Morgunblaðið - 29.01.2019, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 29.01.2019, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2019 Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is Veit á vandaða lausn Fastus er aðalstyrktaraðili Bocuse d’Or á Íslandi fastus.is 28. JANÚAR – 1. FEBRÚAR 20-40% AFSLÁTTUR VANDAÐAR ELDHÚSVÖRUR! Pönnur, glös, diskar, hnífapör, kokkaföt, pottar, áhöld, hnífar, skálar o.m.fl. VIÐTAL Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is „Við erum að reyna að standa við skuldbindingar okkar í samræmi við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar um veru okkar í Evrópusam- bandinu, en á sama tíma sjá til þess að brottför okkar verði með slíkum hætti að fyrirtæki og einstaklingar sem hafa byggt lífsviðurværi sitt á samningum sem ná allt að fjörutíu ár aftur í tímann verði ekki fyrir of miklu raski. Þetta er augljós áskor- un,“ segir Tom Tugendhat, þing- maður Íhalds- flokksins og formaður utanríkismála- nefndar breska þingsins. Samkvæmt dagskrá þingsins er gert ráð fyrir að greidd verði atkvæði í dag á breska þinginu um breyt- ingartillögur að Brexit-samningi Theresu May, forsætisráðherra Bret- lands, og hugsanlega um samninginn í heild með þeim tillögum sem ef til vill verða samþykktar. Verði ein- hverjar breytingar samþykktar mun það breyta samningnum í grund- vallaratriðum, að sögn þingmannsins. „Þá er þetta ekki lengur sami samn- ingur,“ útskýrir Tugendhat. Gagnkvæmni „Áskorunin fyrir okkur í dag er að við verðum að muna að samskipti okkar til framtíðar verða að byggjast á vináttu og stefna ber að því að næstu sjötíu ár verði líkari undan- förnum sjötíu árum heldur en öðrum tímabilum sögunnar,“ útskýrir Tugendhat. „Satt að segja er það ein- mitt á þessu sviði sem Evrópusam- bandið og að einhverju leyti ríkis- stjórnin hafa gert mistök, það er að nálgast viðræðurnar með þeim hætti að annar sigri en hinn tapi. Stað- reyndin er sú að annaðhvort sigra báðir aðilar ella tapa báðir. Þessar samningaviðræður eru ekki þannig gerðar að annar geti unnið en hinn tapað. Ef þetta er gert með réttum hætti munum við yfirgefa Evrópu- sambandið með mjúkri aðlögun að nýrri stöðu sem sjálfstætt ríki með mikil tengsl og gott samstarf við Evr- ópusambandið. Takist ekki að semja með réttum hætti mun það hafa slæm áhrif á viðskiptatengsl okkar við Evr- ópu, sem hafa verið undirstaða vel- sældar okkar og hafa á sama tíma skipt Þýskaland, Frakkland og mörg önnur ríki verulegu máli. Hafa þarf í huga að viðskipti hafa í för með sér gagnkvæman ávinning.“ Samningslausir Tugendhat segir það ljóst að út- ganga Bretlands úr Evrópusamband- inu án samnings við Evrópusam- bandið sé einn þeirra möguleika sem liggi fyrir. „Ef ekkert breytist þá er það einmitt það sem gerist. Mörg okkar vona að við getum fengið samn- ing sem hlýtur meirihluta í þinginu. Ef það gerist ekki, þá eru valkostirnir annars vegar stefnubreyting sem getur falið í sér að framlengja gildis- töku fimmtugustu greinar [grund- völlur úrsagnarinnar], hætta við fimmtugustu greinina eða jafnvel boða til nýrrar þjóðaratkvæða- greiðslu eða þingkosninga. Gerist ekkert þessara fyrrnefndra atriða munum við yfirgefa Evrópusam- bandið 29. mars samningslaus.“ „Af mörgum ástæðum tel ég ólík- legt að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin, jafnframt finnst mér það slæm hugmynd. Þá tel ég einnig að þingkosningar séu ekki líklegar á næstunni, aldrei segja aldrei, en það er ólíklegt. Á þessum grunni get ég ekki útilokað að við förum án samn- ings,“ segir nefndarformaðurinn. „Það eru augljóslega margar áskoranir sem blasa við, ekki bara fyrir okkur, fyrir nágranna okkar líka og þau ríki sem við erum í miklum viðskiptum við. Afleiðingar þess að ganga úr Evrópusambandinu án samnings geta verið töluverðar fyrir alla, jafnvel Ísland líka,“ segir Tugendhat. Varnagli Spurður hvort líklegt sé að þing- menn Íhaldsflokksins geti stutt hug- myndir Verkamannaflokksins um að halda Bretlandi innan tollabandalags Evrópusambandsins segir hann það ólíklegt. „Aðlögunarsamningur for- sætisráðherra, samningurinn sem var felldur í þinginu nýlega, felur í sér áframhaldandi veru í tollabandalag- inu í einhvern tíma sem er einmitt það sem umdeildi varnaglinn (e. backstop) snýst um. Þannig að það að hafa einhvers konar tollabandalag er gerlegt, en til lengri tíma væri það furðulegt ef ríki á stærð við Bretland hefði ekki stjórn á eigin viðskipta- stefnu án fulltrúa innan bandalagsins sem stjórnar henni,“ segir Tugend- hat. Reyna að lenda Brexit í dag  Nálgun ESB og breskra stjórnvalda til samningaviðræðna röng  Engin eining um breytingar- tillögur sem ræddar eru í dag  Ekki hægt að útiloka samningslausa brottför Breta úr ESB AFP Í sjálfheldu Ekki virðist vera lausn í sjónmáli í tengslum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Tom Tugendhat Lögreglumaður hjá embætti lögreglustjórans á Suðurlandi hefur verið ákærður fyrir líkams- meiðingar af gáleysi og brot í opinberu starfi með því að hafa í maí í fyrra ekki gætt lög- mætra aðferða við eftirför. Ók lögreglumaðurinn þrívegis á afturhorn bifreiðar, sem veitt var eftirför á Þjórsárdals- vegi, með þeim afleiðingum að ökumaður þeirr- ar bifreiðar missti stjórn á bifreiðinni á um 95 km/klst. hraða. Fór bifreiðin út af veginum og valt þar tvær veltur og endaði á réttum kili. Í ákæru embættis héraðssaksóknara kemur fram að maðurinn sem veitt var eftirför hafi hlotið brot á hálslið og 10 cm langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. Að sögn lögreglu á Suðurlandi er lög- reglumaðurinn við störf hjá embættinu. Lögreglumaður ákærður en enn við störf Löggæsla Lögreglumaður á Suðurlandi hefur verið ákærður Dómi Héraðs- dóms Vestur- lands, þess efnis að lögreglustjór- anum á Vestur- landi væri óheimilt að rann- saka rafrænt innihald farsíma sem embættið telur að geti varpað ljósi á meinta líkamsárás, var snúið við í Lands- rétti fyrir helgi þar sem rannsóknin var heimiluð. Héraðsdómur telur ekki rök fyrir því hvers vegna eig- andi símans, sem talinn er hafa tek- ið myndir af árásinni, sé grunaður um aðild að henni. Lögreglan má skoða innihald farsíma Fyrrverandi starfsmaður Fríhafn- arinnar ehf. í Leifsstöð hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið peninga ófrjálsri hendi úr sjóðsvélum í Frí- höfninni í apríl og maí árið 2016. Alls dró konan sér 391.000 krónur úr kössunum á rúmum mánuði. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness 11. janúar síðastliðinn. Í dómnum kemur fram að konan hafi í átján skipti seilst í sjóðsvélar Fríhafnarinnar og tekið á bilinu 7.000-50.000 krónur úr kassanum í hvert sinn. Konan mætti ekki fyrir dóm, en framlögð gögn þóttu nægileg til sakfellingar. Starfsmaður dró sér fé í Fríhöfninni STUTT Nítján breytingartillögur við útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, verða til umræðu á breska þinginu í dag. Erfitt getur reynst að ná meirihluta fyrir samningnum þrátt fyrir tillögurnar, en ríkisstjórnin hefur ekki sjálf lagt fram breytingar að svo stöddu. Um eitt hundrað þingmenn Íhaldsflokksins sem greiddu atkvæði gegn samningi May nýverið gerðu það meðal annars vegna andstöðu við svokallað Backstop sem felur í sér áframhaldandi veru í tollabandalagi ESB. Þingmenn Verkamannaflokksins sem einnig greiddu atkvæði gegn samn- ingnum segja skilyrði fyrir stuðningi við hann felast í að tryggt verði að Bret- land verði áfram í tollabandalaginu. Jafnframt fara þeir fram á að samþykkt verði að útiloka Brexit án samnings, sem May segir ómögulegt þar sem það gæti þýtt að ekki yrði staðið við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Líkur á því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu án samnings eru því tald- ar aukast með hverjum degi. TOLLABANDALAGIÐ KJARNI MÁLSINS Engin lausn í sjónmáli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.