Morgunblaðið - 29.01.2019, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2019
STOFNAÐ 1956
Glæsileg íslensk
hönnun og smíði
á skrifstofuna
Bæjarlind 8–10
201 Kópavogur
Sími 510 7300
www.ag.is
ag@ag.is
Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir
arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi
sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber
einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur
smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér
vel á skrifstofunni.
Dímon
Hönnuður:
Erla Sólveig Óskarsdóttir
Flex skrifstofuhúsgögn
Hönnuðir:
Guðrún Margrét Ólafsdóttir
og Oddgeir Þórðarson
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Í
Danmörku var þjóðhátíðar-
stemning á sunnudaginn
eftir að karlalandslið Dana í
handknattleik hafði lagt
Norðmenn að velli í úrslita-
leik HM í handbolta. Leikurinn var
háður í Herning á Jótlandi og urðu
lokatölur 31:22. Danir brostu breitt
að leik loknum, svo sem Friðrik
krónprins sem með sinni fjölskyldu
kom á leikinn og hafði gaman af.
Sætir sigrar í íþróttum eru vítamín-
sprauta nú um hávetur, auk heldur
sem þeir vekja heilbrigt þjóðarstolt.
Í vöggu heimsmenningar
Stundum er sagt að vagga
heimsmenningarinnar sé í Egypta-
landi. Þar má víða sjá og finna mörg
þúsund ára gamlar menningar-
minjar, sem vekja með fólki mun
fleiri spurningar en nokkru sinni
verður svarað. Emmanuel Macron
Frakklandsforseti er þessa dagana á
ferðinni í Egyptalandi og skoðaði þá
meðal annars pýramídana í Giza;
þau undraverðu mannvirki sem eng-
inn veit hvernig reisa mátti. Í er-
lendum fréttaskeytum er tekið fram
að þarna hafi Macron verið á meðan
bullsýður á öllu í Frakklandi – og
gulvestungar krefjast réttlætis.
Austur í Rússlandi sýndi herinn
mátt sinn og megin um helgina, og
þar var efnt til sýningar í tilefni af
því að 75 ár voru liðin frá því umsátr-
inu um Leníngrad lauk. Í dag er
reyndar talað um St. Pétursborg,
sem er vinsæll áfangastaður ferða-
langa frá Íslandi.
Áhrifamikill páfi
Að lokum segir hér af ferðum
Frans páfa, sem var í Panama til
þess að kynna sér kristindóminn þar
í landi. Sannarlega er páfinn ekki
valdamaður en um áhrifamátt hans á
mannlíf og málefni verður þó ekki
deilt. Er þekktur fyrir að tala beint
inn í aðstæður á hverjum stað og
tíma – og blanda geði meðal al-
þjóðar. Í Panama heimsótti páfinn
meðal annars heimili fyrir HIV-
smituð ungmenni. Vakti þessi hús-
vitjun hans heilagleika mikla athygli,
meðal annars hjá ljósmyndurum
fréttaveitunnar AFP en myndirnar
hér á síðunni eru úr þeirra ranni.
AFP
Fróðleiksfús Hinn franski Macron og Brigitte kona hans
kynntu sér menningarminjar í Egyptalandi um helgina.
AFP
Stemning Ekki síður en Íslendingar gera gjarnan voru Danir
fagurlega farðaðir í fánalitum á úrslitaleik HM í handbolta.
AFP
Kóngabolti Friðrik, danski krónprinsinn, mætti auðvitað á úr-
slitaleikinn í HM í handbolta þar sem Danir sigruðu með stæl.
Páfinn í Panama og Macron í Giza
Heimur á fleygiferð!
Marserandi hermenn í
St. Pétursborg minntust
tímamóta í stríðssög-
unni. Hans heilagleiki
er hins vegar friðelsk-
andi maður, og sama
gildir um Friðrik krón-
prins og Frakklands-
forseta.
AFP
Heilagt Páfinn mætti með veldi sínu til Panama og kynnti sér meðal annars
aðstæður eyðnisjúkra. Í ferðalok brá hann á leik svo eftirtekt vakti.
AFP
Rússland Umsátrið um Leníngrad var langt og strangt og tímamótamál í
seinna stríði. Að 75 ár eru liðin frá lokum þess var minnst með hersýningu.
Um 2.500 keppendur taka þátt í
Reykjavíkurleikunum, Reykjavik
International Games, sem nú eru
haldnir í tólfta sinn. Keppnisdag-
skráin skiptist á tvær helgar, 24.-27.
janúar og svo verður keppt um næstu
helgi, 30. hanúar til 3. febrúar. Flest
besta íþróttafólk landsins tekur þátt
í mótinu og á sjöunda hundrað
alþjóðlegir keppendur.
Keppnin fer að mestu fram í
Laugardalnum en einnig í Egilshöll, á
Skólavörðustíg og víðar. Íþrótta-
greinarnar sem keppt er í eru mjög
fjölbreyttar og verður meðal annars í
fyrsta sinn efnt til keppni í raf-
íþróttum.
Í tengslum við Reykjavíkurleikana
verður einnig efnt til alþjóðlegrar
ráðstefnu sem ber yfirskriftina Eru
íþróttir leikvangur ofbeldis? Ráð-
stefnan er haldin í samvinnu Reykja-
víkurborgar og ÍBR ásamt Íþrótta- og
Ólympíusambandi Íslands, Ung-
mennafélagi Íslands, Háskólanum í
Reykjavík og menntamálaráðuneyti
og verður í húsnæði HR miðvikudag-
inn 30. janúar. Vinnustofur um sama
málefni verða svo 31. janúar í Íþrótta-
miðstöðinni í Laugardal.
2.500 keppendur á fjölmennu íþróttamóti
Rafíþróttir ryðja sér mjög til
rúms á Reykjavíkurleikunum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Keppni Tölvuspil eru áhugaverður leikur sem reynir á skerpu og eftirtekt.