs í þessari vinnu,“
segir Ragnheiður.
Þá segir Ragnheiður breyting-
arnar að líkindum koma tónlistar-
mönnum mjög til góða. „Helsta
ástæða þess er sú að stór hluti af
þeirra tekjum fer í gegnum STEF
[Samband tónskálda og eigenda
flutningsréttar]. Í ritlistinni er aftur
á móti ekki til sambærilegt fyrirbæri
þannig að við myndum gjarnan vilja
sjá frekari útfærslu á þessu þegar
kemur að okkar fólki. Og á ég þá
meðal annars við þegar verk eru
seld til þýðingar erlendis, þegar
kvikmyndaréttur er seldur eða leik-
gerð unnin út frá verki.“
Ragnheiður
Tryggvadóttir
Huga þarf að rit-
list í frumvarpinu
RSÍ „í grunninn“ hlynnt breyttum lögum